sunnudagur, desember 30, 2007

Langjökull



jæja ég fór að skoða myndirnar og tók heilar 10 myndir í ferðinni (aðeins fleiri en ég hélt heh) :) en þær eru skiljanlega misgóðar. Þegar ég tók þessa þá var ég búinn að spóla mig niður á kviðinn uppá jökli.. búinn að moka yfir mig, kófsveittur og fínn...

En eins og hægt er að sjá þá er ekki mikið að veðri þarna um 4 leytið og þetta er það sem málið snýst um.. fyrir mig allavega....

Ég er ömurlegur í krossgátum, scrabbli, og svona þrautum.. en þessar þrautir er ég til í... að komast í tæri vð óspillta náttúru..

Bubbi Morthens segir í bókatitli sínum .. að kasta flugu er að tala við guð!

Eg segi... að vera í náttúrunni er að tala við guð

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ási ég veit hvað þú ert að tala um. Ég átti jeppa og veit hvernig þetta er. Ég náði að endurhlaða batteríð á fjöllum, einn með nátturinni, þó svo að kannski 20 samferðamenn voru með þá var ég einn, eða þannig leið mér. Það stóð til boða að ég fengi að fara með í þessa ferð hjá þér. Því miður komst ég ekki. Ég hlakka til þegar mér verður boðið aftur. Þá verður sko ekki sagt NEI.
Bestu kveðjur Doddi

Aceinn sagði...

hehe þetta er snilld :) Guðdómlegt hehe