sunnudagur, október 29, 2006

Hvalveiðar eða ekki?


Svona lít ég út þegar ég les fáranleg rök um að Hvalir séu svo afskaplega gáfuð og allt og falleg til að verða veidd. :)

Ég er búinn að vera að fylgjast með umræðum á netinu um hvalveiðar og jafnvel verið að rökræða á LMK um gildi hvalveiða og þessháttar. Svo eftir að hafa lent í rökræðum við einn stórskemmtiegan Náttúrverndasinna og frábæran náttúruljósmyndara þá ákvað ég að loka á allar mínar skoðanir (hvernig sem það er hægt) og fara útúr kassanum til að skoða mig um og athuga hvort ég væribara að bulla með hvalveiðar. En þrátt fyrir það að hafa lesið mikið á netinu um hvali, hvalaskoðun, hvalafriðun, hvaladráp, hvali hitt og hvali þetta þá er ég bara jafn fastur fyrir og jafnvel fastari ef eitthvað er um að hvalaveiðar eiga að viðgangast hér við land og allt þetta tal um að við íslendingar séu að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.
Í fréttum í gær í sjónvarpinu (RÚV) þá kom staðfesting á því sem ég er að tala um hér að neðan. Þar kom fram að þrátt fyrir vísundaveiðar okkar íslendinga og gagnrýni þessa sama ferðamálafrömuðs í Bretlandi fyrir nokkrum árum þá hafa ferðamenn fjölgað helling og gjörsamlega grafið undan hans gagnrýni sem hann viðheldur í garð íslendinga vegna veiða á Langreyð :) En hér er loka pæling mín um þessi mál tekin beint af ljosmyndakeppni.is

Öll rök um að ferðaþjónustan sé að tapa og þessháttar og þetta skaði ímynd okkar íslendinga útá við eru að stórum hluta getgátur og ef við hugsum okkur þetta raunhæft þá vitum við að ferðamenn eru ekki að koma hingað í stríðum straumum til að horfa á hvali synda lengst útá ballarhafi. Þetta er hliðargrein og hrein og klár viðbót við flóru okkar íslendinga og getur fullkomlega átt samleið með veiðum á örfáum stykkjum við Ísland. Við vitum líka að Ísland, þetta frábæra land hefur uppá að bjóða þvílíkt annað eins úrval að fallegri náttúru og aðgengilegri m.a vegna Landsvirkjunar og frábæru gestrisnu fólki að túristar flykkjast ólmir hingað til lands. Ekki eru allir túristar að sigla á miðum landsins til að skoða hvali. Jú rétt er það að mesti uppgangurinn í ferðamannaiðnaðinum á íslandi undanfarin misseri eru hvalaskoðanir. Ætli það sé ekki vegna aukins aðgengis að hvölum þá sérstaklega Hrefnu við íslandsstrendur (vegna sannarlega fjölgunar hennar) og hver skoðun tekur ekki meir en um 2-4 tíma, og snilldar markaðsetningu á manneskjum sem vilja eignast aura þeirra sem vilja eyða þeim?

Mig langar að spyrja ykkur hér... hefur einhver ykkar farið í hvalaskoðunarferð? og ef svo er var þetta ykkar alflottasta og hið mesta "möst" í lífinu?
Ég var lengi til sjós og er búinn að sjá tugi hvala synda í kringum mig, jafnvel tekið nokkrar hnísur um borð þegar þau festust í neti og mér finnst þetta jafnmerkilegt og þegar ég keyri framhjá beljum á túni.

Háværustu raddirnar frá ferðamannaiðnaðinum eru frá eigendum þessara báta og auðvitað eru þeir að verja sína hagsmuni og blanda sér í raðir dýraverndunarsinna, og mér er það til efs að þessir kallar hafa talað um önnur dýr í útrýminingahættu eða barist fyrir því að þetta eða hitt ætti að leyfast eða ekki.

Kommon það eru háværari raddir í sambandi við hvalaveiðar í t.d Bretum heldur vegna stríðs í heiminum og hvað segir það okkur um fáviskuna sem er í gangi. Við skulum spyrja okkur þessara spurninga áður en við flykkjumst í lið með hvalfriðunarsinnum. Ég las í þessum þræði jafnvel hótanir um ofbeldi, hrein og klár hryðjuverk (frá Rusticolor en ég nenni ekki að flétta því upp og quota því) ef við höldum áfram að veiða... Hvað á það að fyrirstilla og hvernig er hægt að réttlæta það með einhverjum hætti að hóta ofbeldi og vitleysu til að verja hvali.

Og þá kemur upp sú spurning hjá mér. Er það eftirsóknarvert að láta undan þrýstingi svona hóps og fá þetta fólk í heimsókn hingað til lands sem er jafn blint á sjálft sig t.d með Sellafield? Og vildi þetta sama samfélag ekki arðræna okkur og komu með herskip hingað inn til að veiða frá okkur þorskinn á sínum tíma? Ég hef ekki áhyggjur af þessum 2-5000 manns sem ætla að "sniðganga" það að heimsækja ísland.

Hver einasti útlendingur sem ég hef hitt hér á landi (og ég hef hitt þá fjölmarga) hefur ekki verið að tala um þá æðuslegu upplifun sem hvalaskoðun var heldur hafa þeir allir talað um hve gaman er að skoða landið og þjóð, smakka Brennivín og Hákarl, sjá sviðahausa og skemmta sér með íslendingum. Þeir finna fyrir hreinleika í lofti, finnast vatnið ómótstæðilegt og tala alltaf um heita vatnið og þessa skrýtnu lykt (brennisteininn) sem finnst af heita vatninu en venjist furðu vel.

Meira að segja svíar öfunda okkur vegna hreina vatnsins.
Ég bjó þar um tíma og var skammaður margoft fyrir að láta kalda vatnið renna á meðan ég tannburstaði mig vegna þess að þessi "lúxus" að eiga gott vatn er ekki til staðar þar. (og svo er það rándýrt).
Það að eiga svona dæmi er merkilegt og eykur skilning okkar á því hve eftirsóknarvert er að koma hingað og upplifa þetta. Án gríns útlendingar lifa á þessu og vilja upplifa þetta og eru nett sama um hvort við erum að veiða hvali eða ekki. Ef yrði gerð skoðanakönnun í heiminum um ísland og fólkið fengi engar leiðbeinandi spurningar um hvað það ætti að svara um ísland þá er ég viss um það hvalveiðar eða ekki kæmu nú annsi sjaldan upp.

Við eigum að nýta allar okkar auðlindir á ábyrgan hátt og ég get bara ekki séð annað en að sú stefna sem hefur verið tekin af Alþingi um nýtingu sjávarfangs hér við land sé ein af þeim alábyrgustu stefnum í heiminum á þessu sviði og margar þjóðir taka okkur til fyrirmyndar í þessum málum. (ef allur heimurinn væri svona skynsamur og við íslendingar þá væri gott að lifa í heiminum í dag )

Og með þessu ætla ég að ljúka minni umræðu um hvalveiðar og fara að njóta þess að vera íslendingur sem lætur ekki bugast af hvalverndunarsinnum sem vilja ekki skilja að réttur þjóðar á að nýta sér auðlindir síns lands er sterkari en bull þeirra með að deyðing dýra sé "ómannúðleg og viðbjóðsleg osfrv."

sunnudagur, október 22, 2006

AURORA


Norðurljós eru magnað fyrirbæri. Skrapp upp í Nesjavallavirkjun í gærkvöldi í um klukkutíma til að bera þetta fyrirbæri augum. Þetta var mikið sjónarspil en kannksi fullhægt. Tók fyrstu norðurljósamyndina og er svona rétt sæmó ánægður með útkomuna, geri betur næst og gef mér lengri tíma í þetta. En útiveran var góð, kalt en afar fagurt. Á svona kvöldum mæli ég með að skreppa aðeins í smá bíltúr og fíla myrkrið og smá himnadans.

laugardagur, október 21, 2006

Hafðu þetta :)


verð að skella þessari hérna inn þar sem fyrirsætan vildi ekki setja þessa inn hjá sér :) þetta er fyrsta skotið hennar og það var svo fyndið að sjá hana skjóta því hún bjóst ekkert við þessu bakslagi hehe en njótið vel

mánudagur, október 09, 2006

Eitt skot, ein gæs :)



Eins og glöggir lesendur sjá þá er fyrsta gæsin dottin! :)

Ég fór norður í Eyjardalsá til Baldurs og Síssí um helgina á gæsaveiðar og lagði af stað um miðnætti á föstudegi, keyrði alla nóttina og var kominn í morgunflugið í Suðurtúnið strax í bítið á laugardagsmorgun. Í stuttu máli þá veiddi ég ekkert þann morgun og svona eftir á að hyggja gerði ég mörg mistök sem ég get náttúrulega bara skrifað á mig. En það er í lagi líka því ég var að fara í minn annan veiðitúr og í fyrsta sinn sem ég fer einn. Um síðustu helgi fór ég austur á Fáskrúðsfjörð til Óskars og Hröfnu, þar sem var tekið vel á móti mér að vanda, fékk meira að segja flottasta orku-gull steininn hans Bjarka að gjöf frá honum og ætla ég að geyma hann vel. Þar veiddum við ekkert þrátt fyrir góðan vilja og mikla veiðimensku, og það er svo skemmtilegt að segja frá því að mér var í raun alveg sama þótt ég hafi ekki náð að veiða neitt þá því mér finnst aðalmálið að vera í félagsskap góðra manna og fíla útiveruna og náttúruna. eins og er gæti ég sagt að félagsskapurinn og náttúran sé 60% og veiðiskapurinn 40%. Ég var sáttur.

En aftur að þessari helgi. Þau tóku ekki síður vel á móti mér Baldur og Síssí á Eyjardalsá þar sem hefur verið víst óvenjuskrýtin hegðun á gæsinni í haust en þarna er nóg af henni. Þetta virðist vera útum allt land það sama, gæsin er sein fyrir niður á tún og segja gárungar að berjaspretta hafi verið með eindæmum góð í sumar og fuglinn er hreinlega ennþá í berjum og er ekkert að flýta sér á túnin.

Ég er semsagt einn á veiðum þessa helgi, spenntur og glaður, geng töluvert um í fjallinu, læt gæsina hlægja að mér á Suðurtúninu bæði laugardagsmorgun og sunnudagsmorgun, þar sem hún var svo svakalega stygg að ég komst ekki nálægt henni. Engu að síður þá skemmti ég mér konunglega í göngu þarna uppí fjall og niður með á, í fullum skrúða, sveittur og móður :) Eitt orð.......GEGGGJAÐ

Í kvöldfluginu á laugardagskvöldinu, (sem notabene er svo miklu skemmtilegra að eyða kvöldi í heldur en í Sódómu) :) þá kom ég mér fyrir í bugðunni úr fljótinu og þar sem kvíslin rennur og hugsaði með mér að gæsin kæmi þar í litlu sandeyjuna á milli Kvíslarinnar og Eyjadalsár. Ég er mættur kannksi full seint eða um 18:30-19:00 og sé þá fljótlega að hópar eru að koma og setjast á oddann við Fljótið, þannig að ég færi mig og í kjölfarið skýt ég mínu fyrsta skoti á fugl og hvað haldiðið, :) Fuglinn dettur! Gæsin er dauð! víhí tilfinningin var góð, ég var sáttur og í mér fannst þessi fyrirhöfn strax vera búin að borga sig. Ég held að ég hafi farið að hugsa eins og Hellisbúinn, sá fyrir mér fólk í kringum mig éta gæsina með bros á vör, ásamt mér að sjálfsögðu. Næsta skot fór ekk i jafnvel en það var glaður drengur sem gékk af stað heim á leið með hangandi bráð á sér í algjöru myrkri.
Á sunnudeginum skýt ég gæs nr. 2 og var það ekki síðra ævintýri. Ég var kominn í kvöldflugið um 17 eða svo og ákvað að bíða bara og njóta lífsins, sem ég og gerði og toppaði það með að vera búinn að skjóta 6 skotum og ekki hitta einn einasta fugl og var farinn að hugsa um hvort ég hefði bara verið svona svaka heppinn deginum áður, og væri alls ekki svo hittinn :) en þá kom það, tveir fuglar birtast bara allt í einu fyrir ofan mig, ég heyrði ekkert í þeim og sá bara rétt skugga mynd af þeim, skýt á þann fremri og bling dettur med det samme, hinn fær blý á eftir sér og ég er barasta ekki frá því að hann hafi dottið í Skjálfandafljót en það var komið heilmikið myrkur og var ég t.d ca 5 mín að finna hinn fuglinn. Og ég varð sáttur og sá fyrir mér aftur fullt borð af matargestum smjattandi á gæsinni og segjandi sögur af sér og sínum :)

Skotveiði er frábær. Ég finn fyrir sömu tilfinningu og þegar ég er í stangveiði, mögnuð náttúra í sinni einstakri mynd á hverjum tíma, aldrei eins þótt maður hafi komið á hin og þessi svæði áður þá er eins og eitthvað hafi breyst frá því síðast, lífið í gróðri og litur er síbreytilegur. Í þessum aðstæðum þá líður mér vel og sé mig alveg eyða mínum helgum á svona stöðum hér eftir.

Bestu þakkir fyrir afnotin af landinu ykkar Síssí og Baldur og ég mun koma aftur......og aftur... og aftur... :)

laugardagur, október 07, 2006

fyrsta

Jæja hùn er komin sù fyrsta :)
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

fjárrekstur

Sko drengurinn er bara að smala :)
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

Að bjarga ì stað þess að drep

Èg gèkk frammà afvelta gimbur uppì fjalli ì dag, og vatt mèr ì björgunargìrinn. Var semsagt á leiðinni að myndarlegum hòp gæsa þegar èg gèkk frammà þessa myndarlegu gimbur sem var komin með legursàr og greinilega bùin að liggja þarna ì nokkra daga. Eftir svolìtinn barning þà komst hùn á fætur og þakkaði fyrir lìfgjöfina með að pòsa fyrir myndatöku. Að sjàlfsögðu var gæsahòpurinn farinn :) Næ honum ì kvöld
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

miðvikudagur, október 04, 2006

Spegill spegill


Spegill spegill
Originally uploaded by aceinn.

merkilegt hve unaðsleg ferð getur verið þegar náttúran er svona geggjuð eins og blasti við mér við Jökulsárlón. Reyndar var ég ca. 10 tíma á leiðinni frá Fáskrúðsfirði í dag því ég varð að stoppa nokkrum sinnum til að mynda. Er að vinna nokkrar myndir sem ég hendi inn á Flickr síðuna mína....

Kem með ferðasögu síðar

mánudagur, október 02, 2006

Tilbúnir í slaginn


Þótt viljinn hafi verið mikill... löng og ströng ganga upp á miðja Jökulsdalsheiði þar sem við settum niður tálbeitur og gerðum okkur bæli við Búrfellsvatn. Kyrrðin þarna er óheyrileg og ég held að ég hafi hreinlega ekki upplifað annað eins... þetta er toppurinn og sveimmér þá held ég að ég fyrirgefi þessum köllum öllum veiðisögum þar sem gæsin detti niður í kippum eingöngu vegna kyrrðarinnar:) En þetta var gaman samt og pottþétt að ég á eftir að fara margar margar margar ferðir aftur.

Frá vinstri : Ási "hunter" Skari "tuska" Aska " le dog" Lassi "gun"

Fjallganga

Hrafnhildur og ungarnir drògu mig upp ì Svartagil, hrikalega flott og töff ganga
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net

sunnudagur, október 01, 2006

Jökuldalur

Jæja, nù erum við lagðir ì'ann. Gæsin bìður ì Jökuldal þar sem hùn mun falla fyrir okkur, èg Óskar og Lassi. Tòmir snillingar þar à ferð. Það verður mikið sjònarspil að sjà þrjà þungvopnaða menn klyfjaða af Heiðargæs
Myndina sendi ég
Sent með Hexia.net