mánudagur, júní 26, 2006

Útskriftir og Bugður


Bugða
Originally uploaded by aceinn.

Ég fór í tvær útskriftir á laugardaginn og það var ansi skemmtilegt. Að venju var boðið uppá fínar veitingar sem runnu ljúflega niður hjá mér og naut mallakúturinn lystisemdana dágóða stund. Takk fyrir mig segi ég nú bara við Lilju og Gunna.
Ég fékk upphringu í dag og var boðið með að fara með Valsliðinu austur í Fjarðabyggð á sunnudag þar sem Valsarar spila sinn fyrsta leik í 16 liða úrslitum í Bikarkeppninni. Frábært það og ég ætla að fara þangað og hitti vonandi Óskar og Dag þar á vellinum og það verður ekki leiðinlegt, langt síðan það gerðist síðast.
Mér leiddist allsvakalega í kvöld og fór út með myndavélina svona til að dreifa huganum aðeins, og viti menn ég fór í Norðlingaholtið og sá þessa líka fallegu vin í borginni og þarf að skoða þetta svæði betur einn daginn.. tók nokkrar myndir og birtist ein af þeim hérl. Veit ekkert hvað áin heitir en þetta er djúp spræna sem rennur úr Elliðavatni. Jæja farinn að sofa, chiao

Engin ummæli: