mánudagur, mars 26, 2007

Tangarbryggja


Tangarbryggja
Originally uploaded by aceinn.
Tangarhöfði... það er greinilegt að enginn fer í þetta hverfi og greinilegt að enginn er að spekulera í fomfræði... :)

kyrrð


Kvöldtaka 2
Originally uploaded by aceinn.
Ég var á tónlistarlegum AA fundi í gærkvöldi, hehe ekki alveg minn bolli af tei nema hvað þetta var merkilega fínt og gott. Yrði ekki hissa á því að ég fari þangað aftur.
En á leiðinni heim þá mundi ég að ég hafði farið af staði með gátu á flickr og hér en átti engar myndir til að gefa hint, þannig að ég ákvað að taka myndir þótt myrkur var og þessi er þokkalega í sjálfu sér. Vantar kannksi aðeins eitthvað uppá en alla vega...

síðar

sunnudagur, mars 25, 2007

Form.


Form.
Originally uploaded by aceinn.
Ég rakst á þennan arkitektur um daginn þegar ég var að prufa linsu 80-400 og þótti gaman að sjá að arkitektar eru að nota hin einföldu fomfræði í húsagerð í dag.

Ég er búinn með tvo kúrsa í formfræði og þótti gaman að, og það er að nýtast mér merkilega nokk í því sem ég geri dagsdaglega og meira að segja þá sé ég form í hverju einasta bletti í náttúrunni... gaman að þessu.

Ef einhver veit hvar þetta er tekið og hvað þetta er þá skutlið þið inn svari og ég skal veita VEGLEG verðlaun að mínum hætti:)

laugardagur, mars 24, 2007

Gæs


Gæs
Originally uploaded by aceinn.
Þessi gæs varð á vegi mínu á leið heim í kvöld. Keyrði niður í Elliðardal, við rafstöðina gömlu og þessi var á vaggi þar.

var að prufa svakalega linsu og held að ég fari með hana í smá ferð á suðurlandi á morgun. (ídag)

80-400 linsa VR nikon að sjálfsögðu, gæða linsa og held að hún svínvirki með ágætri lýsingu, jafnvel með litla lýsingu. Hristivörnin er prima og virkar ágætlega held ég sveimmér þá, reyndar þarf aðein að venjast þessari því hún virkar sæmilega þung.

Held að ég reyni við nokkra fugla með þessari :) hef ekki verið annálaður í fuglamyndatöku, nema þá helst fyrir myndina af Akurgæsinni í sumar.....

Talandi um þá gæs, þá er ég hundfúll að vita ekki að þetta hafi verið Akurgæs þegar ég byrjaði að hamflétta kvikindið, því þá hefði ég látið stoppa hana upp því það koma ekki hingað til lands nema kannksi 30-50 fuglar á ári. Afar sjaldgæfir fuglar hér og fáir sem lenda fyrir framan hlaupið. En því miður þá vissi ég ekki fyrr en of seint.

adios

fimmtudagur, mars 08, 2007

A DREAM


A DREAM
Originally uploaded by aceinn.
Magnaður draumur... sem rætist aftur og aftur....
Þessi staður er einn sá alflottasti í veröldinni... ég væri til í að taka 24 myndir á 24 tímum... s.s. fyrsta myndin kl. 00:00 næsta svo 01:00 og svo koll af kolli...

Hey þetta er kannksi hugmynd sem á ég eftir að framkvæma :)

kindur við fjöru


kindur við fjöru
Originally uploaded by aceinn.
Hádegisverður í Lónsöræfum (held að þetta sé þar). Var að skoða nokkrar af mínum myndum og fannst þessi vera þessleg til að maður fari að hlakka til sumarsins. Nú fer að styttast í sauðburð og mikið afskaplega væri gaman að ná myndum af nokkrum slímugum nýfæddum lömbum.. spurnig um að hugsa sér til hreyfings bráðum.

Annars gæti það verið erfitt að ná myndum af nýfæddum lömbum í fjárhúsi hjá mér í dag þar sem ég varð fyrir þeirri óprútnu ógæfu að það var stolið af mér micro linsunni og flassinu :( þetta saman kostar reyndar 1 stk handlegg og hálft nýra þannig að ég þarf að spara soldið mikið til að ná í þessar græjur aftur....

Lærdómur minn af þessu er að læsa bílnum og fara aldrei aftur í Árbæinn :)

fimmtudagur, mars 01, 2007

Englaský


Angel watching over Sodoma
Originally uploaded by aceinn.
Ég var á leiðinni heim í gær þegar ég sá þessi stórkostlegu ský koma með magnþrungum þunga yfir bæinn. Ef ég væri heittrúaður þá hefði ég tekið þessu sem "sign" um dómsdag eða eitthvað þvíumlíkt. :)

Ég var svo heppinn að vera með myndavélina í bílnum og skaut nokkrum skotum á leiðinni heim og þessi mynd er sú síðast í þeirri seríu og fannst mér hún vera svo lýsandi yfir þeirri tilfinningu sem ég fékk þegar ég sá þetta.

Magnað fyrirbæri og gaman að ná þessu á mynd.

Nokkuð margir sáu þetta og margar myndir voru teknar af þessu fyrirbæri og póstuðu þeir sínum afurðum á LMK.
http://ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=15044&postdays=0&postorder=asc&start=0

kíkið á þær