fimmtudagur, september 27, 2007

3 kynslóðir


3 kynslóðir
Originally uploaded by aceinn.

Úff hvað þær eru fínar stelpurnar þrjár.

Birgitta var í heimsókn hjá ömmu sinni og afa, og kom mér skemmtilega á óvart að hafa treyjurnar með. Auðvitað stenst maður ekki mátið að dást að þessum littlu rólegu skottum í treyjunum.

Stelpurnar dafna vel, sú minni er komin í fæðingarþyngd þeirri stærri og báðar blómstra þær vel. Gaman var að sjá þær í fanginu á mömmu sinni sem stendur sig eins og hetja. Birgitta ég er stolltur af þér :).

En ó hve ég þarf klippingu dídírídí

Afinn og Valsstelpurnar


Afinn og Valsstelpurnar
Originally uploaded by aceinn.

Jæja nú styttist í leikinn á laugardaginn þar sem ég vænti þess að Valsmenn verða Íslandsmeistarar i knattspyrnu. Svona í tilefni þess þá sýni ég hér alheimi allra nýjustu valsarana :)

Þær eru æðislegar

sunnudagur, september 23, 2007

Spennufall og yndisleg tilfinning


Leikurinn var svakalegur og úrslitin svo dásamleg að ég sef með sólheima bros í alla nótt...

Nú er það bara ein vika í að draumur síðastliðna 20 ára rætist......

frábært

Leikurinn


Spennan eykst og styttist í leikinn

mánudagur, september 17, 2007

6:06


Sexy mynd tekin 6 mínútur yfir sex. Ég er við Suðurenda á suðurtúni og sé það að mig bráðvantar gerfigæsir, mikið búið að fljúga yfir en þær lenda allar við fossinn. Það er orðið frekar stór hópur þar, nú er bara að vera þolinmóður

miðvikudagur, september 12, 2007

Lífid er ljúft


Hvað skal segja 2-1 :-D, jamm ég fór sem sagt á leikinn og bjóst sosum ekki við neinu hrikalegu en nú kom það:) glæsilegur sigur gegn Norður - Írum og stemmingin var frábær á vellinum. Ég var þeim megin sem stuðningsmannaliðið var og það var staðið allann tímann og dillað sér:) frábær skemmtun. Svona á þetta að vera á fótboltaleikjum...

laugardagur, september 08, 2007

Prinsessur A og B


Prinsessur A og B
Originally uploaded by aceinn.

Ljósmynd: Rakel Rut Valdimarsdóttir

Vá hvað þetta er frábært. Stelpurnar eru um tuttugu tíma gamlar þarna og eru að virða fyrir sér mömmu sína í fyrsta sinn almennilega. þær eru svo sætar og flottar.

Nú er sú minni komin af vökudeild og allt í blóma, Birgitta þessi elska er svo flott með þær að maður klökknar bara við að horfa á hana með börnin sín. Þetta er frábært og þær eiga eftir að standa sig vel þessar elskur.

miðvikudagur, september 05, 2007

Tvíburi A





Jæja góðir hálsar, hér er fyrsta myndin sem ég tek af stúlkunum. Er bara með mynd af tvíbura A eins og hún er kölluð í dag....

sendi fleiri síðar

Velkomin í heiminn stelpur! :)




Birgitta mín og Baddi, til hamingju með dæturnar tvær, og stelpur verið velkomnar í heiminn. :)

Fæðingin gekk vel og fæddust þær með tveggja mínútna millibili kl 00:11 og 00:13. Hún ber sig afar vel stelpan og ég er stolltur afi í dag. Birgitta mín þú stendur þig vel.

Myndir koma síðar í dag eða í kvöld :

kv
Ási afi (Magnað:) )

mánudagur, september 03, 2007

Baráttan um titilinn


Svaðalega var gaman á vellinum í kvöld. Við fórum í Víkina til að dansa taktfast við þá röndóttu í Austurbænum og svona Derby leikir eru alltaf skemmtilegir..

Stutt að segja að leikurinn var mjög skemmtilegur og eftir fyrstu taugatrekkjandi 30 mín þá glitti í sólina og eftir fyrsta markið (pínu gegn gangi leiksins) þá var sólin skínandi á okkur Valsmen en Víkingar sáu ekki til sólar.
Leikurinn endaði 1-5 fyrir okkar mönum og þar með settum við pressuna á FH-inga!

Það glittir svo hrikalega í Íslandsmeistaratitilinn að ég fer að setja upp sólgleraugu:)

lífið er skemmtiegt