sunnudagur, janúar 14, 2007

--Tvær hetjur


jæja, er að dóla mér í gegnum allar þessar myndir sem voru teknar á Kúbu og fjöldinn er gríðarlegur.
Hér er ein mynd sem Guðrún tók af mér og sýnir svo ekki sé villst portrett af tveim hetjum! :)

Þarna vorum við öll í Safari ferð sem hljómaði spennandi, fórum stór hópur á ca 10 Suzuki vitara opnum jeppum og keyrðum aðeins inn í landið. Ferðin var skemmtileg, syntum í dropahelli með snork græjum, þar sem ferskvatn er og dýptin var mest 22 metrar, hrikalega fínt og tært vatnið. Náði því miður engum góðum myndum þar því ég er í bölvuðum vandræðum með að læra á þetta flass mitt. Allavega þá var þetta skemmtilegur hellir og vatnið var notalega kalt miðað við hitann þarna úti. Eftir hellirinn þá var skundað á bát þar sem við átum grillaðann stórhumar og ég verð að segja það að humarinn hér heima er tærasta snilld og geggjaðslega góður og þótt þessi stóri humar sé góður þá er munurinn á þessum tveim fiskum gríðarlegur og ef ég þyrfti að velja þá tek ég þann íslenska alltaf framyfir þann erlenda.

Ég er búinn að éta þennan stóra humar í Svíþjóð, Danmörku, þýskalandi og á Kúbu og allstaðar verð ég fyrir notalegum vonbrigðum því þessi íslenski er bara snilldin ein. Í Svíþjóð er þó einn skemmtilegur humar "kräftskiva" sem er að stærð svipaður og sá íslenski, vatnahumar sem er soðinn í dilli og étinn kaldur og sá humar eða krabbi er magnaður. Til í að éta hann aftur. Reyndar á menningarnótt át ég kräftskiva í tjaldi fyrir utan Hótel Óðinsvé og þar klikkaði hann ekki frekar en fyrri daginn. Reyndar er skemmtileg hefð í kringum þann krabba að drekka snafs sopa eftir hverja kló og það er alltaf jafn skrýtið að drekka vatnssopa með honum. :)

En aftur að Safarí ferðinni.
Á þessum bát var siglt upp á eina gríðalega fallega á, skógi vaxið á báðum bökkum og áin var í einhverskonar gili, og síðan var farið á Jetski og það var æðislegt. Mikill hraði, skvettur og tóm snilld. Jæja eftir bátaför þá var farið að strönd og áttum við að snorkla í kóralrifi en vegna straums og öldur þá var ekki leyfilegt að fara í sjóinn. Í staðinn var farið á einhvern garð þar sem hörku partý var í gangi, étinn "rjóma" terta sem var skorinn ca 10 cm x 10 cm, sett í hendina og svo bara étið eins og villimanni sæmir, þarna voru Kúbverjar að fagna einhverju brúðkaupsafmæli held ég og allir að dansa og drekka heimabruggaðan bjór sem mér skilst hafi verið einn sá versti sem bruggaður hefur verið. Fólkið hafði greinilega ekki drukkið bjórinn okkar Óskars sem við brugguðum við góðar undirtektir á Tálkanfirði forðum daga :)
Í þessum garði fékk ég slöngu um hálsinn, hélt á krókódíl og hafði pokarottu á hausnum, geri aðrir betur, hehe: ) Við enduðum svo ferðina í að fá að borða á nokkurnskonar sveitabæ, og þar var eldað að kúverskum sið svínakjöt og kjúklingur. Þegar þarna var komið þá var ég orðinn helvíti slappur, hausverkur og ógleði. Fékk Panodil hjá einum samferðamanni okkar og drakk ég þarna 1.5 lítra af vatni, og svona ca 5 kúbverskt kaffi (espresso MJÖG sterkt kaffi) og sveimmér þá ég lagaðist á skömmum tíma. Eg fékk örugglega snert af sólsting því eftir að ég kom á hótelið þá las ég mig um þessi einkenni og lýstu þau sér alveg eins. En þar sem ég er hetja eins og CHE þá hafði þessi lífshættulegi sólstingur ekki áhrif á mig.
Ég tók margar myndir í þessari ferð og mun pósta nokkrum þeirra á Flickr síðuna þegar ég er búinn að fara yfir þær.

Skutla kannksi einu tveim Videó sketsum hingað inn

síðar.....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úfffff ekkert smá flottar hétjur þarna saman.....