þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Veiðin sem varð ekki að neinu

Fyrst ég er kominn með tæknina til að setja á netið myndskeið, þá má ég til með að skutla þessu prumpi inn líka

Sáputilraun

Við frændurnir erum svo hverdagslegir og skemmtilegir..... njótið lífsins og gerið tilraunir :)

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Áfram með hversdagsleikann



Jæja fyrst ég er byrjaður á því að fjalla um hverdagsleikann hér þá er við hæfi að sýna minn hér......
Er að vinna í húsi við Nökkvavog þar sem ég er að múra uppum alla veggi og gólf fokheldann kjallara, þar sem mikið kapp er lagt á að klára fyrir jól... er að fara að pússa þennan stiga sem ég steypti í haust og ég er hreinlega á kafi í vinnu... með verk í vesturbænum sem þarf einnig að klára fyrir jól og í löndunum líka þannig að ég er hættur að hangsa og farinn af stað :)..

...og fólkið veit ekki að ég er á leiðinni í frí til Kastró........
farinn að klóna mig og halda áfram að vinna.......
swiiiiing

mánudagur, nóvember 20, 2006

Lifið er yndislegt og hversdagsleikinn er æðislegur



Jæja hér fáið þið að fylgjast aðeins með heimilislífinu hér :) þetta er svona lítið dæmi um okkar venjur ............
Mynd tekin af msn spjalli á milli mín og Sigga..
.....e.s þetta tók drenginn bara 8 mín... og geri aðrir betur :) Þetta er flott hjá þér Siggi.. þú stóðst þig vel, ég er stoltur af þér

PELASTIKK



Hér er ég svo að hnýta Pelastikk til að draga hana úr þessum ógöngum... búin að spóla sig alveg niður og sat pikk föst þarna greyið....

Svo verð ég að segja það að mér finnst það algjör skylda að við kunnum pelastikk... Pelastikk er hnútur sem gæti bjargað heiminum ef því er að skipta.. fastur, ákveðinn, sterkur, auðleysanlegur og svolítið dipló hnútur sem getur haldið í hvaða aðstæðum sem er... Ef ég væri tilgreindur sem Pelastikk þá væri ég sáttur :)

Birgitta bloggaði um þetta í nótt http://www.nallub.blogspot.com/
síðar

Snjór og aftur snjór


Öss ég var þreyttur í nótt...
Birgitta þessi elska kom heim um 2 leytið í nótt, og vakti mig í sófanum eftir að hafa verið búin að hringja svaðamikið en ég bara svaf eins og engill án þess að heyra í símanum. Ég nefnilega er ekkert búinn að heyra í símanum undanfarið og uppgvötvaði ástæðuna í morgun :) ég setti inn lag í símann sem varð að hringitóni og einhvern veginn hef ég náð að stilla í leiðinni hringinguna á mjög lágt. En aftur að Birgittu, hún var sem sé að koma heim og var eitthvað að bakstast með að finna stæði og þessi snilldar bílstjóri náði að festa sig á planinu. Ég tölti út með henni til að færa bílinn og tók þá eftir að hún er á sumardekkjum að framan og ég er ekkert hissa á því að hún skuli festast í snjónum... en til að gera langa sögu stutta þá þurfti ég að draga bílinn hennar útá á götu þar sem hún svo lagði uppá gagnstétt til að geta fært hann til án þess að vera að festa sig alltaf:) Merkilegt er að hún gaf alltaf allt í botn á sumarblöðrunum og skildi bara ekkert í því að hún skildi festast aftur og aftur... og svo kann hún ekki pelastikk!! jæja er komin með tvö verkefni sem ég þarf að kenna henni... Hvernig á að útbúa bíl yfir vetrartímann og hvernig á að hnýta pelastikk... sjáum til hvernig með gengur með það
farinn.............svíiíng