þriðjudagur, maí 30, 2006

Haspenna :)

ohh ég var á svo hrikalega skemmtilegum leik að hálfa væri nóg :) 2-1 á móti ÍA og Valur með örugglega 10 dauðafæri.. og komast ekki yfir fyrr en á 85 mínútu.... þvilíkt og annað eins... svona eiga leikirnir að vera.. spenna, hraði, mistök, snilldarþrif.. yndislegt líf..
vona bara að fleira fólk fái að njóta lífsins í sinni skemmtilegustu mynd :)

sunnudagur, maí 28, 2006

Ny vel og nyr dagur



MacBook Pro er komin í hús og ég er sáttur:) isight innbyggt en smá pirr að pc vélar eru ekki enn samhæfðar í þessum heimi...
merkilegt hvað þessi vél er............. eitthvað svo...... lovely.. allavega líður mér voða lovely með að handfjatla hana:)... (shit er farinn að hljóma eins og El búntó og de la vöðvi ) :) jæja en myndin er tekin á innbyggðu web camið "PróBókinni" og mér finnst alltaf gaman að fá ný leiktæki í hendurnar....

laugardagur, maí 27, 2006

Á leiðinni heim


Á leiðinni heim
Originally uploaded by aceinn.

ég er búinn að vera frekar slappur þessa vikuna, einhver flensuskítur og ég bara legið heima í mínu volæði frá því á Sunnudag. Nema hvað ég staulast út og reyni að vinna á fimmtudag, er að klára að flísaleggja og setja upp glersteinsvegg... svitinn lekur af mér.. ég er slappur ennþá og næ mér einhvern veginn ekki á strik... heitt og kalt og held að ég sé enn veikur... og ákveð að fara bara heim og leggja mig til að geta náð mér almennilega.... nema nema, fæ boð um að mæta útá Reykjavíkurflugvöll og fara með liðinu til Eyja! Ég gríp valstreyjuna mína... húfa og trefill settur upp..hanskar og ullasokkar.. og sveimmér þá eftir 3-0 sigur þá er ég barasta ekkert slappur lengur heheheh ( spurning hvort tapleikurinn gegn FH hafi haft þessi áhrif á mig alla síðustu viku:) )

föstudagur, maí 26, 2006

hvar er boltinn


hvar er boltinn
Originally uploaded by aceinn.

Bo með fáránlega tæklingu... enginn bolti virðist vera :)

seinna fór hann útaf með líklegast slitin liðbönd og ökklabrotinn....(hann lenti illa eftir að hafa stokkið í skallaboltann)

verðlaun fyrir þann sem finnur boltann:)

Matti skorar


Matti skorar
Originally uploaded by aceinn.

Vídararí :) fyrstu stigin og ekki þau síðustu :)
ÁFRAM VALUR

miðvikudagur, maí 10, 2006

meistari meistaranna


meistari meistaranna
Originally uploaded by aceinn.

Sigurbjörn Hreiðarsson tekur við bikarnum í Meistarakeppni KSÍ.

Góður leikur sem endaði 0-1 fyrir Val gegn FH.. sumarið lofar góðu og ef Valur spilar svona vel í allt sumar þá er það þrefalt þetta árið :) Glæsileg byrjun á sumrinu.. hlakka til þegar Valur tekur á móti Íslandsmeistara dollunni í haust

sunnudagur, maí 07, 2006

Valssumarið mikla

Jæja nú byrjar það :) opnunarleikurinn í íslenskri knattspyrnu er í kvöld á Kaplakrika......
FH og Valur mætast þar í MESTARALEIKNUM (Meistari meistarana ) Íslandsmeistarar og Bikarmeistarar mætast og ég mun að sjálfsögðu vera þar.. ásamt fleiri fallegum rauðum....

Þá sjaldan sem ég þríf og pússa þá gerði ég það með stæl og pússaði kristalskúluna mína og sé sumarið sem fagurt og rautt... sveimmér þá ef við verðum ekki bara íslandsmeistarar þetta árið og förum með dolluna í heiðurssætið á Hlíðarenda þar sem nota bene er verið að byggja fallegasta leikvöll fyrr og síðar á Íslandi. Búinn að pressa treyjuna og er tilbúinn á leikinn. ég tek með mér vélina og sé til hvort ég get myndað einhverja stemmingu fyrir leikinn og á leiknum.. djö.. er ég orðinn spenntur .. farinn í bili að kyrja... VALSMENN LÉTTIR Í LUND :) hér er textinn svo þið getið kyrjað með

Valsmenn, létttir í lund
Valsmenn, léttir í lund
leikum á sérhverri stund.
Kætin kringum oss er
hvergi er fjörugra en hér.
Lífið er okkur svo kunnugt og kært,
kringum oss gleði nú hlær.
Látum nú hljóma í söngvanna sal
sveinar og meyjar í Val.
Já, Valmenn, við sýnum og sönnum
söguna gömlu þá,
að við séum menn með mönnum
sem markinu skulu ná.

Valmenn, léttir í lund....(lagið sungið aftur)

mánudagur, maí 01, 2006

arkitekture


arkitekture
Originally uploaded by aceinn.

það er merkilegt en mér hefur alltaf þótt vænt um þessa byggingu.. sérstaklega eftir árið 2000 því margt hefur breyst hjá mér eftir að ég fór reglulega í hana á árunum 2000-2003.. kannksi ég fari að venja mínar komur þangað aftur

mother and child


mother and child
Originally uploaded by aceinn.

Þessi snáði var með mömmu sinni uppí turni Hallgrímskirkju og var svo svakalega lofthræddur að hann vildi bara fara niður með lyftunni...:) Mamman var skilningsrík og huggaði hann á meðan lyftan kom... mér fannst þetta vera það fallegasta sem ég sá þennan daginn

Reykjavík


Reykjavík
Originally uploaded by aceinn.

fór með myndavélina í Hallgrímskirkju þar sem ég átti frekar að vera heima... var mjög slappur til heilsunnar og fyndasta við þetta var að ég þurfti að hlaupa úr lyftunni og á salernið... nema þegar ég kom af salerninu þá var búið að loka kirkjunni og læsa öllu:) jamm ég var lokaður inni í helgidómnum og það var sveimmér bara ágæt tilfinning