mánudagur, maí 21, 2007

Blautur leikur en góður samt :)


Blautur leikur en góður samt :)
Originally uploaded by aceinn.

jæja knattspyrnuvertíðin hófst um síðustu helgi af fullum krafti og við áttum Fram í fyrsta leik, sá fór ekki alveg eins og áætlað var og liðið virtist ætla að lenda á sama stað og á síðustu leiktíð með það að fá jafnteflismark á síðustu mínútum. Þannig fór sá leikur 1-1 á móti Fram. Valur klárlega betra liðið í þeim leik.

En í gær var allt annar leikur, önnur veðrátta og annar staður. Fylkir bauð okkur í heimsókn og skemmst er frá því að segja að það var GEÐVEIKT veður í fyrrihálfleik... (smellið á myndina, farið svo í all size og veljið 800 eitthvað til að sjá hana stærri) ..... Brjáluð rigning og töluverður vindur. Fylkir skoruðu rangstöðumark strax í byrjun fyrrihálfleiks og merkilegt var að sjá 100 + aðstoðardómara vera ca 4-5 metrum fyrir aftan línuna sjálfur og ekki hafa undan þeim að hlaupa. En eftir barning þá skipti Willum Bo Mortensen dananum inná og Hafþóri og gerðu þeir það sem þeir átu að gera....daninn skoraði og Hafþór lagði upp á hinn danann Rene og sá kauði hamraði hann inn á 25 metra færii...... snilld og blautt...
mér líst vel á sumarið

Engin ummæli: