miðvikudagur, júní 28, 2006

Myndvinnsla


Ég var að fikta aðeins í myndvinnslu og þetta er niðurstaðan.. dísus ég held að þetta tæki Photoshop sé eitt af því hrikalegasta sem ég hef lent í .. þegar maður leyfir sér að fikta og fikta... lesa og lesa þá endar maður bara í fíling :) Bara gaman.

þriðjudagur, júní 27, 2006

Speglun


Speglun
Originally uploaded by aceinn.

Veit ekki nema ég sé svo hrikalega skotin í þessum stað :) að ég verð að setja þessa líka hér.... Ég var að reyna að fikra mig áfram í myndvinnslu í gærkvöldi og veit bara ekki hvort ég sé að ná því fram sem ég vil ... dam þarf að læra betur á þetta snilldar forrit sem Photoshop er.... en alla vega hingað ætla ég að fara í sumar með kakó og smurt brauð ;) (kannksi smá öngul líka því ég sá þarna á sveimi smá fiska hehe )

mánudagur, júní 26, 2006

Útskriftir og Bugður


Bugða
Originally uploaded by aceinn.

Ég fór í tvær útskriftir á laugardaginn og það var ansi skemmtilegt. Að venju var boðið uppá fínar veitingar sem runnu ljúflega niður hjá mér og naut mallakúturinn lystisemdana dágóða stund. Takk fyrir mig segi ég nú bara við Lilju og Gunna.
Ég fékk upphringu í dag og var boðið með að fara með Valsliðinu austur í Fjarðabyggð á sunnudag þar sem Valsarar spila sinn fyrsta leik í 16 liða úrslitum í Bikarkeppninni. Frábært það og ég ætla að fara þangað og hitti vonandi Óskar og Dag þar á vellinum og það verður ekki leiðinlegt, langt síðan það gerðist síðast.
Mér leiddist allsvakalega í kvöld og fór út með myndavélina svona til að dreifa huganum aðeins, og viti menn ég fór í Norðlingaholtið og sá þessa líka fallegu vin í borginni og þarf að skoða þetta svæði betur einn daginn.. tók nokkrar myndir og birtist ein af þeim hérl. Veit ekkert hvað áin heitir en þetta er djúp spræna sem rennur úr Elliðavatni. Jæja farinn að sofa, chiao

laugardagur, júní 17, 2006

17.júní 2006



Til hamingju með daginn allir sem lesa hér og þar.
Fínn dagur held ég og eilítið blautt að vanda. En ég fór að spá hvaða dagur er þetta annars? Er þetta er sá dagur sem Svíagrýlan verður jörðuð fyrir fullt og allt? Er þetta er sá dagur sem ég verð með bindi? Eða sá dagur sem ég minnist hvítvíns? Kannksi er þetta dagur blaðra og þyrla í öllum regnbogans litum, og dagur barnanna? Þetta er náttúrulega þjóðhátíðardagur okkar en ég þarf þennan dag til að eiga eitthvað spes, minningar mínar eru skemmtilegar á þessum degi t.d skógurinni í Bárðadal (sem ég man ekki hvað heitir en er þarna innst í Bárðadal) þar var farið í leiki og skemmt sér konunglega á hátíð sem var haldin þar í mörg ár (og er enn held ég ) ég man eftir skrúðgöngu í seinni tíma með skátum niður laugaveginn og ég man eftir þessum leiðinlegum og ógeðslega vondu sykurflosi á pappastöng. Ég var að reyna að ryfja upp fyrir mér dansleik á 17. júní og eina sem ég man eru tónleikar á Arnarhóli. Fór samt á tugi dansleikja á þessum degi í denn og merkilegt nokk þeir hafa ekkert skilið eftir sig! :)

Það er þessi dagur sem fær mig til að muna það að vera Íslendingur er frábært og þetta er sá dagur sem maður á að brosa með sínu fólki. En nú er ég farinn til múttu í kaffi og kleinur með bros á vör, og hafið þið það allra best í dag

mánudagur, júní 12, 2006

Tattoo



Well ég lét verða af því :) gamla tattoo-ið mitt sem ég lét á mig 19-20 ára gamall, er farið! Öss það er ca 16 ár síðan! Það var gert í frekar mikilli "gleði" og eftir nokkur ár fannst mér það alltaf vera frekar ljótt sem það var náttúrulega, skemmt, upphleypt og það vantaði hreinlega í það. Já, já ég var kannksi ekki alveg í standi þá til að láta á mig tattoo. BTW það var gert í kyndikompu í ákveðnu húsi í Smáíbúðarhverfinu og ef heildbrigðisstofnun hefði vitað af þessu þá hefði hann aldrei gert neitt við neinn eftir þetta: ).

Allavega hitti ég gaurinn sem blekaði mig og spurði kauða hvort það væri ekki ábyrgð á þessu og hann hló mikið en sagði að hann væri með ábyrgð tvær vikur eftir dauða, því eftir það þá væri komin svo leiðinleg lykt að manni að hann nennti ekki að standa í því:) ... en svona í stuttumáli þá fórum við að ræða tattoo-ið mitt og kom þá í ljós að ég var í rauninni fyrsti eða annar gaurinn sem hann "blekaði" með lit hahaha. En við fórum að spekulera að laga það en ég er búinn að spekulera í mörg ár að gera eitthvað við það og við byrjuðum að teikna... og teikna... og teikna..... að endingu þá ákvað ég að láta svona Tribal dót á mig og ég er nokkuð sáttur við það, þetta er teikning sem var bara gerð á staðnum eftir miklar pælingar.. ég hélt mér við gamla að hluta til eingöngu til að minna mig á að sumir hlutir fara aldrei frá manni og minningar eru eitthvað sem ávallt skal bera virðingu fyrir. Ég ber virðingu fyrir líferni mínu í den, í sjálfu sér vegna þess að það veitir mér skilning um hver ég er í dag og heldur mér kannksi á jörðinni svona dagsdaglega :) tók þessa mynd á símann minn og fiktaði eilítið í Photoshop.

miðvikudagur, júní 07, 2006

Fjöllin hafa vakað í þúsund ár



Harpa ljósmyndari af guðs náð var að þvælast þarna og tók mynd af okkur Birgittu :) mikið helvíti var þetta gaman....Birgitta er alveg að tapa sér þarna heheh..
Geggjað

Bubbi 50 ára


Bubbi 50 ára
Originally uploaded by aceinn.

Ég og Birgitta fórum á tónleika með BUBBA í höllinni... geggjaðir tónleikar og ég skemmti mér konunglega.. Ég hef farið á marga marga tónleika með kallinum og fæ aldrei leið á honum, og verð að segja að þarna var öllu tjaldað til og heppnuðust frábærlega... mikið svakalega var þetta töff... tók nokkrar á símann og hendi þeim inn á hina síðuna mína http://flickr.com/photos/aceinn/

Birgitta skemmti sér frábærlega sýndist mér :) allavega er hún eins og pabbinn algjört BUBBA fan og kunni öll lögin og hoppaði eins og brjálæðingur allan tímann....
Bubbi takk fyrir mig:)

fimmtudagur, júní 01, 2006

Tónhlaða eða MP3 spilari

Var að lesa Moggann 30. maí og þar var skemmtileg grein eftir Árna Johnsen. Þar er að tala um málvernd og að Mogginn ætti að nota orðið Tónhlaða í stað þess að kalla alla stafræna spilara Ipod.. :) Merkilegt nokk þá er ég rosa hrifinn af nafninu Tónhlaða yfir samnefnara á stafrænum spilurum í stað þess að kalla MP3 spilara Ipod eða þvíumlíkt, því það er deginum ljósara að Ipod getur ekki verið samnefnari yfir öll þessi tæki..

Tónhlaða skal það vera og mun ég kalla þessi tæki hér eftir Tónhlaða:)

en ein svona sjálfsmynd í lokinn tekna með Isigth myndavélinni sem er innbyggð í Makkanum:)