laugardagur, október 20, 2007

Lífid er stundum svo gott


Tja langadi bara ad segja ad lífid sér um sig sjálft og litlu fallegu augnarblikin eru svo mörg á degi hverjum ad manni verdur hætt vid ad taka ekki eftir þeim.... En ég finn og tek eftir fallegum augnablikum undanfarna daga og segi því .... Þetta er dásamlegt og fullt af 'överraskning' 
Síðar ....

sunnudagur, október 14, 2007

Landsleikur


2.1.jpg
Originally uploaded by aceinn.

Ok ég fékk símhringingu kl 15:15 um að ég gæti fengið passa til að mynda landsleikinn.. hmm ég var sosum á leið á leikinn en fannst þetta gott challens að vera á hliðarlínunni og mynda leikinn.
Ég hef sosum tekið myndir á leik en eingöngu úr stúku.....

Þetta var stórskemmtiegt alveg, mikið þurfti ég að pæla með stillingar og læti og hraðinn kom mér mest á óvart þarna niðri.. þá meina ég að ekki er auðvelt að ná að frysta akkurat þetta móment sem dettur inn.

Gallinn við svona lagað er að maður fylgist í sjálfu sér ekkert með leiknum þannig séð.. hvetur ekki leikmenn og "aðstoðar" þá ekki með mis gáfulegum orðum úr stúkunni :)

En þetta ætla ég að gera aftur því þetta var stórskemmtilegt, en það vonda við þetta að ég uppgvötvaði að ég þarf nýja linsu ;)

sunnudagur, október 07, 2007

föstudagur, október 05, 2007

Dark shadow


Dark shadow
Originally uploaded by aceinn.

Það var þoka í nótt og ég eitthvað eirðarlaus og andvaka, eins og svo oft áður. Ákvað að stökkva út með vélina og það var þrusustuð bara á kallinum.. ætlaði í kirkjugaðinn á Suðurgötu en þegar ég lagði af stað þá var þokan á undanhaldi neðan úr bænum þannig að ég snéri við og leitaði á hæðsta punkt. Endaði í Fellahverfi og fannst mér helvíti gaman að pæla í hornum, ljósi, skuggum, hraða og ljósopi.
Það merkilega er að áður en hver taka var, (tók ekki nema 27 myndir sem telst annsi lítið á mínum mælikvarða) þá hugsaði ég sögu.. tók mér tíma í að ákveða uppsetningu og pældi aðeins í því sem ég var að gera.
Hvað lærði ég svo á þessu?
Að ljós - Strobe - er eitthvað sem ég vil fara pæla í .. . vera með tvö flöss og transmitter .. jamm það er næst á dagskrá

Fleiri myndir eru á flikkinu mínu..

miðvikudagur, október 03, 2007

18 sek

Ég skal segja ykkur það:) urrandi flott stuttmynd. Þetta er svo eitthvað............. :)



Eighteen Seconds from torbjon on Vimeo.

mánudagur, október 01, 2007

Knattspyrnubulla


Knattspyrnubulla
Originally uploaded by aceinn.

Jahá, svona lítur hann út :) ég var búinn að steingleyma hvernig þessi ágæta dolla sem allt snýst um liti út ... maður er jú orðinn gamall og grár..

Glæsilegur bikar, kominn þónokkuð til ára sinna en flottur engu að síður. Bikarin er kominn heim á Hlíðarenda.