fimmtudagur, apríl 26, 2007

....og Bjarki pússar - Brot -



og meðan spaðarnir liggja andvaka þá pússar Bjarki eins og meistari.....

Annars er þessi pússvél algjör gargandi snilld og hefur létt manni handtökin heldur betur. Í stað þess að handpússa eins og mófó og vera handlama í nokkra daga á eftir þá kemur þessi uppfinning og leyfir manni að strjúka og nudda múrinn eins og um kvennmann væri að ræða.... og allir una vel við sitt :) Nú bíður maður eftir þeirri uppfinningu sem straujar vegginn (kannski maður sjái robota einn daginn?) og þá verður lífið skemmtilegt í pússningu..

Vinnan -Brot-



Langaði að sýna smá brot úr vinnunni hjá mér... þegar þetta er tekið upp eru vinnutímarnir komnir í ca 13 tíma eða svo og tveir eftir... soldið þreyttur og galsalegur :)

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Vinna




já ég er stundum að vinna og stundum verð ég þreyttur eftir vinnuna en það er oft "eftirvinnan" sem er erfiðust......

og "eftirvinnan" er þessi gríðar mikli hárþvottur sem þarf að takast við eftir vinnudaginn......kannksi það auðveldi þvottinn að fara í klippingu?? :)

laugardagur, apríl 21, 2007

Myndvinnsla




jæja var að fikta eilítið í myndvinnlsu þar sem ég er að bíða eftir að geta sett 3 stk svart hvítar myndir í framköllun. Ég bíð spenntur eins og lítill drengur sem situr undir jólatrénu, bíðandi eftir draumagjöfinni... sem kom alltaf á endanum :)

Allavega þá er þessi mynd tekin við Jökulsárlón í fyrrahaust og ég kíki stundum á hana ásamt nokkrum öðrum til að árétta fyrir sjálfum mér að fegurðin er öll sprottin innanfrá :) heh já þetta er djúpt en ef maður spáir í það að mannfólk sé eins og ísjaki, fallegur toppur sem á tvo þriðju meiri fegurð fyrir neðan vatnsborð... sem gárast og yfist af og til en er ávalt slétt og fellt...

úff þetta er svo djúpar pælingar að ég er orðinn hálf smeykur við þær heheh

en þessi mynd var poppuð aðeins upp til að sýn okkar á fegurð getur verið margbreytileg...

þú sem lest þetta vertu ekki feiminn og skilaðu áliti á þessa mynd :)

síðarrrrrrr

fimmtudagur, apríl 19, 2007

HOLGA



jahá... Gugga hin Ammríska vill fá sögur og myndir af Holgu fyrirbærinu... Ok ég er semsagt kominn með nýtt leikfang í hendurnar og kallast það Holga.. snilldar vél sem mun án efa veita mér margar gleðistundirnar... eins og (H)olgur eigar að gera :) Gunni Steinn snillingur kom með eina svaða vél handa mér frá Stóra Eplinu um daginn, sú vél er með flassi sem er rautt, blátt, gult eða hvítt.. skemmtilegur gripur, og Gugga Megablóm sendi mér eina sem er án flass... þannig að alltíeinu á ég tvær vinkonur sem fara allt með mér :) Önnur er með svart hvíta filmu 120 mm og hin er með 220 mm lita slide filmu í..

Holga eða "ho gwong" sem þýðir e. very brigh, kannksi á okkar ylhýra mikið ljós?? eins og hún kallaðist upphaflega var framleidd í Hong Kong líklegst 1983 fyrir almúgann í Kína og átti að vera ódýr en notadjúg myndavél. Vélin er úr plasti gríðalega létt og geggjað að fitla við hana :) hún notar 120 mm filmu (media format) sem er yfirleitt notuð af atvinnu ljósmyndurum (filman altso) og kemur svona assgoti vel út hjá mörgum. Mér áskotnaðist nokkrar 220 Fujicrome litfilmur (slides) og með lagni er hægt að nota þá filmu í þessa vél. Myndirnar eru með mikinn karakter og sérstakar vegna mikils "ljósleka" og í raun er engin vél eins, þ.e. myndirnar. Margir hafa farið þá leið að teipa inn í vélarnar og teipa hitt og þetta til að gera meiri effekta í myndirnar.

En nóg um vélina í bili. Ég er semsagt með þessa vél í höndunum alla daga núna, var að klára filmu nr. 1 í svart hvítt í kvöld og ætla að skutla henni í framköllun á föstudag.

Ég er búinn að framkalla fyrstu filmuna sem var 220 mm slides og veit ekki alveg hvað kom útúr því almennilega, sýnist á filmunni að það séu kannksi tvær eða þrjár líklegar myndir og er að leita mér að skanna til að skanna þetta inn... þangað til mér tekst að koma því í gang þá verð ég bara að koma með lookalike myndir sem ég vinn í ps...

síiiiiiðar....

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Goðafoss ala HOLGA


Goðafoss ala HOLGA
Originally uploaded by aceinn.

Ok hef sagt það áður og mun segja það aftur... þetta er fallegast foss á Íslandi...
var að prufa að vinna þessa mynd í gærkvöldi og lék mér aðeins með action script í photoshop. Mér finns geggjað hvað þessi foss getur verið margbreytilegur og kraftur og þungi læðir í gegnum léttleikann.

Ég er náttúrulega undir áhrifum frá Norðanfólkinu mínu sem reyndu að ala mig upp í denn, og kannksi er það nú á seinni árum sem ég sé og skynja náttúruna og mér líður hreinlega langbest ef ég get átt tíma með Móður Jörð.

mánudagur, apríl 09, 2007

pure


pure
Originally uploaded by aceinn.
Suðaustfirskar kindur á beit....

sumarið er að koma.... freknur og sólblóm.......
...og grillað lambakjöt :)

föstudagur, apríl 06, 2007

Öxaráfoss


þingvellir
Originally uploaded by aceinn.
Mikið svakalega er landið geggjað, stórfenglegt og yndislegt.
Ég klifraði uppá bílinn og skutlaði þrífótnum á toppinn... spáði og spekuleraði í útsýni, tók þessa mynd og fann fyrir bullandi þjóðernisstolti þegar ég skoðaði afraksturinn...

Þetta er sjón sem hefur verið fyrir augum víkinga í árhundruði og ósnert og fallegt

Þingvallavatn


þingvallavatn
Originally uploaded by aceinn.
Við þurfum okkar eigin kyrrðarstund af og til. Sumir fara í kirkjur og aðrir fara á bókasafn, enn aðrir setjast í lótusstellingu og sumir fara að dáðst að mannfólki.

Ég þarfnast stundum kyrrðarstundar og hef fundið fyrir mig eina stórmerkilega. Náttúran er minn kyrrðarstaður. Væri til í að vera mun meir í henni en ég geri.

Ég var frekar stressaður og hugurinn fór á fleygiferð hjá mér einn mánudag fyrir nokkru og ég hreinlega þurfti að kúppla mig út. Hafði tök á því að renna á Þingvelli og þar eyddi ég með sjálfum mér nokkrum góðum kl.tímum. Þvílíkt sem ég tæmdi mig... þetta var gott og ég náði að róa hugann og sjálfan mig um leið.

Ég mæli með þessu að stökkva til hliðar, út frá skarkala Reykjavíkur og stunda þína eigin hugleiðslu, hvernig sem hún er.