miðvikudagur, janúar 03, 2007

FERÐALANGURINN



Ég er kominn heim í heiðadalinn, kominn heim með slitna skó......... :)

Sól, sjór og sætar stelpur, örbrigð, pólitík, hiti. Salsa, cocktaill, trukkar. Fólk, bílar, litir. Gítar, handverk, hundar. Sósialismi, kommúnisti, Che. - HAVANA -

Þetta er það sem mér dettur í hug þegar ég hugsa til baka, og jafnvel gæti ég sagt meiriháttar fyrir framan hvert orð í upptalningunni.
Fyrstu dagarnir voru frekar rólegir, syndandi í karabíska hafinu, leikandi sér í sandi og liggjandi á sólbekk en svo kom að því að fara að skoða sig um. Þetta er geggjað land og þó svo að ekki hafi verið mikill tími til að sjá allt landið þá náði maður svona nasasjón af því og það hefur æst mann upp í að koma aftur til að ferðast betur og ýtarlegar.

Havana er hrikalega flott borg í ljótleika sínum. Allt svo skítugt en samt svo hreint :) hehe þetta er borg andstæða, söngva og gleði. Merkilegt alveg.

En ég nenni ekki að koma með ferðasögu núna en læt þessa mynd fylgja sem er tekin á matarmarkaði fyrir innfædda og mér finnst á einhvern hátt vera svo hápólitísk!!

Ég sé Fidel í skugganum, almúginn er að týna það litla til sem því er rétt og svartamarkaðsbraskið blasir svo við í toppnum, þar sem allir sjá en enginn veit um.
Kannski þessi mynd ætti að heita Kommúnistinn?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkominn heim ferðalangur :-) Efast ekki um að þessi ferð hefur verið geggjuð í alla staði hlakka til að heyra smá ferðasögu heyrumst kveðja,Silla Akureyriscity þar sem sól skín alla daga:-)

Nafnlaus sagði...

jéss father dear!! það er eins gott að þú takir mig með næst..annars fer ég örugglega í feita fýlu.. ;)