sunnudagur, maí 07, 2006

Valssumarið mikla

Jæja nú byrjar það :) opnunarleikurinn í íslenskri knattspyrnu er í kvöld á Kaplakrika......
FH og Valur mætast þar í MESTARALEIKNUM (Meistari meistarana ) Íslandsmeistarar og Bikarmeistarar mætast og ég mun að sjálfsögðu vera þar.. ásamt fleiri fallegum rauðum....

Þá sjaldan sem ég þríf og pússa þá gerði ég það með stæl og pússaði kristalskúluna mína og sé sumarið sem fagurt og rautt... sveimmér þá ef við verðum ekki bara íslandsmeistarar þetta árið og förum með dolluna í heiðurssætið á Hlíðarenda þar sem nota bene er verið að byggja fallegasta leikvöll fyrr og síðar á Íslandi. Búinn að pressa treyjuna og er tilbúinn á leikinn. ég tek með mér vélina og sé til hvort ég get myndað einhverja stemmingu fyrir leikinn og á leiknum.. djö.. er ég orðinn spenntur .. farinn í bili að kyrja... VALSMENN LÉTTIR Í LUND :) hér er textinn svo þið getið kyrjað með

Valsmenn, létttir í lund
Valsmenn, léttir í lund
leikum á sérhverri stund.
Kætin kringum oss er
hvergi er fjörugra en hér.
Lífið er okkur svo kunnugt og kært,
kringum oss gleði nú hlær.
Látum nú hljóma í söngvanna sal
sveinar og meyjar í Val.
Já, Valmenn, við sýnum og sönnum
söguna gömlu þá,
að við séum menn með mönnum
sem markinu skulu ná.

Valmenn, léttir í lund....(lagið sungið aftur)

2 ummæli:

Elín sagði...

Já léttir í lund:)
Til hamingju með sigurinn.

Nafnlaus sagði...

hef ekkert fylgst með hvurjir unnu, en ási fórstu ekki út í gær að taka myndir af appelsínugulu sólinni? hlýtur að vera, skella því þá inn og leyfa okkur að sjá:)