fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Besti þjálfari Vals í nokkur ár?


Myndina tók Hafliði Breiðfjörð á Fótbolta.net.
birt með góðfúslegu leyfi Hafliða og fotbolta.net

Tja ég get ekki borið dóm á það en allavega er árangur hjá Willum frábær. Valur fellur þarna eitt haustið og ég grét söltum tárum en þá kom Willum.... unnum 1. deildina með glans... urðum í öðru sæti árið eftir í Landsbankadeildinni, bikarmeistarar það árið... helv... KR kom í veg fyrir að vð enduðum í öðru sæti í fyrra með marki á síðustu mínútu og þar með Evrópusæti. En kæru vinir þetta árið.. þetta árið kom það ... VALUR VANN KR 3svar sinnum á þessari leiktíð.... Það er so SWEEEEEEET:)

Heima 2-1 æðislegur leikur og Helgi sig með tvö. Bikarinn í Frostaskjóli 1-4 þar sem Kjartan var maður leiksins (vítaspyrnukeppni) og svo núna 0-3 í Frostaskjóli. Baldur með stórleik og skoraði 2 og Helgi Sig með 1 sniffararmark.

Ég sofna vært í nótt.

Á mánudag er svo stórleikur á Laugardalsvelli þar sem við tökum FH í 8 liða úrslitum í Bikarnum og ég er soldið spenntur yfir þeim leik.
Svo ef mínir draumar rætast þetta árið þá tökum við Íslandsmeistaratitilinn og þá stend ég við stóru orðin og fæ mér TATTOO ;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

oh my god, ekki ætlarðu að segja að mér að þú fáir þér Valsmerkið sem tattó?? og hvar þá? Ertu nú alveg búinn að tapa þér , litli bró....:)

Aceinn sagði...

ó jú mín kæra.. það liggur undir að Valsmerkið skal fara á kroppinn...

ég er ekki kominn svo langt að ákveða hvar það kemur en ef Valur verður Íslandsmeistari þetta árið þá fer að ég hugsa um hvar það verður. :)