sunnudagur, desember 30, 2007

Langjökull



jæja ég fór að skoða myndirnar og tók heilar 10 myndir í ferðinni (aðeins fleiri en ég hélt heh) :) en þær eru skiljanlega misgóðar. Þegar ég tók þessa þá var ég búinn að spóla mig niður á kviðinn uppá jökli.. búinn að moka yfir mig, kófsveittur og fínn...

En eins og hægt er að sjá þá er ekki mikið að veðri þarna um 4 leytið og þetta er það sem málið snýst um.. fyrir mig allavega....

Ég er ömurlegur í krossgátum, scrabbli, og svona þrautum.. en þessar þrautir er ég til í... að komast í tæri vð óspillta náttúru..

Bubbi Morthens segir í bókatitli sínum .. að kasta flugu er að tala við guð!

Eg segi... að vera í náttúrunni er að tala við guð

laugardagur, desember 29, 2007

jæja.. ég held að það verði að koma nokkrar línur hér nú!

Ég er heltekinn! gagntekinn!

Ég fór sem sagt í jómfrúarferð sem bílstjóri uppá Langjökul í dag:) Þvílíkt og annað eins.. það eru nokkrir vöðvar sem ég hef ekki notað áður ekki sáttir við mig núna :) Rassvöðvinn hefur massast upp um helming, hendurnar halda enn að ég sé að stýra og hnéð á benínfætinum er bólgið sem aldrei fyrr ... en þar sem sál og restin af líkamanum eru svo happý þá finnst mér þessir verkir hjóm eitt!

Ok. Ég er ekki sá vanasti í svona akstri og fékk að fara með strákum sem eru nokkuð vanir og á nokkuð öflugum bílum, þeir bjuggust við að þurfa aðstoða mig soldið sem var raunin.. en svona eftir á að hyggja þá voru þær festur sem ég lenti í eingöngu vegna reynsluleysis.
Ferðin byrjaði á hitting á Shell við Vesturlandsveg, þar var tekið bensín og spjallað aðeins, tekinn staða á mannskap og bílum. Þarna voru nokkrir hópar eitthvað um 20 bílar, og svona ca 5 í hverjum hóp. Greinilegt var að hver hópur hafði skipulagt sjálfan sig eins og var með okkur .. vi ð vorum 4 bílar: Hilux dbcab (Eyþór) 44" Hilux dbcab 38" (Ég) Trooper örugglega 86 módel 38" (Pétur) flottur gamall þrælbreyttur vagn og svo var MUSSO 38" læstur allann hringinn (man ekki).

Ballið byrjaði með glans, í fyrstu brekku við Þingvelli á leið uppá Kaldadal voru bílar pikkfastir þegar við komum að og tók smá tíma að átta sig á aðstæðum, hleypa úr dekkjum og skemmtileg heit, En þarna urðu mín fyrstu "mistök". Ég fékk upplýsingar um að það væri best að hleypa úr í svona ca 6 pund og gerði ég það samviskulega. Svo losnaði aðeins um í brekkunni og ég óð af stað... fór í spól og ætlaði að bakka aðeins til baka og fá meira tilhlaup en lenti þá aðeins útaní kanti og bíllinn settist á kviðinn... þá kom Eyþór og við létum spotta í og SvIÍng ég var laus og ég tók þetta á seiglunni. Þegar upp var komið þá var byrjað að tala um að hleypa aðeins meir því menn voru fastir hist og her.. fórum í 4 pund og það var keyrt greitt því við vorum með síðustu mönnum. Þá komu mistök mín nr. 2! Mér fannst einhvern vegin vont að keyra í hjólförum og ætlaði aldeilist að skjótast á milli dekkjafara og fór lúshægt.. med det samme var ég fastur.... Eyþór kom :)

Eftir þetta var keyrt hratt yfir slóðann en ferðinn sóttist frekar seint.. þurftum nokkrum sinnum að bakka og losa okkur því færið var massa þungt og djöfull var það gaman :)

Langjökull brá við brún og það var magnað að sjá 20-30 bíla vera að spóla sig uppá jökulinn. Menn voru að tala um að færið væri mjög þungt og erfitt en ég ætlaði að sýna þessum gaurum hvar Ási keypti kókómjólkina:) Tvisvar festi ég mig vel og ég held að ég hafi mokað 2 tonnum af snjó.. og btw enn var ég með 4 pund í dekkjum. ( Sem eftir á að hyggja voru stór mistök! ) Í seinni festunni þá átti ég ca 50 - 100 metra upp og mér fannst það frekar súrt.. og bílar fastir hingað og þangað hehe... tíminn var eiginlega orðin þannig að huga þurfti að heimleið þannig að ég fékk einn gamlan jálk sem rétt pikkaði í mig og ég sneri mér niður á leið. Þá var byrjað að dæla aðeins í dekkinn og lagt af stað heim. Þegar við vorum komnir áleiðis þá versnaði veðrið til muna og búið var að fenna í öll hjólför þannig að þetta leit ekki vel út :) Bílar sátu pikkfastir og menn voru að draga hingað og þangað upp og svona skemmtileg heit.

Þá kom að því .. við ákváðum að láta leka duglega úr dekkjum og fórum við niður í 2-3 pund og þvílíkur munur!! Ég meira að segja dró Pétur eitt sinn upp hehe og fór allt sem aðrir stærri og meiri kallar fóru ekki! Við ákváðum að vera ekkert að bíða eftir þessum hóp sem var að bisast við að losa sig úr þessum líka svaka festum heldur rúlluðum okkur við hlið þeirra eins og ekkert væri eðlilegra og sprautuðum okkur áfram í miklum hossingi og látum.. ég segi það satt.. hamagangurinn var slíkur í okkur að mér fannst þetta vera eins og þegar ég var í 30 metra ölduhæð hér í denn á Jóni Júlí í 12 vindstigum... GEGGJAÐ!!

Hvað lærði ég? Jú ég þarf að fá mér VHF stöð... og ekki spara helvítis pundin í dekkjunum...:) Menn hrósuðu mér fyrir áræðni og ökuleikni á leið niður... sögðu að ég væri fæddur í þetta hehehehe

Meira að segja hafði ég ekki tíma til að taka myndir og ég held að ég hafi bara náð 3 myndum sem ég ætlað að kíkja á á morgun...

Næsta ferð verður farin fljótlega :)

Yfir og út

miðvikudagur, desember 26, 2007

Á toppnum .... nú og sem endranær



Jæja svona lítur þá þetta út eftir leikina um hátíðir..

mín hátíð heldur áfram næstu vikurnar greinilega : ) sé fyrir mér skemmtilegan vetur....

mánudagur, desember 24, 2007

Jólakveðja


Jólakveðja
Originally uploaded by aceinn.

(Ef ekki er hægt að lesa í myndina þá stendur:)

Mínar bestu óskir um ljúffeng jól og megi þið eiga yndislegar stundir nú sem og endranær

kveðja
Ásbjörn

föstudagur, desember 21, 2007

Tumi á fjalli


Tumi á fjalli
Originally uploaded by aceinn.

Mér finnst þetta vera ein af þeim jólalegustu myndum sem ég hef tekið sveimmér þá :)


Gleðileg jól folks!

laugardagur, desember 15, 2007

Magnað!!

HAHAHA þessi er magnaður.... einhvern veginn finnst mér eins og ég hafi upplifað þennan:)

njótið lífsins

sunnudagur, desember 09, 2007

Imagine Peace Tower


Imagine Peace Tower
Originally uploaded by aceinn.

Well náði mynd af þessari víðfrægu friðarsúlu hennar Yoko... það átti víst að slökkva á henni í gær en þeir létu hana loga í dag svo ég næði mynd af þessu..

Annars kann ég ágæta sögu um þetta lag.. Imagine Peace :)

Helgi bró og ég vorum eitt sinn blindfullir á Austurstræti og römbuðum inn á einhverja sóðabúlluna þar og viti menn, var ekki bara Karokee á staðnum :) og fullt af liði...

Nú við bræður þóttumst vera með svaðalega söngraddir og ákváðum að syngja þetta lag fyrir liðið svo það yrði gott við hvort annað...

hehe við þurftum víst að yfirgefa salinn fljótlega .. með allskonar bölv og ragn á eftir okkur...

iss það var þá friðarlag :)

góðar stundir folks :)

Það er svo kalt á toppnum


brrrrrrr... við Gugga fórum smá skot rúnt upp á Úlfljótsfell og djöfull er kalt.


En snilldin er þessi..... myndin er tekin á makkann og send á netið af fjallinu....

I LOVE NOVA OG ALLA ÞEIRRA TÆKNI :) G3 er málið

kveðja af toppnum

föstudagur, desember 07, 2007

Langar að læra :)

heheh hrikalega langar mig að læra þetta...:)

spurningin er þessi.... er einhver til í að aðstoða mig við lærdóminn


">

sunnudagur, desember 02, 2007

Valur - Haukar 23 - 22


Valur - Haukar 23 - 22
Originally uploaded by aceinn.

það er svo gaman að vera Valsari..


komnir áfram í 8 liða úrslit.. fínt og gott.. nú er næst að koma sér í Laugardalshöllina og þaðan í útrslitaleikinn :)

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Fastur


Úpps vid Doddi tókum nettan rúnt og svo bara blúbb :-o og vid þurftum ad bíða smá þarna.... Iss 38'' kemst greinilega ekki allt

föstudagur, nóvember 23, 2007

Valur - MKB Veszprém KC 24-31


Valur - MKB Veszprém KC 24-31
Originally uploaded by aceinn.

assgoti var þetta nú gaman enn og aftur... að mynda á svona leikjum er þrælskemmtilegt, mikill hasar, spenna (alla vega í fyrri hálfleik) og bara dúndur stuð.. mæli með þessu ef maður er daufur... að skella sér á handbolta leik og skemmta sér

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Hæ ég heiti Ási og Machólisti




Ó mæ ó mæ... ég tók prófið... og þarf að viðurkenna það.....

:)

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

hvað viltu þú


hvað viltu þú
Originally uploaded by aceinn.

Mikið afskaplega rosalega vona ég að ég hitti þessa næsta vor :) þá með annað í hönd en myndavél :)

mánudagur, nóvember 12, 2007

Valur-Celje Lasko 29-28 :)


Valur-Celje Lasko
Originally uploaded by aceinn.

Jæja.. þarf eitthvað að ræða þetta :)

Valur tók á móti Celje Pivovarna Lasko frá Slóveníu í Meistaradeildinni og unnu þessa skratta með einu marki. Það er talað um að þetta lið sé fimmta besta lið í evrópu og þeir spiluðu úrslitaleikinn á móti Kiel árið 2006, þannig að þetta er ekkert slor lið.

Ég hef ekki verið duglegur að fara á leiki í handboltanum þetta árið, kannski vegna nennuleysis frekar en annað leysi en hef þó farið á tvo leiki og báða í meistaradeildinni, og fjandi gaman bara.
En ástæðan fyrir þessum leik í gær var að Valsarar báðu mig um að taka myndir vegna forfalla Guðna Hirðljósmyndara og gat ég ekki skorist undan því . Fékk lánaða linsu hjá Árna Tryggva af LMK og honum Kára og þessir snillingar sýndu mér að heimurinn er góður :)

Myndatakan var svona lala.. ekki mikið meir en það. Ég var að taka semsagt inni í íþróttahúsi, mjög hraðann leik og var svona að svamla þetta á hundasundi þar sem kunnáttan var ekki mikil. En ég get sagt það að ég kann meir í dag en í gær sko :)

njótið lífsins...

mánudagur, nóvember 05, 2007

já sæll já bless ...


já sæll já bless ...
Originally uploaded by aceinn.

Ég fór í ljósmyndaferð á Austurland með meðlimum á www.ljosmyndakeppni.is um helgina. Afskaplega var þetta nú gaman og mikið rosalega er flott þarna fyrir austan. Þegar maður er á rölti með myndavélina og í góðum hóp þá sér maður allt á annan hátt.. smáatriðin koma í ljós, litir, ljós og skuggar.. svo reynir maður að fanga þessi augnablik á réttu augnabliki ásamt því að taka sjálfan sig ekkert og hátíðlegan og gera skemmtilega hluti:) sveimmér þá ef ég hef ekki náð einni eða tveim ágætum skotum þarna hehe
Við gistum á Mjóeyri við Eskifjörð hjá Sævari og Berglindi og ekki er hægt annað en að mæla með þeim og þeirra gistingu.. gargandi snilld þar á ferð.
Heimferðin gekk ekki alveg eins og í sögu.. var á Hilux og bíllinn er nýkominn af verkstæði þar sem allt ventladótið var lagað og uppgert.. bíllinn átti að vera við hestaheilsu en viðgerðin þoldi ekki betur en svo að hann var dreginn frá Steinum að Hvolsvelli þar sem hann bíður þess að vera sóttur og þá þarf að draga hann til Keflavíkur á verkstæðið.. Við Valli ætlum í það núna ..

En snilldar ferð í alla staði og kíkið á Flickr síðuna mína til að sjá fleiri myndir. ... þær detta inn jafnt og þétt.. held að ég hafi tekið um 600 myndir og þarf að fara nett í gegnum þær..
later........

föstudagur, nóvember 02, 2007

Hmmm


Hmmm
Originally uploaded by aceinn.

hmm hvað er verið að tala um hér?

Ég sá tækifærið og skutlaðist á gæruna ( hljómar eins og maður hafi gert ÞAÐ áður ) lagðist þétt að henni.. fann hvernig hárin strukust við nakinn be...............

nei nú er ég hættur.. og farinn í bili... :)

Hekla Berglind og Katla Bryndís Baldvinsdætur


Hekla Berglind og Katla Bryndís Baldvinsdætur
Originally uploaded by aceinn.

Well.. þessar elskur voru að modelast í rúma þrjá tíma í dag ásamt Ma o Pa.. Þær fóru á Fjölskyldu og Barnaljósmyndun þar sem Guðbjörg Harpa stórljósmyndari ttók á móti.. og afi gamli fékk að fljóta með og var í einskonar "starfskynningu" á stofunni og fékk að taka eina og eina mynd á Nikoninn..

Merkilegt nokk þá er stúdío taka frekar lúmsk á þann hátt að það er ekki hlaupið að því að taka "réttu" andartökin og ljósin skipta ótrúlega miklu máli.. en fjandi er þetta gaman... held að þessar verða mikið fyrir barðinu á mér og Nikoninum

(ég ætla að hugsa mig tvisvar um hvort ég set einhverja af myndunum þar sem ég pósaði fyrir Nikonin)

swing heyrumst.. (nokkrar myndir á flickr)

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Löstur


Löstur
Originally uploaded by aceinn.

urr er ekki kominn tími til að hætta að reykja? Ég er búinn að velta þessu soldið fyrir mér undanfarið og alltaf kemst ég að sömu niðurstöðu... :) þegar ég hef svarað þessari spurningu þá kemur upp undantekningalaust sú spurning að hvenær er besti tíminn til að hætta ?:)
Svar við þeirri spurningu hef ég ekki fundið því þegar ég ef fundið út besta tímann til að hætta að reykja þá kemur alltaf upp sú staðreynd að sá tími sem ég vel er ekki besti tíminn hehe

En ok.. nú þarf ég að spyrja sjálfan mig þeirri spurningu.. Afhverju er ég að spyrja mig þessara spurninga alltaf ? Er ekki málið bara að taka ákvörðun?

júpp, og ég hef tekið ákvörðun................................................




ekki í dag :)

laugardagur, október 20, 2007

Lífid er stundum svo gott


Tja langadi bara ad segja ad lífid sér um sig sjálft og litlu fallegu augnarblikin eru svo mörg á degi hverjum ad manni verdur hætt vid ad taka ekki eftir þeim.... En ég finn og tek eftir fallegum augnablikum undanfarna daga og segi því .... Þetta er dásamlegt og fullt af 'överraskning' 
Síðar ....

sunnudagur, október 14, 2007

Landsleikur


2.1.jpg
Originally uploaded by aceinn.

Ok ég fékk símhringingu kl 15:15 um að ég gæti fengið passa til að mynda landsleikinn.. hmm ég var sosum á leið á leikinn en fannst þetta gott challens að vera á hliðarlínunni og mynda leikinn.
Ég hef sosum tekið myndir á leik en eingöngu úr stúku.....

Þetta var stórskemmtiegt alveg, mikið þurfti ég að pæla með stillingar og læti og hraðinn kom mér mest á óvart þarna niðri.. þá meina ég að ekki er auðvelt að ná að frysta akkurat þetta móment sem dettur inn.

Gallinn við svona lagað er að maður fylgist í sjálfu sér ekkert með leiknum þannig séð.. hvetur ekki leikmenn og "aðstoðar" þá ekki með mis gáfulegum orðum úr stúkunni :)

En þetta ætla ég að gera aftur því þetta var stórskemmtilegt, en það vonda við þetta að ég uppgvötvaði að ég þarf nýja linsu ;)

sunnudagur, október 07, 2007

föstudagur, október 05, 2007

Dark shadow


Dark shadow
Originally uploaded by aceinn.

Það var þoka í nótt og ég eitthvað eirðarlaus og andvaka, eins og svo oft áður. Ákvað að stökkva út með vélina og það var þrusustuð bara á kallinum.. ætlaði í kirkjugaðinn á Suðurgötu en þegar ég lagði af stað þá var þokan á undanhaldi neðan úr bænum þannig að ég snéri við og leitaði á hæðsta punkt. Endaði í Fellahverfi og fannst mér helvíti gaman að pæla í hornum, ljósi, skuggum, hraða og ljósopi.
Það merkilega er að áður en hver taka var, (tók ekki nema 27 myndir sem telst annsi lítið á mínum mælikvarða) þá hugsaði ég sögu.. tók mér tíma í að ákveða uppsetningu og pældi aðeins í því sem ég var að gera.
Hvað lærði ég svo á þessu?
Að ljós - Strobe - er eitthvað sem ég vil fara pæla í .. . vera með tvö flöss og transmitter .. jamm það er næst á dagskrá

Fleiri myndir eru á flikkinu mínu..

miðvikudagur, október 03, 2007

18 sek

Ég skal segja ykkur það:) urrandi flott stuttmynd. Þetta er svo eitthvað............. :)



Eighteen Seconds from torbjon on Vimeo.

mánudagur, október 01, 2007

Knattspyrnubulla


Knattspyrnubulla
Originally uploaded by aceinn.

Jahá, svona lítur hann út :) ég var búinn að steingleyma hvernig þessi ágæta dolla sem allt snýst um liti út ... maður er jú orðinn gamall og grár..

Glæsilegur bikar, kominn þónokkuð til ára sinna en flottur engu að síður. Bikarin er kominn heim á Hlíðarenda.

fimmtudagur, september 27, 2007

3 kynslóðir


3 kynslóðir
Originally uploaded by aceinn.

Úff hvað þær eru fínar stelpurnar þrjár.

Birgitta var í heimsókn hjá ömmu sinni og afa, og kom mér skemmtilega á óvart að hafa treyjurnar með. Auðvitað stenst maður ekki mátið að dást að þessum littlu rólegu skottum í treyjunum.

Stelpurnar dafna vel, sú minni er komin í fæðingarþyngd þeirri stærri og báðar blómstra þær vel. Gaman var að sjá þær í fanginu á mömmu sinni sem stendur sig eins og hetja. Birgitta ég er stolltur af þér :).

En ó hve ég þarf klippingu dídírídí

Afinn og Valsstelpurnar


Afinn og Valsstelpurnar
Originally uploaded by aceinn.

Jæja nú styttist í leikinn á laugardaginn þar sem ég vænti þess að Valsmenn verða Íslandsmeistarar i knattspyrnu. Svona í tilefni þess þá sýni ég hér alheimi allra nýjustu valsarana :)

Þær eru æðislegar

sunnudagur, september 23, 2007

Spennufall og yndisleg tilfinning


Leikurinn var svakalegur og úrslitin svo dásamleg að ég sef með sólheima bros í alla nótt...

Nú er það bara ein vika í að draumur síðastliðna 20 ára rætist......

frábært

Leikurinn


Spennan eykst og styttist í leikinn

mánudagur, september 17, 2007

6:06


Sexy mynd tekin 6 mínútur yfir sex. Ég er við Suðurenda á suðurtúni og sé það að mig bráðvantar gerfigæsir, mikið búið að fljúga yfir en þær lenda allar við fossinn. Það er orðið frekar stór hópur þar, nú er bara að vera þolinmóður

miðvikudagur, september 12, 2007

Lífid er ljúft


Hvað skal segja 2-1 :-D, jamm ég fór sem sagt á leikinn og bjóst sosum ekki við neinu hrikalegu en nú kom það:) glæsilegur sigur gegn Norður - Írum og stemmingin var frábær á vellinum. Ég var þeim megin sem stuðningsmannaliðið var og það var staðið allann tímann og dillað sér:) frábær skemmtun. Svona á þetta að vera á fótboltaleikjum...

laugardagur, september 08, 2007

Prinsessur A og B


Prinsessur A og B
Originally uploaded by aceinn.

Ljósmynd: Rakel Rut Valdimarsdóttir

Vá hvað þetta er frábært. Stelpurnar eru um tuttugu tíma gamlar þarna og eru að virða fyrir sér mömmu sína í fyrsta sinn almennilega. þær eru svo sætar og flottar.

Nú er sú minni komin af vökudeild og allt í blóma, Birgitta þessi elska er svo flott með þær að maður klökknar bara við að horfa á hana með börnin sín. Þetta er frábært og þær eiga eftir að standa sig vel þessar elskur.

miðvikudagur, september 05, 2007

Tvíburi A





Jæja góðir hálsar, hér er fyrsta myndin sem ég tek af stúlkunum. Er bara með mynd af tvíbura A eins og hún er kölluð í dag....

sendi fleiri síðar

Velkomin í heiminn stelpur! :)




Birgitta mín og Baddi, til hamingju með dæturnar tvær, og stelpur verið velkomnar í heiminn. :)

Fæðingin gekk vel og fæddust þær með tveggja mínútna millibili kl 00:11 og 00:13. Hún ber sig afar vel stelpan og ég er stolltur afi í dag. Birgitta mín þú stendur þig vel.

Myndir koma síðar í dag eða í kvöld :

kv
Ási afi (Magnað:) )

mánudagur, september 03, 2007

Baráttan um titilinn


Svaðalega var gaman á vellinum í kvöld. Við fórum í Víkina til að dansa taktfast við þá röndóttu í Austurbænum og svona Derby leikir eru alltaf skemmtilegir..

Stutt að segja að leikurinn var mjög skemmtilegur og eftir fyrstu taugatrekkjandi 30 mín þá glitti í sólina og eftir fyrsta markið (pínu gegn gangi leiksins) þá var sólin skínandi á okkur Valsmen en Víkingar sáu ekki til sólar.
Leikurinn endaði 1-5 fyrir okkar mönum og þar með settum við pressuna á FH-inga!

Það glittir svo hrikalega í Íslandsmeistaratitilinn að ég fer að setja upp sólgleraugu:)

lífið er skemmtiegt

föstudagur, ágúst 31, 2007

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Visa bikar


Jæja, fór á völlinn í gærkvöldi fullur eftirvæntinga að sjá mína menn taka á móti FH. Þetta eru klárlega tvö bestu liðin á landinu í dag og sást það vel á leiknum og það var greinilegt að þessi leikur myndi vinnast á einu marki. Því miður þá skoraði FH í uppbótartíma og það var sárt, gríðarlega sárt... Ömurlegt. Nú er bara að vona að Bikarkeppnin standi í FH-ingum og þeir tapi stigum í deildinni því þá kemur stóra dollan heim :-P

sunnudagur, ágúst 12, 2007

Birgitta á mæðradeildinni


Jæja nú er allt að fara að gerast með Birgittu og ungana hennar... Samdrættir og einhver útvíkkun. Hún á að vera hér í nótt og svo er að sjá til :-D

fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Besti þjálfari Vals í nokkur ár?


Myndina tók Hafliði Breiðfjörð á Fótbolta.net.
birt með góðfúslegu leyfi Hafliða og fotbolta.net

Tja ég get ekki borið dóm á það en allavega er árangur hjá Willum frábær. Valur fellur þarna eitt haustið og ég grét söltum tárum en þá kom Willum.... unnum 1. deildina með glans... urðum í öðru sæti árið eftir í Landsbankadeildinni, bikarmeistarar það árið... helv... KR kom í veg fyrir að vð enduðum í öðru sæti í fyrra með marki á síðustu mínútu og þar með Evrópusæti. En kæru vinir þetta árið.. þetta árið kom það ... VALUR VANN KR 3svar sinnum á þessari leiktíð.... Það er so SWEEEEEEET:)

Heima 2-1 æðislegur leikur og Helgi sig með tvö. Bikarinn í Frostaskjóli 1-4 þar sem Kjartan var maður leiksins (vítaspyrnukeppni) og svo núna 0-3 í Frostaskjóli. Baldur með stórleik og skoraði 2 og Helgi Sig með 1 sniffararmark.

Ég sofna vært í nótt.

Á mánudag er svo stórleikur á Laugardalsvelli þar sem við tökum FH í 8 liða úrslitum í Bikarnum og ég er soldið spenntur yfir þeim leik.
Svo ef mínir draumar rætast þetta árið þá tökum við Íslandsmeistaratitilinn og þá stend ég við stóru orðin og fæ mér TATTOO ;)

þriðjudagur, júlí 24, 2007

Að taka til í bílnum?


Hmm ég veit ekki alveg en það er kannski kominn tími til að taka til í bílnum fyrst að það er kominn fröken kóngurló hingað :$
Hún er búin að gera þennan líka fallega vef.. Ætli hún veiði e-h í vefinn :-o

sunnudagur, júlí 15, 2007

Latur


Öss í þessum hyl eru við að horfa á þessi kvikindi synda yfir og undir línuna en hann bara tekur ekki! :@

Pása


Jæja nú er pása til kl 15. Nú er bara grill og chill og leggjast í grasid.
Aflinn er enginn, við erum búnir að trylla fiskinn með öllum mögulegum og ómögulegum flugum en kvikindin hlæja að okkur... Sjáum til á eftir :-D

Hann er á!


Hahaha Ási tók einn. Sá fyrsti af mörgum :-D

Komnir útí


Ok.. Ég er að hvísla...þarna í bugðunni erum við búnir að sjá sex myndarlega og svo vaka þeir hér allt í kring...spennó

Veiðin í Brynjudalsá


Við bræður erum mættir í Hvalfjörð, kl. er um 6:30 og hitinn er 15 gráður.., byrjum kl 7:00 og allt að verða klárt.
Set inn fréttir jafnt og þétt í dag

föstudagur, júlí 13, 2007

Þingvallavatn



Við bræður ásamt Mörtu fórum í Þingvallavatn til að bleyta í græjunum og athuga hvort allt hafi ekki verið í lagi og við sáum það að allt virkarði eins og skyldi.

Hrikalegt alveg hrikalegt, þarna var staðið í vatninu í nokkra tíma og kastað með flugu eins og maður hafi aldrei gert neitt áður og jú jú við urðum var.... reyndar veiddum við Murtur í gríð og erg.. ekkert sem ætt var en skemmtilegt var að sleppa henni í vatnið svona eftir að það hafi verið búið að heilsa uppá hana.

Sko ég segi eins og þessir kallar sem aldrei veiða.... það skiptir ekki máli að veiða fiskinn.. heldur að kasta með stönginni....
og það er mrgt til í þessu.. jú alltaf er gott að koma heim með í soðið en maður lifandi... að standa útí með stöngina.. hlusta á og horfa á endurnar með ungana sína synda við hlið manni vaðandi vatnið uppað mitti.... mmmmmmm himnenskur unaður

svo ekki klikkaði grillið síðar um kvöldið :)

mánudagur, júlí 09, 2007

BRAND NEW....



Fór í hádeginu að skoða þennan nýfæddan fola, sem fæddist í morgun.

Hvað skyldi þessi litur heita? Brún skjöldóttur með hjálm á haus?? :)
Man eftir Roy Roger mynd þar sem einn Indiáninn var á svipuðum hesti.. svona grár með brúnan haus og brúnan skjöld...
Það var eiginlega minn uppáhalds karakter í myndunum þessi indiáni sem ég man ekki hvað heitir en hesturinn var flottur :)

Veit ekkert um svona byggingar en mér skilst að þessi hafi hörku vöðvabyggingu og flottan bóg!? Allavega er hann flottur þessi.

Merkilegt hvað maður verður hálf auðmjúkur að sjá svona nýtt líf í náttúrunni, að fylgjast aðeins með þeim uppgvötva þessar skrýtnu mannverur, vera forvitnar um steina og gras.. skemmtilegt :)

sunnudagur, júlí 08, 2007

Hlíðarendi


Á þessum dýrðardegi er auðvelt að gleðja mig. Var á ferð á Hlíðarenda og kíkti á völlinn :) Grasið er komið og vökvun í fullum gangi...geggjaður völlur og ég er glaður

laugardagur, júlí 07, 2007

Örbrún og Ás


Örbrún og Ás
Originally uploaded by aceinn.

Það er þá opinbert.... Ás frá Reykjavík :)

nafnið á þessum 7 daga fola er Ás og er útskýringin á nafninu sú að blesan sé eins og talan EINN.....

Iss ég gef nú ekkert útá þá útskýringu... þetta er gert mér til heiðurs :)

ofsalega er gaman að þessu hehe

Barn B



Grallari númer 2. Frábært að horfa á :)

Barn A



Grallari númer 1 :) merkilegt að sjá það á þessum myndum

Ungur nemur gamall temur




Já gott fólk, allt er breytingum háð og lífið sér um sig sjálft.
Birgitta mín er barnshafandi og verður fegurri með hverjum deginum, og það þýðir náttúrulega að ég er að verða gamall :) Afi skal það vera. Jahá gaman að því :) Birgitta er með vefslóð á barnalandi og uppfærir hana reglulega þessa dagana og ég lét hlekk á þá síðu hér við hliðina. Kíkið á hana og skrifið í gestabókina.

Hún gengur með tvö eineggja börn og því er búist við fjöri á þeim bæ þegar börnin koma í heiminn. Ég sjálfur er sannfærður um að börnin séu tveir drengir en Rakel er á því að þau séu stúlkur :) Meðgangan hefur verið með ágætum í sjálfu sér með nokkrum óvissuþáttum en allt er þetta komið vel á veg og þeim þrem heilsast eins og best verður á kosið. :-)

Já það er gaman að þessu og ég er afar glaður, og ekki er verra að það eru að koma tveir nýjir Valsarar í heiminn.....

Hestur er fæddur


Þessi litli kom í heiminn 30 júní og ég er svo heppinn að vera fyrsta mannveran sem folaldið sá.... Á maður ekki að gera tilkall í nafn :-P?

sunnudagur, júní 10, 2007

Hjólamaður í Viðey


Hjólamaður í Viðey
Originally uploaded by aceinn.

Jón Ragnars var sniðugur í Viðeyjarferðinni og nældi sér í hjólhest til að trilla um eyjuna. Góð hugmynd. Ég staldraði of stutt þarna, var að fara á leikinn Valur-Keflavík síðar um daginn sem fór by the way 2-2 eftir að Valsmenn urðu undir í fyrri hálfleik 0-2. Ég tók ekki mikið af myndum þarna og var það skemmtieg tilbreytni í ljósmyndaferð að koma heim með aðeins 14 myndir.. í stað 140 eða eitthvað.:) En lífið er gott og sól í heiði...