þriðjudagur, janúar 22, 2008

Myndatakan


Myndatakan
Originally uploaded by aceinn.

fór smá ferð á sunnudaginn og ætlaði að fara að Nesjavallavirkjun og mér til ómældar gleði var ófært yfir dalina.. en að sama skapi varð ég pínu fúll að komast ekki í gegnum þessa ófærð heh

en þessi Englendingur varð á vegi mínu. Breskur ljósmyndari John Ross og var hann með nokkura miljón kr vél í handraðanum:) það var gaman að fylgjast með honum taka myndir og spökulera í ljósi..

Hann talaði um hvursu gríðalega flott sólarupprisan hér á landi er og hann er búinn að flakka um heiminnn í auglýsingatökur og var þetta víst toppurinn.

gaman að þessu og nokkuð lærdómsríkt að fylgjast með honum að störfum.
Hann var sem sagt með fjóra aðstoðarmenn, ein stelpa sem sá um tölvuna (macbookpro) og vann hún jafnóðum í histogram og saturation ásamt því að loada myndum á harða diskinn.
Aðstoðar direktörinn var þarna búinn að velja tökustaðina og kom hann víst degi áður til þess... svo var strákur þarna sem var loppinn á fingrum líklegast bílstjóri (sá ekki annað hlutverk hjá honum) og þá var fjórði aðstoðarmaðurinn íslenskur leiðsögumaður.

Fínt crew þar á ferð og nutu sín greinilega í íslenskri dásemdar náttúru...

ISLAND BEZT Í HEIMI

miðvikudagur, janúar 09, 2008

Upp upp upp


Hraun og gler.jpg
Originally uploaded by aceinn.

Skrapp niður í Valsheimili í dag og í kjölfarið átti ég smá fund með rekstrarstjóra Ruby, veitingarstaðarins í Öskjuhlíð.. Fundur sá var sosum ekkert merkilegur og frekar ómerkilegur en það var hönnun staðarins sem ég féll fyrir....

Tók nokkrar myndir og er að kíkja yfir þær aðeins, og mikið rosalega er flott að sjá bergið notað á þennan hátt..... þarna inni fékk ég margar hugmyndir og búinn að fá leyfi til að láta verða af þeim ef ég gæti ýtristu varúðar... ;) spennandi

læt inná flickr síðuna síðar fleiri myndir af þessum strórbrotna stað

mánudagur, janúar 07, 2008

Nýtt ár og nýjar áherslur




já já ... 2008 komið :) og álfar búnir að færa sig um set...

Nýtt ár og þá koma ósjálfrátt nýjar áherslur.. og ég hef ákveðið að nýjar áherlsur komi í stað þeirra gömlu :)

Finnst það göfugt per se að ákveða bara að áherslur síðustu ára skuli updataðar og fara skrefinu lengra..
reyndar hef ég aldrei verið góður í að halda í mín persónulegu markmið.. en það er þó ágæt byrjun að gera markmið um að gera ekki markmið hehe

allavega.. njótið lífsins og vökvið blómið sem aldrei fyrr :)