mánudagur, september 03, 2007

Baráttan um titilinn


Svaðalega var gaman á vellinum í kvöld. Við fórum í Víkina til að dansa taktfast við þá röndóttu í Austurbænum og svona Derby leikir eru alltaf skemmtilegir..

Stutt að segja að leikurinn var mjög skemmtilegur og eftir fyrstu taugatrekkjandi 30 mín þá glitti í sólina og eftir fyrsta markið (pínu gegn gangi leiksins) þá var sólin skínandi á okkur Valsmen en Víkingar sáu ekki til sólar.
Leikurinn endaði 1-5 fyrir okkar mönum og þar með settum við pressuna á FH-inga!

Það glittir svo hrikalega í Íslandsmeistaratitilinn að ég fer að setja upp sólgleraugu:)

lífið er skemmtiegt

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sá á síðunni hennar Birgittu að það eru komnar tvær dömur í heiminn innilega til hamingju með nýja titilinn AFI, ótrúlegt að þú sért komin með þennan titil endliega skelltu inn myndum af prinsessunum við tækifæri og til enn og aftur til lukku. Vonandi gekk þetta allt vel.
knús knús frá okkur öllum