föstudagur, maí 25, 2007

Nytt Stuðaralag



Baldur Bongo og Addi hinn nýji spiluðu nýja Stuðaralagið eftir Pétur íþróttafulltrúa Valssem kemur út von bráðar. Stórskemmtilegt lag í alla staði sem var frumflutt í móttöku Stuðara fyrir leik VALS og KR, sem við unnum 2-1 :) Lagið var lítið sem ekkert æft þarna...

Stuðarar í stúku


Stuðarar í stúku
Originally uploaded by aceinn.

Víha... Valur tók á móti blessuðum KR-ingum á LaugarVALSvelli í gær. Leikirnir á milli þessara liða hafa alltaf verið stórleikir í fótboltanum og þessi var enginn undantekning. Mikil stemming er á þessum leikjum og alltaf er gaman að vinna þessa bévitans kalla í vesturbæ. Við unnum að sjálfsögðu 2-1 og nú sitja þessi grey á botninum með 1 stig og það er ekki laust við að manni sé svolítið hlýtt í hjarta með þá vitneskju:)

mánudagur, maí 21, 2007

Blautur leikur en góður samt :)


Blautur leikur en góður samt :)
Originally uploaded by aceinn.

jæja knattspyrnuvertíðin hófst um síðustu helgi af fullum krafti og við áttum Fram í fyrsta leik, sá fór ekki alveg eins og áætlað var og liðið virtist ætla að lenda á sama stað og á síðustu leiktíð með það að fá jafnteflismark á síðustu mínútum. Þannig fór sá leikur 1-1 á móti Fram. Valur klárlega betra liðið í þeim leik.

En í gær var allt annar leikur, önnur veðrátta og annar staður. Fylkir bauð okkur í heimsókn og skemmst er frá því að segja að það var GEÐVEIKT veður í fyrrihálfleik... (smellið á myndina, farið svo í all size og veljið 800 eitthvað til að sjá hana stærri) ..... Brjáluð rigning og töluverður vindur. Fylkir skoruðu rangstöðumark strax í byrjun fyrrihálfleiks og merkilegt var að sjá 100 + aðstoðardómara vera ca 4-5 metrum fyrir aftan línuna sjálfur og ekki hafa undan þeim að hlaupa. En eftir barning þá skipti Willum Bo Mortensen dananum inná og Hafþóri og gerðu þeir það sem þeir átu að gera....daninn skoraði og Hafþór lagði upp á hinn danann Rene og sá kauði hamraði hann inn á 25 metra færii...... snilld og blautt...
mér líst vel á sumarið

fimmtudagur, maí 17, 2007

Sveitin og náttúran



Jæja fyrst maður er kominn í þennan gír, að skoða hjá sér eldri myndir af kindum og sjónum, þá er tímabært að fara að huga að ferð í náttúruna. Ég er að bræða það með sjálfum mér hvort ég ætti ekki að taka mér góða helgi um Hvítasunnuna og bregða mér í gönguskó, malla mér upp kaffi á brúsa (nú eða taka bara kaffigræjuna með og hlusta á kkkgggggggggúuuuuuuuurrrruurrr soundið á meðan kaffið hitnar) og fara norður á Eyjardalsá (get athugað með Hrafnshreiðrið:) ) eða austur á Fáskrúðsfjörð....

hmmm kíki í rúnirnar og kúluna.. læt Þór þrumugoð ráða för...

þriðjudagur, maí 15, 2007

haus á hjóli


haus á hjóli
Originally uploaded by aceinn.

Ekkert bruðl með bónuspoka hér :) fann ekki í fljótu bragði myndina af gömlu konunni með litla drenginn sem ætlaði að hjóla með hausinn heim en fann þessa í staðinn og var hún tekin á öðrum markaði í Varadero... gaurinn sem á þetta hjól var að kaupa innyfli eða eitthvað á næsta borði og ég hreinlega varð svo hissa að ég gleymdi að taka mynd af því :)

á markaði


á markaði
Originally uploaded by aceinn.

Ef vinstri stjórn næði völdum á Íslandi, skyldi þá verða til markaðir eins og þessi?

myndin er tekin á markaði í Varadero á Kúbu og það sem mér fannst áhugaverðasta var þegar gömul amma keypti svínshausinn og lét hann í körfu á reiðhjólinu sem ömmustrákurinn hjólaði á... skutla þeirri mynd hér inn síðar

mánudagur, maí 14, 2007

Óður til Bjarna



hér getið þið hlustað á söng okkar til Bjarna í afmæli hans í hesthúsinu í Kílhrauni fyrir austan. Góður dagur og flott fólk..

Vinsamlegast kommentið á þessa söngsnilld þið sem lesið þetta takk :) Ég tek það fram að þessi söngur var svo þrælæfður að langferðabílstjórinn söng þetta lag örugglega yfir júróvísjón um kvöldið :)

Bjarni til hamingju með daginn í dag....!

Hestar og fólk



Þann 14 maí á Bjarni bró afmæli og í tilefni því bauð hann fjölskyldunni á hestbak upp í Kílhrauni þar sem þau skötuhjú Bjarni og Lilja ætla að búa í framtíðinni. Þetta var stórskemmtilegt og mikið af fólki eins og sést á myndinni. Mættu þarna það nánasta í hvorri familíu Bjarna og Lilju og er það mál manna að vel hafi tekist til.

Ég þurfti náttúrulega að klúðra þessari myndatöku all svakalega þannig að ég skutlaði henni í smá old fíling til að réttlæta sýningu á henni á netinu. Þetta er óafsakanlegt að klúðra stillingum á myndavélinni eins og ég gerði og bið ég sjálfan mig afsökunar hér með :)

Bjarni takk fyrir mig og njóttu elliáranna sem koma bráðlega :)

miðvikudagur, maí 02, 2007

viti


viti
Originally uploaded by aceinn.

Jæja knattspyrnusumarið er að byrja....
Valur og FH áttust við í beljandi roki í úrslitum deildarbikarins (Lengjubikarinn) og því miður unnu FH ingar í framlengdum leik 3-2.

Valsmenn voru að vanda mun sterkari en hafnfirðingar náðu að setjann oftar í netið og þar með taka litla bikarinn þetta árið. Sveimmér þá held ég að þeir fóru taplausir í gegnum þessa keppni.

En mér líst samt vel á sumarið og finnst eins og Valur hafi ekki verið með jafnsterkan hóp í mörg mörg ár og já ég er bjartsýnn á titil í sumar. :)

Myndin er af þeim afar sjaldgæfa atburði þegar Sigurbjörn Hreiðars lét Daða markmann FH-inga verja frá sér vítaspyrnu í stöðunni 0-0...

Alveg er ég klár á því að við hefðum unnið leikinn ef þessi spyrna hefði ratað inn.....
En mér hlakkar til í sumar.........

fótboltakveðja......