sunnudagur, júní 10, 2007

Hjólamaður í Viðey


Hjólamaður í Viðey
Originally uploaded by aceinn.

Jón Ragnars var sniðugur í Viðeyjarferðinni og nældi sér í hjólhest til að trilla um eyjuna. Góð hugmynd. Ég staldraði of stutt þarna, var að fara á leikinn Valur-Keflavík síðar um daginn sem fór by the way 2-2 eftir að Valsmenn urðu undir í fyrri hálfleik 0-2. Ég tók ekki mikið af myndum þarna og var það skemmtieg tilbreytni í ljósmyndaferð að koma heim með aðeins 14 myndir.. í stað 140 eða eitthvað.:) En lífið er gott og sól í heiði...

Horsewisper


Hestakona
Originally uploaded by aceinn.

Ég fór að mynda hana Sunnu með hryssunni sinni sem er við það að fara að kasta... (hryssan sko:) ) upp í Landeyjar... hún var að ná í hrossið og fór með það í bæinn og mér skilst að hryssur kasti á morgnana í helst þurru veðri.... langar að ná því á sensorinn og ef það á að gerast þarf ég að vakna snemma næstu daga... mjög snemma, og vera mættur í mosfellsdalinn til að mynda..

gæti verið spennandi verkefni að kíkja uppeftir næstu daga.. sjáum til hvað gerist með það :).

miðvikudagur, júní 06, 2007

Fótur


Fótur
Originally uploaded by aceinn.

Veit ekki alveg en ég held að þetta hross heiti Fótur. Alla vega er þessi mynd tekin í Kílhrauni (http://kilhraun.is/ ) í fyrrasumar sein um kvöld. Nánast um miðnætti minnir mig. Vann hana snögglega í photoshop bara svona fyrst ég var ekki sofnaður.... Spurning að fá að fara á bak um helgina??