miðvikudagur, maí 02, 2007

viti


viti
Originally uploaded by aceinn.

Jæja knattspyrnusumarið er að byrja....
Valur og FH áttust við í beljandi roki í úrslitum deildarbikarins (Lengjubikarinn) og því miður unnu FH ingar í framlengdum leik 3-2.

Valsmenn voru að vanda mun sterkari en hafnfirðingar náðu að setjann oftar í netið og þar með taka litla bikarinn þetta árið. Sveimmér þá held ég að þeir fóru taplausir í gegnum þessa keppni.

En mér líst samt vel á sumarið og finnst eins og Valur hafi ekki verið með jafnsterkan hóp í mörg mörg ár og já ég er bjartsýnn á titil í sumar. :)

Myndin er af þeim afar sjaldgæfa atburði þegar Sigurbjörn Hreiðars lét Daða markmann FH-inga verja frá sér vítaspyrnu í stöðunni 0-0...

Alveg er ég klár á því að við hefðum unnið leikinn ef þessi spyrna hefði ratað inn.....
En mér hlakkar til í sumar.........

fótboltakveðja......

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Maður segir "ég hlakka"... ;)

Aceinn sagði...

hahah mikið var ég viss um að fá svona komment hehe

en ég er svo hel sjúkur í þessu þágufallsdæmi að ég ætla að halda þessu svona... og svo áfram Valur og allir þeir nafnlausu :)

Nafnlaus sagði...

ég er ekkert nafnlaus!
Hnuss..