laugardagur, desember 29, 2007

jæja.. ég held að það verði að koma nokkrar línur hér nú!

Ég er heltekinn! gagntekinn!

Ég fór sem sagt í jómfrúarferð sem bílstjóri uppá Langjökul í dag:) Þvílíkt og annað eins.. það eru nokkrir vöðvar sem ég hef ekki notað áður ekki sáttir við mig núna :) Rassvöðvinn hefur massast upp um helming, hendurnar halda enn að ég sé að stýra og hnéð á benínfætinum er bólgið sem aldrei fyrr ... en þar sem sál og restin af líkamanum eru svo happý þá finnst mér þessir verkir hjóm eitt!

Ok. Ég er ekki sá vanasti í svona akstri og fékk að fara með strákum sem eru nokkuð vanir og á nokkuð öflugum bílum, þeir bjuggust við að þurfa aðstoða mig soldið sem var raunin.. en svona eftir á að hyggja þá voru þær festur sem ég lenti í eingöngu vegna reynsluleysis.
Ferðin byrjaði á hitting á Shell við Vesturlandsveg, þar var tekið bensín og spjallað aðeins, tekinn staða á mannskap og bílum. Þarna voru nokkrir hópar eitthvað um 20 bílar, og svona ca 5 í hverjum hóp. Greinilegt var að hver hópur hafði skipulagt sjálfan sig eins og var með okkur .. vi ð vorum 4 bílar: Hilux dbcab (Eyþór) 44" Hilux dbcab 38" (Ég) Trooper örugglega 86 módel 38" (Pétur) flottur gamall þrælbreyttur vagn og svo var MUSSO 38" læstur allann hringinn (man ekki).

Ballið byrjaði með glans, í fyrstu brekku við Þingvelli á leið uppá Kaldadal voru bílar pikkfastir þegar við komum að og tók smá tíma að átta sig á aðstæðum, hleypa úr dekkjum og skemmtileg heit, En þarna urðu mín fyrstu "mistök". Ég fékk upplýsingar um að það væri best að hleypa úr í svona ca 6 pund og gerði ég það samviskulega. Svo losnaði aðeins um í brekkunni og ég óð af stað... fór í spól og ætlaði að bakka aðeins til baka og fá meira tilhlaup en lenti þá aðeins útaní kanti og bíllinn settist á kviðinn... þá kom Eyþór og við létum spotta í og SvIÍng ég var laus og ég tók þetta á seiglunni. Þegar upp var komið þá var byrjað að tala um að hleypa aðeins meir því menn voru fastir hist og her.. fórum í 4 pund og það var keyrt greitt því við vorum með síðustu mönnum. Þá komu mistök mín nr. 2! Mér fannst einhvern vegin vont að keyra í hjólförum og ætlaði aldeilist að skjótast á milli dekkjafara og fór lúshægt.. med det samme var ég fastur.... Eyþór kom :)

Eftir þetta var keyrt hratt yfir slóðann en ferðinn sóttist frekar seint.. þurftum nokkrum sinnum að bakka og losa okkur því færið var massa þungt og djöfull var það gaman :)

Langjökull brá við brún og það var magnað að sjá 20-30 bíla vera að spóla sig uppá jökulinn. Menn voru að tala um að færið væri mjög þungt og erfitt en ég ætlaði að sýna þessum gaurum hvar Ási keypti kókómjólkina:) Tvisvar festi ég mig vel og ég held að ég hafi mokað 2 tonnum af snjó.. og btw enn var ég með 4 pund í dekkjum. ( Sem eftir á að hyggja voru stór mistök! ) Í seinni festunni þá átti ég ca 50 - 100 metra upp og mér fannst það frekar súrt.. og bílar fastir hingað og þangað hehe... tíminn var eiginlega orðin þannig að huga þurfti að heimleið þannig að ég fékk einn gamlan jálk sem rétt pikkaði í mig og ég sneri mér niður á leið. Þá var byrjað að dæla aðeins í dekkinn og lagt af stað heim. Þegar við vorum komnir áleiðis þá versnaði veðrið til muna og búið var að fenna í öll hjólför þannig að þetta leit ekki vel út :) Bílar sátu pikkfastir og menn voru að draga hingað og þangað upp og svona skemmtileg heit.

Þá kom að því .. við ákváðum að láta leka duglega úr dekkjum og fórum við niður í 2-3 pund og þvílíkur munur!! Ég meira að segja dró Pétur eitt sinn upp hehe og fór allt sem aðrir stærri og meiri kallar fóru ekki! Við ákváðum að vera ekkert að bíða eftir þessum hóp sem var að bisast við að losa sig úr þessum líka svaka festum heldur rúlluðum okkur við hlið þeirra eins og ekkert væri eðlilegra og sprautuðum okkur áfram í miklum hossingi og látum.. ég segi það satt.. hamagangurinn var slíkur í okkur að mér fannst þetta vera eins og þegar ég var í 30 metra ölduhæð hér í denn á Jóni Júlí í 12 vindstigum... GEGGJAÐ!!

Hvað lærði ég? Jú ég þarf að fá mér VHF stöð... og ekki spara helvítis pundin í dekkjunum...:) Menn hrósuðu mér fyrir áræðni og ökuleikni á leið niður... sögðu að ég væri fæddur í þetta hehehehe

Meira að segja hafði ég ekki tíma til að taka myndir og ég held að ég hafi bara náð 3 myndum sem ég ætlað að kíkja á á morgun...

Næsta ferð verður farin fljótlega :)

Yfir og út

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta hefur greinilega verið virkilega skemmtileg ferð, og kallinn orðinn alvöru jeppatútta! :)

Aceinn sagði...

hehe ó já.. ási jeppatútta :)