mánudagur, nóvember 20, 2006

Snjór og aftur snjór


Öss ég var þreyttur í nótt...
Birgitta þessi elska kom heim um 2 leytið í nótt, og vakti mig í sófanum eftir að hafa verið búin að hringja svaðamikið en ég bara svaf eins og engill án þess að heyra í símanum. Ég nefnilega er ekkert búinn að heyra í símanum undanfarið og uppgvötvaði ástæðuna í morgun :) ég setti inn lag í símann sem varð að hringitóni og einhvern veginn hef ég náð að stilla í leiðinni hringinguna á mjög lágt. En aftur að Birgittu, hún var sem sé að koma heim og var eitthvað að bakstast með að finna stæði og þessi snilldar bílstjóri náði að festa sig á planinu. Ég tölti út með henni til að færa bílinn og tók þá eftir að hún er á sumardekkjum að framan og ég er ekkert hissa á því að hún skuli festast í snjónum... en til að gera langa sögu stutta þá þurfti ég að draga bílinn hennar útá á götu þar sem hún svo lagði uppá gagnstétt til að geta fært hann til án þess að vera að festa sig alltaf:) Merkilegt er að hún gaf alltaf allt í botn á sumarblöðrunum og skildi bara ekkert í því að hún skildi festast aftur og aftur... og svo kann hún ekki pelastikk!! jæja er komin með tvö verkefni sem ég þarf að kenna henni... Hvernig á að útbúa bíl yfir vetrartímann og hvernig á að hnýta pelastikk... sjáum til hvernig með gengur með það
farinn.............svíiíng

Engin ummæli: