þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Veiðin sem varð ekki að neinu

Fyrst ég er kominn með tæknina til að setja á netið myndskeið, þá má ég til með að skutla þessu prumpi inn líka

Sáputilraun

Við frændurnir erum svo hverdagslegir og skemmtilegir..... njótið lífsins og gerið tilraunir :)

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Áfram með hversdagsleikann



Jæja fyrst ég er byrjaður á því að fjalla um hverdagsleikann hér þá er við hæfi að sýna minn hér......
Er að vinna í húsi við Nökkvavog þar sem ég er að múra uppum alla veggi og gólf fokheldann kjallara, þar sem mikið kapp er lagt á að klára fyrir jól... er að fara að pússa þennan stiga sem ég steypti í haust og ég er hreinlega á kafi í vinnu... með verk í vesturbænum sem þarf einnig að klára fyrir jól og í löndunum líka þannig að ég er hættur að hangsa og farinn af stað :)..

...og fólkið veit ekki að ég er á leiðinni í frí til Kastró........
farinn að klóna mig og halda áfram að vinna.......
swiiiiing

mánudagur, nóvember 20, 2006

Lifið er yndislegt og hversdagsleikinn er æðislegur



Jæja hér fáið þið að fylgjast aðeins með heimilislífinu hér :) þetta er svona lítið dæmi um okkar venjur ............
Mynd tekin af msn spjalli á milli mín og Sigga..
.....e.s þetta tók drenginn bara 8 mín... og geri aðrir betur :) Þetta er flott hjá þér Siggi.. þú stóðst þig vel, ég er stoltur af þér

PELASTIKK



Hér er ég svo að hnýta Pelastikk til að draga hana úr þessum ógöngum... búin að spóla sig alveg niður og sat pikk föst þarna greyið....

Svo verð ég að segja það að mér finnst það algjör skylda að við kunnum pelastikk... Pelastikk er hnútur sem gæti bjargað heiminum ef því er að skipta.. fastur, ákveðinn, sterkur, auðleysanlegur og svolítið dipló hnútur sem getur haldið í hvaða aðstæðum sem er... Ef ég væri tilgreindur sem Pelastikk þá væri ég sáttur :)

Birgitta bloggaði um þetta í nótt http://www.nallub.blogspot.com/
síðar

Snjór og aftur snjór


Öss ég var þreyttur í nótt...
Birgitta þessi elska kom heim um 2 leytið í nótt, og vakti mig í sófanum eftir að hafa verið búin að hringja svaðamikið en ég bara svaf eins og engill án þess að heyra í símanum. Ég nefnilega er ekkert búinn að heyra í símanum undanfarið og uppgvötvaði ástæðuna í morgun :) ég setti inn lag í símann sem varð að hringitóni og einhvern veginn hef ég náð að stilla í leiðinni hringinguna á mjög lágt. En aftur að Birgittu, hún var sem sé að koma heim og var eitthvað að bakstast með að finna stæði og þessi snilldar bílstjóri náði að festa sig á planinu. Ég tölti út með henni til að færa bílinn og tók þá eftir að hún er á sumardekkjum að framan og ég er ekkert hissa á því að hún skuli festast í snjónum... en til að gera langa sögu stutta þá þurfti ég að draga bílinn hennar útá á götu þar sem hún svo lagði uppá gagnstétt til að geta fært hann til án þess að vera að festa sig alltaf:) Merkilegt er að hún gaf alltaf allt í botn á sumarblöðrunum og skildi bara ekkert í því að hún skildi festast aftur og aftur... og svo kann hún ekki pelastikk!! jæja er komin með tvö verkefni sem ég þarf að kenna henni... Hvernig á að útbúa bíl yfir vetrartímann og hvernig á að hnýta pelastikk... sjáum til hvernig með gengur með það
farinn.............svíiíng

sunnudagur, október 29, 2006

Hvalveiðar eða ekki?


Svona lít ég út þegar ég les fáranleg rök um að Hvalir séu svo afskaplega gáfuð og allt og falleg til að verða veidd. :)

Ég er búinn að vera að fylgjast með umræðum á netinu um hvalveiðar og jafnvel verið að rökræða á LMK um gildi hvalveiða og þessháttar. Svo eftir að hafa lent í rökræðum við einn stórskemmtiegan Náttúrverndasinna og frábæran náttúruljósmyndara þá ákvað ég að loka á allar mínar skoðanir (hvernig sem það er hægt) og fara útúr kassanum til að skoða mig um og athuga hvort ég væribara að bulla með hvalveiðar. En þrátt fyrir það að hafa lesið mikið á netinu um hvali, hvalaskoðun, hvalafriðun, hvaladráp, hvali hitt og hvali þetta þá er ég bara jafn fastur fyrir og jafnvel fastari ef eitthvað er um að hvalaveiðar eiga að viðgangast hér við land og allt þetta tal um að við íslendingar séu að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.
Í fréttum í gær í sjónvarpinu (RÚV) þá kom staðfesting á því sem ég er að tala um hér að neðan. Þar kom fram að þrátt fyrir vísundaveiðar okkar íslendinga og gagnrýni þessa sama ferðamálafrömuðs í Bretlandi fyrir nokkrum árum þá hafa ferðamenn fjölgað helling og gjörsamlega grafið undan hans gagnrýni sem hann viðheldur í garð íslendinga vegna veiða á Langreyð :) En hér er loka pæling mín um þessi mál tekin beint af ljosmyndakeppni.is

Öll rök um að ferðaþjónustan sé að tapa og þessháttar og þetta skaði ímynd okkar íslendinga útá við eru að stórum hluta getgátur og ef við hugsum okkur þetta raunhæft þá vitum við að ferðamenn eru ekki að koma hingað í stríðum straumum til að horfa á hvali synda lengst útá ballarhafi. Þetta er hliðargrein og hrein og klár viðbót við flóru okkar íslendinga og getur fullkomlega átt samleið með veiðum á örfáum stykkjum við Ísland. Við vitum líka að Ísland, þetta frábæra land hefur uppá að bjóða þvílíkt annað eins úrval að fallegri náttúru og aðgengilegri m.a vegna Landsvirkjunar og frábæru gestrisnu fólki að túristar flykkjast ólmir hingað til lands. Ekki eru allir túristar að sigla á miðum landsins til að skoða hvali. Jú rétt er það að mesti uppgangurinn í ferðamannaiðnaðinum á íslandi undanfarin misseri eru hvalaskoðanir. Ætli það sé ekki vegna aukins aðgengis að hvölum þá sérstaklega Hrefnu við íslandsstrendur (vegna sannarlega fjölgunar hennar) og hver skoðun tekur ekki meir en um 2-4 tíma, og snilldar markaðsetningu á manneskjum sem vilja eignast aura þeirra sem vilja eyða þeim?

Mig langar að spyrja ykkur hér... hefur einhver ykkar farið í hvalaskoðunarferð? og ef svo er var þetta ykkar alflottasta og hið mesta "möst" í lífinu?
Ég var lengi til sjós og er búinn að sjá tugi hvala synda í kringum mig, jafnvel tekið nokkrar hnísur um borð þegar þau festust í neti og mér finnst þetta jafnmerkilegt og þegar ég keyri framhjá beljum á túni.

Háværustu raddirnar frá ferðamannaiðnaðinum eru frá eigendum þessara báta og auðvitað eru þeir að verja sína hagsmuni og blanda sér í raðir dýraverndunarsinna, og mér er það til efs að þessir kallar hafa talað um önnur dýr í útrýminingahættu eða barist fyrir því að þetta eða hitt ætti að leyfast eða ekki.

Kommon það eru háværari raddir í sambandi við hvalaveiðar í t.d Bretum heldur vegna stríðs í heiminum og hvað segir það okkur um fáviskuna sem er í gangi. Við skulum spyrja okkur þessara spurninga áður en við flykkjumst í lið með hvalfriðunarsinnum. Ég las í þessum þræði jafnvel hótanir um ofbeldi, hrein og klár hryðjuverk (frá Rusticolor en ég nenni ekki að flétta því upp og quota því) ef við höldum áfram að veiða... Hvað á það að fyrirstilla og hvernig er hægt að réttlæta það með einhverjum hætti að hóta ofbeldi og vitleysu til að verja hvali.

Og þá kemur upp sú spurning hjá mér. Er það eftirsóknarvert að láta undan þrýstingi svona hóps og fá þetta fólk í heimsókn hingað til lands sem er jafn blint á sjálft sig t.d með Sellafield? Og vildi þetta sama samfélag ekki arðræna okkur og komu með herskip hingað inn til að veiða frá okkur þorskinn á sínum tíma? Ég hef ekki áhyggjur af þessum 2-5000 manns sem ætla að "sniðganga" það að heimsækja ísland.

Hver einasti útlendingur sem ég hef hitt hér á landi (og ég hef hitt þá fjölmarga) hefur ekki verið að tala um þá æðuslegu upplifun sem hvalaskoðun var heldur hafa þeir allir talað um hve gaman er að skoða landið og þjóð, smakka Brennivín og Hákarl, sjá sviðahausa og skemmta sér með íslendingum. Þeir finna fyrir hreinleika í lofti, finnast vatnið ómótstæðilegt og tala alltaf um heita vatnið og þessa skrýtnu lykt (brennisteininn) sem finnst af heita vatninu en venjist furðu vel.

Meira að segja svíar öfunda okkur vegna hreina vatnsins.
Ég bjó þar um tíma og var skammaður margoft fyrir að láta kalda vatnið renna á meðan ég tannburstaði mig vegna þess að þessi "lúxus" að eiga gott vatn er ekki til staðar þar. (og svo er það rándýrt).
Það að eiga svona dæmi er merkilegt og eykur skilning okkar á því hve eftirsóknarvert er að koma hingað og upplifa þetta. Án gríns útlendingar lifa á þessu og vilja upplifa þetta og eru nett sama um hvort við erum að veiða hvali eða ekki. Ef yrði gerð skoðanakönnun í heiminum um ísland og fólkið fengi engar leiðbeinandi spurningar um hvað það ætti að svara um ísland þá er ég viss um það hvalveiðar eða ekki kæmu nú annsi sjaldan upp.

Við eigum að nýta allar okkar auðlindir á ábyrgan hátt og ég get bara ekki séð annað en að sú stefna sem hefur verið tekin af Alþingi um nýtingu sjávarfangs hér við land sé ein af þeim alábyrgustu stefnum í heiminum á þessu sviði og margar þjóðir taka okkur til fyrirmyndar í þessum málum. (ef allur heimurinn væri svona skynsamur og við íslendingar þá væri gott að lifa í heiminum í dag )

Og með þessu ætla ég að ljúka minni umræðu um hvalveiðar og fara að njóta þess að vera íslendingur sem lætur ekki bugast af hvalverndunarsinnum sem vilja ekki skilja að réttur þjóðar á að nýta sér auðlindir síns lands er sterkari en bull þeirra með að deyðing dýra sé "ómannúðleg og viðbjóðsleg osfrv."

sunnudagur, október 22, 2006

AURORA


Norðurljós eru magnað fyrirbæri. Skrapp upp í Nesjavallavirkjun í gærkvöldi í um klukkutíma til að bera þetta fyrirbæri augum. Þetta var mikið sjónarspil en kannksi fullhægt. Tók fyrstu norðurljósamyndina og er svona rétt sæmó ánægður með útkomuna, geri betur næst og gef mér lengri tíma í þetta. En útiveran var góð, kalt en afar fagurt. Á svona kvöldum mæli ég með að skreppa aðeins í smá bíltúr og fíla myrkrið og smá himnadans.

laugardagur, október 21, 2006

Hafðu þetta :)


verð að skella þessari hérna inn þar sem fyrirsætan vildi ekki setja þessa inn hjá sér :) þetta er fyrsta skotið hennar og það var svo fyndið að sjá hana skjóta því hún bjóst ekkert við þessu bakslagi hehe en njótið vel

mánudagur, október 09, 2006

Eitt skot, ein gæs :)



Eins og glöggir lesendur sjá þá er fyrsta gæsin dottin! :)

Ég fór norður í Eyjardalsá til Baldurs og Síssí um helgina á gæsaveiðar og lagði af stað um miðnætti á föstudegi, keyrði alla nóttina og var kominn í morgunflugið í Suðurtúnið strax í bítið á laugardagsmorgun. Í stuttu máli þá veiddi ég ekkert þann morgun og svona eftir á að hyggja gerði ég mörg mistök sem ég get náttúrulega bara skrifað á mig. En það er í lagi líka því ég var að fara í minn annan veiðitúr og í fyrsta sinn sem ég fer einn. Um síðustu helgi fór ég austur á Fáskrúðsfjörð til Óskars og Hröfnu, þar sem var tekið vel á móti mér að vanda, fékk meira að segja flottasta orku-gull steininn hans Bjarka að gjöf frá honum og ætla ég að geyma hann vel. Þar veiddum við ekkert þrátt fyrir góðan vilja og mikla veiðimensku, og það er svo skemmtilegt að segja frá því að mér var í raun alveg sama þótt ég hafi ekki náð að veiða neitt þá því mér finnst aðalmálið að vera í félagsskap góðra manna og fíla útiveruna og náttúruna. eins og er gæti ég sagt að félagsskapurinn og náttúran sé 60% og veiðiskapurinn 40%. Ég var sáttur.

En aftur að þessari helgi. Þau tóku ekki síður vel á móti mér Baldur og Síssí á Eyjardalsá þar sem hefur verið víst óvenjuskrýtin hegðun á gæsinni í haust en þarna er nóg af henni. Þetta virðist vera útum allt land það sama, gæsin er sein fyrir niður á tún og segja gárungar að berjaspretta hafi verið með eindæmum góð í sumar og fuglinn er hreinlega ennþá í berjum og er ekkert að flýta sér á túnin.

Ég er semsagt einn á veiðum þessa helgi, spenntur og glaður, geng töluvert um í fjallinu, læt gæsina hlægja að mér á Suðurtúninu bæði laugardagsmorgun og sunnudagsmorgun, þar sem hún var svo svakalega stygg að ég komst ekki nálægt henni. Engu að síður þá skemmti ég mér konunglega í göngu þarna uppí fjall og niður með á, í fullum skrúða, sveittur og móður :) Eitt orð.......GEGGGJAÐ

Í kvöldfluginu á laugardagskvöldinu, (sem notabene er svo miklu skemmtilegra að eyða kvöldi í heldur en í Sódómu) :) þá kom ég mér fyrir í bugðunni úr fljótinu og þar sem kvíslin rennur og hugsaði með mér að gæsin kæmi þar í litlu sandeyjuna á milli Kvíslarinnar og Eyjadalsár. Ég er mættur kannksi full seint eða um 18:30-19:00 og sé þá fljótlega að hópar eru að koma og setjast á oddann við Fljótið, þannig að ég færi mig og í kjölfarið skýt ég mínu fyrsta skoti á fugl og hvað haldiðið, :) Fuglinn dettur! Gæsin er dauð! víhí tilfinningin var góð, ég var sáttur og í mér fannst þessi fyrirhöfn strax vera búin að borga sig. Ég held að ég hafi farið að hugsa eins og Hellisbúinn, sá fyrir mér fólk í kringum mig éta gæsina með bros á vör, ásamt mér að sjálfsögðu. Næsta skot fór ekk i jafnvel en það var glaður drengur sem gékk af stað heim á leið með hangandi bráð á sér í algjöru myrkri.
Á sunnudeginum skýt ég gæs nr. 2 og var það ekki síðra ævintýri. Ég var kominn í kvöldflugið um 17 eða svo og ákvað að bíða bara og njóta lífsins, sem ég og gerði og toppaði það með að vera búinn að skjóta 6 skotum og ekki hitta einn einasta fugl og var farinn að hugsa um hvort ég hefði bara verið svona svaka heppinn deginum áður, og væri alls ekki svo hittinn :) en þá kom það, tveir fuglar birtast bara allt í einu fyrir ofan mig, ég heyrði ekkert í þeim og sá bara rétt skugga mynd af þeim, skýt á þann fremri og bling dettur med det samme, hinn fær blý á eftir sér og ég er barasta ekki frá því að hann hafi dottið í Skjálfandafljót en það var komið heilmikið myrkur og var ég t.d ca 5 mín að finna hinn fuglinn. Og ég varð sáttur og sá fyrir mér aftur fullt borð af matargestum smjattandi á gæsinni og segjandi sögur af sér og sínum :)

Skotveiði er frábær. Ég finn fyrir sömu tilfinningu og þegar ég er í stangveiði, mögnuð náttúra í sinni einstakri mynd á hverjum tíma, aldrei eins þótt maður hafi komið á hin og þessi svæði áður þá er eins og eitthvað hafi breyst frá því síðast, lífið í gróðri og litur er síbreytilegur. Í þessum aðstæðum þá líður mér vel og sé mig alveg eyða mínum helgum á svona stöðum hér eftir.

Bestu þakkir fyrir afnotin af landinu ykkar Síssí og Baldur og ég mun koma aftur......og aftur... og aftur... :)

laugardagur, október 07, 2006

fyrsta

Jæja hùn er komin sù fyrsta :)
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

fjárrekstur

Sko drengurinn er bara að smala :)
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

Að bjarga ì stað þess að drep

Èg gèkk frammà afvelta gimbur uppì fjalli ì dag, og vatt mèr ì björgunargìrinn. Var semsagt á leiðinni að myndarlegum hòp gæsa þegar èg gèkk frammà þessa myndarlegu gimbur sem var komin með legursàr og greinilega bùin að liggja þarna ì nokkra daga. Eftir svolìtinn barning þà komst hùn á fætur og þakkaði fyrir lìfgjöfina með að pòsa fyrir myndatöku. Að sjàlfsögðu var gæsahòpurinn farinn :) Næ honum ì kvöld
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

miðvikudagur, október 04, 2006

Spegill spegill


Spegill spegill
Originally uploaded by aceinn.

merkilegt hve unaðsleg ferð getur verið þegar náttúran er svona geggjuð eins og blasti við mér við Jökulsárlón. Reyndar var ég ca. 10 tíma á leiðinni frá Fáskrúðsfirði í dag því ég varð að stoppa nokkrum sinnum til að mynda. Er að vinna nokkrar myndir sem ég hendi inn á Flickr síðuna mína....

Kem með ferðasögu síðar

mánudagur, október 02, 2006

Tilbúnir í slaginn


Þótt viljinn hafi verið mikill... löng og ströng ganga upp á miðja Jökulsdalsheiði þar sem við settum niður tálbeitur og gerðum okkur bæli við Búrfellsvatn. Kyrrðin þarna er óheyrileg og ég held að ég hafi hreinlega ekki upplifað annað eins... þetta er toppurinn og sveimmér þá held ég að ég fyrirgefi þessum köllum öllum veiðisögum þar sem gæsin detti niður í kippum eingöngu vegna kyrrðarinnar:) En þetta var gaman samt og pottþétt að ég á eftir að fara margar margar margar ferðir aftur.

Frá vinstri : Ási "hunter" Skari "tuska" Aska " le dog" Lassi "gun"

Fjallganga

Hrafnhildur og ungarnir drògu mig upp ì Svartagil, hrikalega flott og töff ganga
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

sunnudagur, október 01, 2006

Jökuldalur

Jæja, nù erum við lagðir ì'ann. Gæsin bìður ì Jökuldal þar sem hùn mun falla fyrir okkur, èg Óskar og Lassi. Tòmir snillingar þar à ferð. Það verður mikið sjònarspil að sjà þrjà þungvopnaða menn klyfjaða af Heiðargæs
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

laugardagur, september 30, 2006

Bjarki

Èg er mættur til Bjarka og hann færði mèr gullorku stein :) fràbært
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

Fàskrùðsfjörður

Tja nàði ekki kvöldfluginu en èg komst à áfangastað
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

almannaskarð

Er orðinn stressaður um að nà ekki kvöldfluginu... Eða hreinlega að finna stràkana ì Breiðdal...spennô
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

Myndablogg

Hvað á þetta þýða að tefja mig svona :)
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

ferðin

Er à blùssandi siglingu austur, er að reyna að nà kvölfluginu í Breiðdal.. Ok kef rùllaði yfir KR ì bikarnum og það þýðir að Valur tekur þàtt ì InterTOTO keppninni og það er bara fìnt, styttra ì stòru liðin :) Til hamingju Keflavìk
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

Veiðitùr

Jæja, er lagður af stað ì gæsaveiði austur á Fáskrùðsfjôrð. Nokkuð spenntur og hef gòða tilfinningu fyrir tùrnum. Er að hlusta à Bikarùrslitaleikinn à Ràs 2 og þò að það komi Völsurum betur vegna UEFA keppninninar að KR vinni þá get èg ekki með nokkru mòti haldið með þeim. àfram kef :)
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

fimmtudagur, september 28, 2006

rock n roll

Gaman :)
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

mánudagur, september 25, 2006

Bowie

Rakst á þessa tìk ì morgunsàrið og hèlt að þarna væri kominn David Bowie endurfæddur. Takið eftir augunum :)
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

sunnudagur, september 24, 2006

Íslandsmeistarar 56 66 og 76



Myndskeið af íslandsmeisturum Vals taka lagið fyrir leik Vals og KR á laugardaginn.
smellið á myndina og þá fer þetta allt í gang. Ég er reyndar ekki ánægður með myndgæðin eins og er en er að reyna að læra og laga

laugardagur, september 23, 2006

Valsmenn i þriðja sæti

jæja, fór á síðasta leik sumarsins sem var á milli Vals og Kr. Þetta er óþolandi og ég mun elda mér tárasúpu næstu daga!!

Leikurinn var skemmtilegur og bauð uppá gott spil minna manna og voru þeir áberandi betri aðilinn í leiknum. En eins og svo oft áður þá var Egill dómari alveg úti að skíta í leiknum. Á reyndar eftir að sjá það betur í sjónvarpinu en eins og leikurinn sást frá mér í stúkunni áttum við að fá tvö víti og þá sérstaklega í seinna dæminu. Óþolandi finnst mér svo þegar línuvörður er svo seinn á sér að hann geti ekki fylgt eftir liðum eins og sást í þessum leik, þá gagnvart bæði liðum.

En sem sagt Valur þurfti að vinna leikinn til að tryggja sér evrópusæti en Kr nægðu jafntefli. Þegar 3 mín eru liðnar af uppbóta tíma þá skvísa þessir röndóttu halanegrar úr VERSTU bænum jöfnunarmarki sem tryggðu þeim svart hvítu annað sætið og til að segja eins og er þá eru þessir andsk.... í bikarúrslitum og ef þeir vinna þann leik á móti Keflvíkingum þá fá Valsmenn evrópusæti!

En skítt með þetta evrópusæti (sem gæfi félaginu litlar 15 mill í fyrstu tveim leikjum og allt að 30 mill fyrir að komast í aðra umferð) þá eins fyndið sem það er þá er það ekki þess virði að vonast innst inni að Kringar vinni leikinn..... því það er nú þannig að ég hef alltaf litið á KRinga sem höfuð andstæðing og allt sem viðkemur þeim.

Já svona er þetta bara og ég græt mig í svefn í kvöld, rífi mig upp í fyrramál og brosi á móti sól vitandi það að titillinn er okkar á næstu leiktíð.

Myndir hér að neðan eru teknar í kokteilhófi fyrir leik þar sem Hemmi Gunn fór með miklar og skemmtilegar gamansögur af þessum þrem liðum sem urðu íslandsmeistarar árin 1956, 1966 og 1976.. svo luma ég á gullmola sem ég þarf að koma á netið sem allra allra fyrst...

kveð í bili með tár í sinni og fýlu í hjarta
Áfram Valur

Islandsmeistarar Vals 1976

Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

Islandsmeistarar Vals 1966

Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

Islandsmeistarar Vals 1956

Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

laugardagur, september 16, 2006

Sorglegt viðhorf i sorglegum heimi


Ég er sorgmæddur í dag........

þeir sem hafa lesið þessa pósta mína hafa tekið eftir því að ég hef verið að segja frá algjörlega ómerkilegur og prumpi í sjálfu sér og kannski verið að blasta myndum frá mér með smá skilgreiningum sem er meira gert til gamans en hitt. :)

En nú er ég sorgmæddur út í heiminn þar sem hann er fullur af minni skilgreiningu, ( ekki taka þetta bókstaflega um þig) en skilgreining mín er að "FÓLK ER FÍFL og VERÐUR FÍFL" En alltaf hef ég trúað á hið góða í manneskjunni, og verð að koma með háfleyga pælingu.

Svo magnað er það að Benedikt XVI er fífl. Nú múslimar eru líka fífl. Málið er það að þegar ég las í fyrradag minnir mig um einhverja ræðu páfa um að íslamstrú gefi ekkert af sér nema ofbeldi og talaði eitthvað um Allah og Múhameð spámann, þá tók ég um höfuð mitt og sagði upphátt... andskotinn nú fer allt í bál og brand. Múslimar munu gera allt vitlaust.

Í þessu máli ( ef mál skyldi kalla þ.e. múslimar vs kristni/kaþólikkar eða mið-austurlönd vs vesturlönd eða þið skiljið vonandi ) er ég í stöðugri mótsögn við sjálfan mig. Ég segi það að við eigum að bera virðingu fyrir öllum trúarbrögðum heims, hvursu vitlaus sem manni finnst þau vera. Og ég styð málfrelsi og lýðræði eins og ég hefði fundið það upp sjálfur, þ.e.a.s fullt frelsi fyrir mig og þig.

En þegar ég las ummæli páfa þá fannst mér að hann hafi farið yfir strikið sem leiðtogi milljóna manna, (þar er mótsögn við tjáningarfrelsið) og hugsaði svosem að jæja sá vægir sem vit hefur meira! En auðvitað gera múslimar það ekki og gera allt vitlaust með drápum og skipunum á drápi...( önnur mótsögn sem gerir það að verkum að ég get ekki borið virðingu fyrir heitislamstrú )

Nú hefur páfagarður gefið út tilkynningar um að páfi iðrist stórlega og biðst fyrirgefningar á mistúlkunum í hans orðum, sem gerir mig dapran á þann veg að það er hægt að gera einhver afglöp og vonast að allt verði í lagi með að biðjast afsökunar. ( Sem ég geri oft þegar mér verður á, og reyni auk þess í stað að gera eitthvað gott í staðinn til jafnvægis við misgjörðir mínar, þú veist jing og jang :) og stundum verður góðverkið mitt ekki handa þeim aðila sem ég baðst afsökunar heldur einhver Jón eða Gunna útí bæ.. það kemur út á það sama fyrir mér, og þá er það mótsögn í sjálfu sér er það ekki?)

Mér leið þegar ég las um það í mbl að múslimar væru að kveikja í kirkjum og hóta að elta uppi Benedikt XVI páfa og drepa hvar sem í hann næst eins og alheimsvendi sem langaði að taka þessa tvo eða fleiri hópa upp á hnakkadrampi þeirra og segja " tekið hef ég hvolpa tvo og hvað skal við þá gera" og tuska þá aðeins til og gera þeim það ljóst að svona gerir maður ekki :) sem sagt að ala þetta lið upp aðeins. ( þá er ég kominn í þá mótsögn við sjálfan mig um að fólk getur ekki verið fífl og ég get ekki gert þá kröfu um að allir séu eins og ég eða ég sé eins og allir aðrir.)
Mér finnst eins og fólk í miðausturlöndum séu óþroskaðir einstaklingar (þau skilja það sjálfsagt á allt annan hátt) sem eru hreinlega óvitar og vita ekki hvað það er að gera... og mér finnst bjánar eins og Bush, Blair, Osama, Abubukar, Hitler, Stalin og fl. vera óvitar eða spjátrungar sem halda að það samfélagið sé þeirra og þeir eiga að stjórna hver á að lifa og hver á að deyja!

Afhverju getur ekki lífið verið svo einfalt að þegar ég alheimsvöndur og algáfaði segi við þetta fólk, skamm hættið þessu og allt fellur í ljúfa löð eftir það. En ég veit að þetta er ekki svo auðvelt.

Mikaelsfræði er merkilegt fyrirbæri sem byggir á því að sálin lifir í sjö stigum. Útskýri þetta í fáum orðum og einfalda hátt. Í fyrsta stigi er við ungar sálir, hálfgerðir óvitar sem fer í líkamanum þangað til við fræðumst og þroskumst til að komast á annað stig osfr. Þangað til við öðlumst Nirvana, eða fullkomnun í tilvistinni. Þegar við náum svo þessum "stigum" á lífsleiðinni þá deyjum við og endurfæðumst í nýjum líkama. Svo er það svo merkilegt samkv. þessum fræðum að systir mín getur verið bróðir minn í næsta lífi, eða sem sagt að fólk "hangir saman" í grúppum og tilheyrir hvort öðru í gegnum hinar ýmsu jarðneskar myndir kynja og skyldleika. Bróðir gæti orðir mamma í næsta og yfirmaður gæti verið frænka eða frændi í næsta osfr. Til að auðvelda þessa skilgreiningu aðeins...... hefur þú ekki upplifað Deja vú, sagt við sjálfan/sjálfa þig að hmm hér hefur þú verið áður?? Eða hitt manneskju í fyrsta skipti og fundist eins og þú hafir þekkt viðkomandi alla tíð? he he sálarflakkið maður :)


Ég pæli svona stundum til að gera lífið einfaldara og segi við sjálfan mig að ég sé líklegast búinn að lifa einu sálarlífi eða meir en þetta lið sem hagar sér svona eins og fífl til að ég verði ekki sorgmæddur allan daginn........... og svo á ég það til að hitta fólk sem eru svo miklir snillingar að mér finnst eins og þeir eigi mörg sálarlíf á undan mér...:) (vitur öldungur kannksi sem hefur öll svör og er jarðbundinn, rólegur og yfirvegaður á vel við "gamla sál"

og þá í kjölfarið í svona pælingum þá vex ánægjan mín og hið sormædda hverfur eins og dögg fyrir sólu, hið einfalda tekur við og ég hugsa alltaf ...... þetta/það/hún/hann/ á eftir að komast lengra í sálarflakki...ég vona bara að það læri sem fyrst.

kv
Alheimsvaldurinn með töfrasprotann :)

fimmtudagur, september 14, 2006

BÖRN



Púff.. fór í Bíó þriðjudaginn og sá þessa líka fínu mynd, Börn eftir Ragnar Bragason sem ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki baun í bala til og það sem meira er ég vissi ekki neitt um þessa mynd! Allavega þá fór ég í Háskólabíó og sá einhverja hluta vegna strax í fyrsta atriði að þetta yrði áhugaverð mynd. Svart hvít mynd hræðir mig svolítið stundum en þarna kom það BLING.....Heppnaðist vel en ég fór að hugsa um það eftir myndina að kannksi hafi það ekki verið hugsunin í byrjun en vegna lélegra gæða á lýsingu hafi verið ákveðið að fara út í það að hafa hana svarthvíta sem hreinlega gerir þessa mynd 10 sinnum meira áhugaverðari kvikmynd heldur en í lit.
Myndin er um íslenskan raunveruleika. Íslenskar persónur í rugli og basli. Einstæð móðir sem reynir hvað hún getur til að ná endum saman, handrukkara sem vill komast útúr ruglinu, íslenskan geðhvarfasjúkling og móðir hans, og svona "props" manneskjur til að mynda heild í myndinni.
Ég hef séð allar þessar persónur í einhverri mynd, þótt kryddið sé stundum mikið þá virka þessar persónur á tjaldinu.

Nenni og ætla ekki að fara útí myndina meir en hlakka til að sjá sjálfstætt framhald af þessari mynd "Foreldrar" sem Ragnar er þegar byrjaður á... Vesturport leikhópurinn er merkilegt fyrirbæri og pottþétt mæti ég á sýningar hjá þessum hóp í vetur.

þangað til næst

hheeeeiiiilllllllllsaaaaaa

sunnudagur, september 10, 2006

mæðgur ì eldhùsi

Mamma og Pàlina með prikið ì eldhùsstörfum eins og vera ber... Heppinn èg að detta inn à steikina
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

föstudagur, september 08, 2006

SVÖNG!!

Það er varla hægt að fara með þessa stùlku ùt að borða, hùn hagar sèr alltaf eins og .... :) hùn hreinlega öskraði à matinn
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

fimmtudagur, september 07, 2006

Myndablogg

Don't leave him Anka... He can't work because he is so sorry.. Make him happy please
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

MATUR!!

Pòlski 2 ètur alltaf eins og .., Mateusz snillingur
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

island danmörk

Gòð stemming, skemmtilegt fòlk, àgætur leikur, ömurleg ùrslit..en afskaplega skemmtilegur söngur

Póstbloggfærslu sendi asbjorn
Sent með Hexia.net

Birgitta

Hùn var svolìtið ànægð stelpan með hann Magna með að komast ì lokaþàttinn
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

Myndablogg

Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

Birgitta og Alexandra í Magna fíling .......

jæja nú er ég kominn með símann tengdann á bloggið og þá líklegast koma fleiri og örari myndir á vefinn hér :)

miðvikudagur, september 06, 2006

QANA


QANA
Originally uploaded by aceinn.

Fór á tónleika með patti smith í Háskólabío. Fínir tónleikar og merkilegt hve þessi sextuga kella er með magnaða rödd. Myndin er tekin þegar hún er að syngja / flytja ljóð sem hún samdi nýverið og hægt er að hlusta á síðunni hennar pattismith.net. Þarna stökk óvænt Einar Örn á svið með þeim og spilaði á litla trompetið sitt.... :) þarna fór smá pönk í gang og ég var að fíla það nokkuð.

Hér er textinn hennar:

QANA

There's no one
in the village
not a human
nor a stone
there's no one
in the village
children are gone
and a mother rocks
herself to sleep
let it come down
let her weep

the dead lay in strange shapes

Some stay buried
others crawl free
baby didn't make it
screaming debris
and a mother rocks
herself to sleep
let it come down
let her weep

the dead lay in strange shapes

Limp little dolls
caked in mud
small, small hands
found in the road
their talking about
war aims
what a phrase
bombs that fall
American made
the new Middle East
the Rice woman squeaks

the dead lay in strange shapes

little bodies
little bodies
tied head and feet
wrapped in plastic
laid out in the street
the new Middle East
the Rice woman squeaks

the dead lay in strange shapes

Water to wine
wine to blood
ahh Qana
the miracle
is love

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

verur


Faeries
Originally uploaded by aceinn.

ég fór í skemmtilega og fallega ferð síðustu helgi sem byrjaði á því að hitað var kaffi í Hvalfirði.... svo var rennt á Akureyri til að halla sér í Hlíðarfjalli... þaðan var ekið beina leið á Mývatn, rétt svona til að hitta mývarginn, þegar hann var kvaddur þá var brunað í Dimmuborgir og þar fóru leikar að æsast því þar hitti ég mörg tröll og aðrar kynjaverur... (mikið svakalega er þetta flottur staður) eftir að hafa jafnað sig nett á tröllum og vættum var ekið í þokuna þar sem fleiri kynjadýr kvaddu sér til hljóðs án þess þó að sýna sig. Dettifoss var svo næsti áfangastaður og Selfoss heimsóttur, og svo .... og svo... Ásbyrgi! Einn sá almagnaðasti staður sem ég hef farið á í mörg mörg ár. Eftir þessa ferð þá trúi ég fastlega á allar álfa og tröllasögur.... og allt þetta án þess að vakna þreyttur... úrillur...þunnur....með hausverk og velgju... skítugur...rámur... með skjálfta.. blautur... nei nei bara ein tóm hamingja með beljandi trú á það góða sem býr í krafti móður náttúru....lífið sér um sig sjálft.

Náði einni mynd af kynjaveru sem dansar á milli holta og hæða, syngjandi gælur í vindi sem blíður strýkur kinn.. gefur titrandi silfurdropa hverjum þeim sem þiggja vill svo þorsti hverfur með fyllingu á munn.

föstudagur, ágúst 04, 2006

Ho ho í röð


GrillValur6120060802.jpg
Originally uploaded by aceinn.

Smá sjónarhorn frá mér í reiðtúrnum með Völsurum

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

móðir jörð


móðir jörð
Originally uploaded by aceinn.

fór í fjölskyldugrill með Val uppí Laxnes í gær og þar skruppum við í reiðtúr, og þetta blasti bara við okkur tví og fjórfætlingana :) skemmtilegt

laugardagur, júlí 29, 2006

answer


answer
Originally uploaded by aceinn.

Er enn að fikta við "kranerí" stöff..
Aðeins um myndina.
Skrapp í veiði og þarna voru snillingar margir og einn og einn fiskur kom að landi. Veður var gott og afslöppunin var svakaleg ásamt náttúrunni, maður lifandi það var geggjað. í einni pásunni þá var ég með vélina á lofti og smellti af glasi með Whyskí löggi í og var að spekulera hvort það væri jafngott og í gamla daga. Nú þegar ég skoða myndina svona dökka og línur allar óreglulegar þá held ég að það sé betra að taka myndir af löggi heldur en að drekka gruggið :)

fimmtudagur, júlí 27, 2006

tístað og trítlað


tístað og trítlað
Originally uploaded by aceinn.

Viltu dansa? Mér fannst þetta hljóma í fjörunni um kvöldið. Tístið eða hnegið frá þessum Gauk var rosalegt og hann dansaði við mig í 20 mín eða svo.. flögraði svo upp og fór til kellu örugglega fullur af karlmennsku eða kalrfuglsku. Bauð mér byrginn og hló

Kistufell


Kistufell
Originally uploaded by aceinn.

Kistufell við Grundarfjörð. Þarna sönglaði ég lagið "Það er kyrlátt kvöld við fjörðinn" og setti ipodinn í eyrað þegar ég fór í ból og sofnaði með Bubba :)

mánudagur, júlí 24, 2006

Rock´n Rust


Rock´n Rust
Originally uploaded by aceinn.

í dimmum skotum steina á milli
sitja járnin blædd með tímans tár
titrandi lýsing sólar að kveldi
kitlar hjartað í fortíðar þrá

föstudagur, júlí 21, 2006

Kossar án vara


Kossar án vara
Originally uploaded by aceinn.

finnst þessi vera eitthvað svo kyssileg og skemmtileg. Ég var að sörfa á lmk um daginn.. www.ljosmyndakeppni.is og var að lesa þar um liðið sem var að taka svona myndir. S.s. myndir úr fókus og fannst þetta vera soldið spennandi leið.. samanber þessi magnaði listamaður hér. http://www.georggudni.com/ nema hvað hann notar pensla í stað myndavélar..

Sköp sköpun


Sköp sköpun
Originally uploaded by aceinn.

Tilraun til að skapa mynd án fókus. Kvenlega hlið Ægirs birtist mér í fjörunni, með englamjúka viðkomu.

Veit ekki nema ég hafi náð að finna fyrir hinu kvenlega þegar ég var í fjörunni í fyrradag, svo mikið að mér langaði bara að fara heim og taka til :)

fimmtudagur, júlí 20, 2006

Grundarfjörður4120060719.JPG


Grundarfjörður4120060719.JPG
Originally uploaded by aceinn.

Sólin nýsest í Grundarfirði þar sen ég er að vinna í Prestbústaðnum. Gríðalega fallegt þar þegar veðrið er almennilegt. Ætla að vinna aðeins í þessari.. tók nokkrar í gærkvöldi um miðnættið og gerði nokkrar skemmtilegar tilraunir sem ég ætla að póst hér í kvöld. Hlakka til hvernig þær tilraunir fara í mannskapinn :)

miðvikudagur, júní 28, 2006

Myndvinnsla


Ég var að fikta aðeins í myndvinnslu og þetta er niðurstaðan.. dísus ég held að þetta tæki Photoshop sé eitt af því hrikalegasta sem ég hef lent í .. þegar maður leyfir sér að fikta og fikta... lesa og lesa þá endar maður bara í fíling :) Bara gaman.

þriðjudagur, júní 27, 2006

Speglun


Speglun
Originally uploaded by aceinn.

Veit ekki nema ég sé svo hrikalega skotin í þessum stað :) að ég verð að setja þessa líka hér.... Ég var að reyna að fikra mig áfram í myndvinnslu í gærkvöldi og veit bara ekki hvort ég sé að ná því fram sem ég vil ... dam þarf að læra betur á þetta snilldar forrit sem Photoshop er.... en alla vega hingað ætla ég að fara í sumar með kakó og smurt brauð ;) (kannksi smá öngul líka því ég sá þarna á sveimi smá fiska hehe )

mánudagur, júní 26, 2006

Útskriftir og Bugður


Bugða
Originally uploaded by aceinn.

Ég fór í tvær útskriftir á laugardaginn og það var ansi skemmtilegt. Að venju var boðið uppá fínar veitingar sem runnu ljúflega niður hjá mér og naut mallakúturinn lystisemdana dágóða stund. Takk fyrir mig segi ég nú bara við Lilju og Gunna.
Ég fékk upphringu í dag og var boðið með að fara með Valsliðinu austur í Fjarðabyggð á sunnudag þar sem Valsarar spila sinn fyrsta leik í 16 liða úrslitum í Bikarkeppninni. Frábært það og ég ætla að fara þangað og hitti vonandi Óskar og Dag þar á vellinum og það verður ekki leiðinlegt, langt síðan það gerðist síðast.
Mér leiddist allsvakalega í kvöld og fór út með myndavélina svona til að dreifa huganum aðeins, og viti menn ég fór í Norðlingaholtið og sá þessa líka fallegu vin í borginni og þarf að skoða þetta svæði betur einn daginn.. tók nokkrar myndir og birtist ein af þeim hérl. Veit ekkert hvað áin heitir en þetta er djúp spræna sem rennur úr Elliðavatni. Jæja farinn að sofa, chiao

laugardagur, júní 17, 2006

17.júní 2006



Til hamingju með daginn allir sem lesa hér og þar.
Fínn dagur held ég og eilítið blautt að vanda. En ég fór að spá hvaða dagur er þetta annars? Er þetta er sá dagur sem Svíagrýlan verður jörðuð fyrir fullt og allt? Er þetta er sá dagur sem ég verð með bindi? Eða sá dagur sem ég minnist hvítvíns? Kannksi er þetta dagur blaðra og þyrla í öllum regnbogans litum, og dagur barnanna? Þetta er náttúrulega þjóðhátíðardagur okkar en ég þarf þennan dag til að eiga eitthvað spes, minningar mínar eru skemmtilegar á þessum degi t.d skógurinni í Bárðadal (sem ég man ekki hvað heitir en er þarna innst í Bárðadal) þar var farið í leiki og skemmt sér konunglega á hátíð sem var haldin þar í mörg ár (og er enn held ég ) ég man eftir skrúðgöngu í seinni tíma með skátum niður laugaveginn og ég man eftir þessum leiðinlegum og ógeðslega vondu sykurflosi á pappastöng. Ég var að reyna að ryfja upp fyrir mér dansleik á 17. júní og eina sem ég man eru tónleikar á Arnarhóli. Fór samt á tugi dansleikja á þessum degi í denn og merkilegt nokk þeir hafa ekkert skilið eftir sig! :)

Það er þessi dagur sem fær mig til að muna það að vera Íslendingur er frábært og þetta er sá dagur sem maður á að brosa með sínu fólki. En nú er ég farinn til múttu í kaffi og kleinur með bros á vör, og hafið þið það allra best í dag