laugardagur, september 30, 2006

Bjarki

Èg er mættur til Bjarka og hann færði mèr gullorku stein :) fràbært
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

Fàskrùðsfjörður

Tja nàði ekki kvöldfluginu en èg komst à áfangastað
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

almannaskarð

Er orðinn stressaður um að nà ekki kvöldfluginu... Eða hreinlega að finna stràkana ì Breiðdal...spennô
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

Myndablogg

Hvað á þetta þýða að tefja mig svona :)
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

ferðin

Er à blùssandi siglingu austur, er að reyna að nà kvölfluginu í Breiðdal.. Ok kef rùllaði yfir KR ì bikarnum og það þýðir að Valur tekur þàtt ì InterTOTO keppninni og það er bara fìnt, styttra ì stòru liðin :) Til hamingju Keflavìk
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

Veiðitùr

Jæja, er lagður af stað ì gæsaveiði austur á Fáskrùðsfjôrð. Nokkuð spenntur og hef gòða tilfinningu fyrir tùrnum. Er að hlusta à Bikarùrslitaleikinn à Ràs 2 og þò að það komi Völsurum betur vegna UEFA keppninninar að KR vinni þá get èg ekki með nokkru mòti haldið með þeim. àfram kef :)
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

fimmtudagur, september 28, 2006

rock n roll

Gaman :)
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

mánudagur, september 25, 2006

Bowie

Rakst á þessa tìk ì morgunsàrið og hèlt að þarna væri kominn David Bowie endurfæddur. Takið eftir augunum :)
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

sunnudagur, september 24, 2006

Íslandsmeistarar 56 66 og 76



Myndskeið af íslandsmeisturum Vals taka lagið fyrir leik Vals og KR á laugardaginn.
smellið á myndina og þá fer þetta allt í gang. Ég er reyndar ekki ánægður með myndgæðin eins og er en er að reyna að læra og laga

laugardagur, september 23, 2006

Valsmenn i þriðja sæti

jæja, fór á síðasta leik sumarsins sem var á milli Vals og Kr. Þetta er óþolandi og ég mun elda mér tárasúpu næstu daga!!

Leikurinn var skemmtilegur og bauð uppá gott spil minna manna og voru þeir áberandi betri aðilinn í leiknum. En eins og svo oft áður þá var Egill dómari alveg úti að skíta í leiknum. Á reyndar eftir að sjá það betur í sjónvarpinu en eins og leikurinn sást frá mér í stúkunni áttum við að fá tvö víti og þá sérstaklega í seinna dæminu. Óþolandi finnst mér svo þegar línuvörður er svo seinn á sér að hann geti ekki fylgt eftir liðum eins og sást í þessum leik, þá gagnvart bæði liðum.

En sem sagt Valur þurfti að vinna leikinn til að tryggja sér evrópusæti en Kr nægðu jafntefli. Þegar 3 mín eru liðnar af uppbóta tíma þá skvísa þessir röndóttu halanegrar úr VERSTU bænum jöfnunarmarki sem tryggðu þeim svart hvítu annað sætið og til að segja eins og er þá eru þessir andsk.... í bikarúrslitum og ef þeir vinna þann leik á móti Keflvíkingum þá fá Valsmenn evrópusæti!

En skítt með þetta evrópusæti (sem gæfi félaginu litlar 15 mill í fyrstu tveim leikjum og allt að 30 mill fyrir að komast í aðra umferð) þá eins fyndið sem það er þá er það ekki þess virði að vonast innst inni að Kringar vinni leikinn..... því það er nú þannig að ég hef alltaf litið á KRinga sem höfuð andstæðing og allt sem viðkemur þeim.

Já svona er þetta bara og ég græt mig í svefn í kvöld, rífi mig upp í fyrramál og brosi á móti sól vitandi það að titillinn er okkar á næstu leiktíð.

Myndir hér að neðan eru teknar í kokteilhófi fyrir leik þar sem Hemmi Gunn fór með miklar og skemmtilegar gamansögur af þessum þrem liðum sem urðu íslandsmeistarar árin 1956, 1966 og 1976.. svo luma ég á gullmola sem ég þarf að koma á netið sem allra allra fyrst...

kveð í bili með tár í sinni og fýlu í hjarta
Áfram Valur

Islandsmeistarar Vals 1976

Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

Islandsmeistarar Vals 1966

Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

Islandsmeistarar Vals 1956

Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

laugardagur, september 16, 2006

Sorglegt viðhorf i sorglegum heimi


Ég er sorgmæddur í dag........

þeir sem hafa lesið þessa pósta mína hafa tekið eftir því að ég hef verið að segja frá algjörlega ómerkilegur og prumpi í sjálfu sér og kannski verið að blasta myndum frá mér með smá skilgreiningum sem er meira gert til gamans en hitt. :)

En nú er ég sorgmæddur út í heiminn þar sem hann er fullur af minni skilgreiningu, ( ekki taka þetta bókstaflega um þig) en skilgreining mín er að "FÓLK ER FÍFL og VERÐUR FÍFL" En alltaf hef ég trúað á hið góða í manneskjunni, og verð að koma með háfleyga pælingu.

Svo magnað er það að Benedikt XVI er fífl. Nú múslimar eru líka fífl. Málið er það að þegar ég las í fyrradag minnir mig um einhverja ræðu páfa um að íslamstrú gefi ekkert af sér nema ofbeldi og talaði eitthvað um Allah og Múhameð spámann, þá tók ég um höfuð mitt og sagði upphátt... andskotinn nú fer allt í bál og brand. Múslimar munu gera allt vitlaust.

Í þessu máli ( ef mál skyldi kalla þ.e. múslimar vs kristni/kaþólikkar eða mið-austurlönd vs vesturlönd eða þið skiljið vonandi ) er ég í stöðugri mótsögn við sjálfan mig. Ég segi það að við eigum að bera virðingu fyrir öllum trúarbrögðum heims, hvursu vitlaus sem manni finnst þau vera. Og ég styð málfrelsi og lýðræði eins og ég hefði fundið það upp sjálfur, þ.e.a.s fullt frelsi fyrir mig og þig.

En þegar ég las ummæli páfa þá fannst mér að hann hafi farið yfir strikið sem leiðtogi milljóna manna, (þar er mótsögn við tjáningarfrelsið) og hugsaði svosem að jæja sá vægir sem vit hefur meira! En auðvitað gera múslimar það ekki og gera allt vitlaust með drápum og skipunum á drápi...( önnur mótsögn sem gerir það að verkum að ég get ekki borið virðingu fyrir heitislamstrú )

Nú hefur páfagarður gefið út tilkynningar um að páfi iðrist stórlega og biðst fyrirgefningar á mistúlkunum í hans orðum, sem gerir mig dapran á þann veg að það er hægt að gera einhver afglöp og vonast að allt verði í lagi með að biðjast afsökunar. ( Sem ég geri oft þegar mér verður á, og reyni auk þess í stað að gera eitthvað gott í staðinn til jafnvægis við misgjörðir mínar, þú veist jing og jang :) og stundum verður góðverkið mitt ekki handa þeim aðila sem ég baðst afsökunar heldur einhver Jón eða Gunna útí bæ.. það kemur út á það sama fyrir mér, og þá er það mótsögn í sjálfu sér er það ekki?)

Mér leið þegar ég las um það í mbl að múslimar væru að kveikja í kirkjum og hóta að elta uppi Benedikt XVI páfa og drepa hvar sem í hann næst eins og alheimsvendi sem langaði að taka þessa tvo eða fleiri hópa upp á hnakkadrampi þeirra og segja " tekið hef ég hvolpa tvo og hvað skal við þá gera" og tuska þá aðeins til og gera þeim það ljóst að svona gerir maður ekki :) sem sagt að ala þetta lið upp aðeins. ( þá er ég kominn í þá mótsögn við sjálfan mig um að fólk getur ekki verið fífl og ég get ekki gert þá kröfu um að allir séu eins og ég eða ég sé eins og allir aðrir.)
Mér finnst eins og fólk í miðausturlöndum séu óþroskaðir einstaklingar (þau skilja það sjálfsagt á allt annan hátt) sem eru hreinlega óvitar og vita ekki hvað það er að gera... og mér finnst bjánar eins og Bush, Blair, Osama, Abubukar, Hitler, Stalin og fl. vera óvitar eða spjátrungar sem halda að það samfélagið sé þeirra og þeir eiga að stjórna hver á að lifa og hver á að deyja!

Afhverju getur ekki lífið verið svo einfalt að þegar ég alheimsvöndur og algáfaði segi við þetta fólk, skamm hættið þessu og allt fellur í ljúfa löð eftir það. En ég veit að þetta er ekki svo auðvelt.

Mikaelsfræði er merkilegt fyrirbæri sem byggir á því að sálin lifir í sjö stigum. Útskýri þetta í fáum orðum og einfalda hátt. Í fyrsta stigi er við ungar sálir, hálfgerðir óvitar sem fer í líkamanum þangað til við fræðumst og þroskumst til að komast á annað stig osfr. Þangað til við öðlumst Nirvana, eða fullkomnun í tilvistinni. Þegar við náum svo þessum "stigum" á lífsleiðinni þá deyjum við og endurfæðumst í nýjum líkama. Svo er það svo merkilegt samkv. þessum fræðum að systir mín getur verið bróðir minn í næsta lífi, eða sem sagt að fólk "hangir saman" í grúppum og tilheyrir hvort öðru í gegnum hinar ýmsu jarðneskar myndir kynja og skyldleika. Bróðir gæti orðir mamma í næsta og yfirmaður gæti verið frænka eða frændi í næsta osfr. Til að auðvelda þessa skilgreiningu aðeins...... hefur þú ekki upplifað Deja vú, sagt við sjálfan/sjálfa þig að hmm hér hefur þú verið áður?? Eða hitt manneskju í fyrsta skipti og fundist eins og þú hafir þekkt viðkomandi alla tíð? he he sálarflakkið maður :)


Ég pæli svona stundum til að gera lífið einfaldara og segi við sjálfan mig að ég sé líklegast búinn að lifa einu sálarlífi eða meir en þetta lið sem hagar sér svona eins og fífl til að ég verði ekki sorgmæddur allan daginn........... og svo á ég það til að hitta fólk sem eru svo miklir snillingar að mér finnst eins og þeir eigi mörg sálarlíf á undan mér...:) (vitur öldungur kannksi sem hefur öll svör og er jarðbundinn, rólegur og yfirvegaður á vel við "gamla sál"

og þá í kjölfarið í svona pælingum þá vex ánægjan mín og hið sormædda hverfur eins og dögg fyrir sólu, hið einfalda tekur við og ég hugsa alltaf ...... þetta/það/hún/hann/ á eftir að komast lengra í sálarflakki...ég vona bara að það læri sem fyrst.

kv
Alheimsvaldurinn með töfrasprotann :)

fimmtudagur, september 14, 2006

BÖRN



Púff.. fór í Bíó þriðjudaginn og sá þessa líka fínu mynd, Börn eftir Ragnar Bragason sem ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki baun í bala til og það sem meira er ég vissi ekki neitt um þessa mynd! Allavega þá fór ég í Háskólabíó og sá einhverja hluta vegna strax í fyrsta atriði að þetta yrði áhugaverð mynd. Svart hvít mynd hræðir mig svolítið stundum en þarna kom það BLING.....Heppnaðist vel en ég fór að hugsa um það eftir myndina að kannksi hafi það ekki verið hugsunin í byrjun en vegna lélegra gæða á lýsingu hafi verið ákveðið að fara út í það að hafa hana svarthvíta sem hreinlega gerir þessa mynd 10 sinnum meira áhugaverðari kvikmynd heldur en í lit.
Myndin er um íslenskan raunveruleika. Íslenskar persónur í rugli og basli. Einstæð móðir sem reynir hvað hún getur til að ná endum saman, handrukkara sem vill komast útúr ruglinu, íslenskan geðhvarfasjúkling og móðir hans, og svona "props" manneskjur til að mynda heild í myndinni.
Ég hef séð allar þessar persónur í einhverri mynd, þótt kryddið sé stundum mikið þá virka þessar persónur á tjaldinu.

Nenni og ætla ekki að fara útí myndina meir en hlakka til að sjá sjálfstætt framhald af þessari mynd "Foreldrar" sem Ragnar er þegar byrjaður á... Vesturport leikhópurinn er merkilegt fyrirbæri og pottþétt mæti ég á sýningar hjá þessum hóp í vetur.

þangað til næst

hheeeeiiiilllllllllsaaaaaa

sunnudagur, september 10, 2006

mæðgur ì eldhùsi

Mamma og Pàlina með prikið ì eldhùsstörfum eins og vera ber... Heppinn èg að detta inn à steikina
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

föstudagur, september 08, 2006

SVÖNG!!

Það er varla hægt að fara með þessa stùlku ùt að borða, hùn hagar sèr alltaf eins og .... :) hùn hreinlega öskraði à matinn
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

fimmtudagur, september 07, 2006

Myndablogg

Don't leave him Anka... He can't work because he is so sorry.. Make him happy please
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

MATUR!!

Pòlski 2 ètur alltaf eins og .., Mateusz snillingur
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

island danmörk

Gòð stemming, skemmtilegt fòlk, àgætur leikur, ömurleg ùrslit..en afskaplega skemmtilegur söngur

Póstbloggfærslu sendi asbjorn
Sent með Hexia.net

Birgitta

Hùn var svolìtið ànægð stelpan með hann Magna með að komast ì lokaþàttinn
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

Myndablogg

Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

Birgitta og Alexandra í Magna fíling .......

jæja nú er ég kominn með símann tengdann á bloggið og þá líklegast koma fleiri og örari myndir á vefinn hér :)

miðvikudagur, september 06, 2006

QANA


QANA
Originally uploaded by aceinn.

Fór á tónleika með patti smith í Háskólabío. Fínir tónleikar og merkilegt hve þessi sextuga kella er með magnaða rödd. Myndin er tekin þegar hún er að syngja / flytja ljóð sem hún samdi nýverið og hægt er að hlusta á síðunni hennar pattismith.net. Þarna stökk óvænt Einar Örn á svið með þeim og spilaði á litla trompetið sitt.... :) þarna fór smá pönk í gang og ég var að fíla það nokkuð.

Hér er textinn hennar:

QANA

There's no one
in the village
not a human
nor a stone
there's no one
in the village
children are gone
and a mother rocks
herself to sleep
let it come down
let her weep

the dead lay in strange shapes

Some stay buried
others crawl free
baby didn't make it
screaming debris
and a mother rocks
herself to sleep
let it come down
let her weep

the dead lay in strange shapes

Limp little dolls
caked in mud
small, small hands
found in the road
their talking about
war aims
what a phrase
bombs that fall
American made
the new Middle East
the Rice woman squeaks

the dead lay in strange shapes

little bodies
little bodies
tied head and feet
wrapped in plastic
laid out in the street
the new Middle East
the Rice woman squeaks

the dead lay in strange shapes

Water to wine
wine to blood
ahh Qana
the miracle
is love