þriðjudagur, janúar 22, 2008

Myndatakan


Myndatakan
Originally uploaded by aceinn.

fór smá ferð á sunnudaginn og ætlaði að fara að Nesjavallavirkjun og mér til ómældar gleði var ófært yfir dalina.. en að sama skapi varð ég pínu fúll að komast ekki í gegnum þessa ófærð heh

en þessi Englendingur varð á vegi mínu. Breskur ljósmyndari John Ross og var hann með nokkura miljón kr vél í handraðanum:) það var gaman að fylgjast með honum taka myndir og spökulera í ljósi..

Hann talaði um hvursu gríðalega flott sólarupprisan hér á landi er og hann er búinn að flakka um heiminnn í auglýsingatökur og var þetta víst toppurinn.

gaman að þessu og nokkuð lærdómsríkt að fylgjast með honum að störfum.
Hann var sem sagt með fjóra aðstoðarmenn, ein stelpa sem sá um tölvuna (macbookpro) og vann hún jafnóðum í histogram og saturation ásamt því að loada myndum á harða diskinn.
Aðstoðar direktörinn var þarna búinn að velja tökustaðina og kom hann víst degi áður til þess... svo var strákur þarna sem var loppinn á fingrum líklegast bílstjóri (sá ekki annað hlutverk hjá honum) og þá var fjórði aðstoðarmaðurinn íslenskur leiðsögumaður.

Fínt crew þar á ferð og nutu sín greinilega í íslenskri dásemdar náttúru...

ISLAND BEZT Í HEIMI

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

cool...að hitta á svona óvænt lið sem er að mynda og akkúrat áhugasviðið þitt....mér finnst þett ferlega cool........:) kv.Pálína

Nafnlaus sagði...

já gaman að hitta svona stóra kalla :)
Svona verður þú bráðum. Ef þú hættir að vera svona tækjaóður ...

Guðbjörg H

Aceinn sagði...

já Pálína þetta var voða gaman og fínt að sjá svona kalla að störfum.

Harpa sko... ég náttúrulega verð ekki svona NEMA MEÐ TÆKJUM eins og hann á hehe .. en því miður á ég ekki 2 millur undir koddanum fyrir svona vél eða baki :)