fimmtudagur, ágúst 10, 2006

verur


Faeries
Originally uploaded by aceinn.

ég fór í skemmtilega og fallega ferð síðustu helgi sem byrjaði á því að hitað var kaffi í Hvalfirði.... svo var rennt á Akureyri til að halla sér í Hlíðarfjalli... þaðan var ekið beina leið á Mývatn, rétt svona til að hitta mývarginn, þegar hann var kvaddur þá var brunað í Dimmuborgir og þar fóru leikar að æsast því þar hitti ég mörg tröll og aðrar kynjaverur... (mikið svakalega er þetta flottur staður) eftir að hafa jafnað sig nett á tröllum og vættum var ekið í þokuna þar sem fleiri kynjadýr kvaddu sér til hljóðs án þess þó að sýna sig. Dettifoss var svo næsti áfangastaður og Selfoss heimsóttur, og svo .... og svo... Ásbyrgi! Einn sá almagnaðasti staður sem ég hef farið á í mörg mörg ár. Eftir þessa ferð þá trúi ég fastlega á allar álfa og tröllasögur.... og allt þetta án þess að vakna þreyttur... úrillur...þunnur....með hausverk og velgju... skítugur...rámur... með skjálfta.. blautur... nei nei bara ein tóm hamingja með beljandi trú á það góða sem býr í krafti móður náttúru....lífið sér um sig sjálft.

Náði einni mynd af kynjaveru sem dansar á milli holta og hæða, syngjandi gælur í vindi sem blíður strýkur kinn.. gefur titrandi silfurdropa hverjum þeim sem þiggja vill svo þorsti hverfur með fyllingu á munn.

föstudagur, ágúst 04, 2006

Ho ho í röð


GrillValur6120060802.jpg
Originally uploaded by aceinn.

Smá sjónarhorn frá mér í reiðtúrnum með Völsurum

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

móðir jörð


móðir jörð
Originally uploaded by aceinn.

fór í fjölskyldugrill með Val uppí Laxnes í gær og þar skruppum við í reiðtúr, og þetta blasti bara við okkur tví og fjórfætlingana :) skemmtilegt