mánudagur, júní 12, 2006

Tattoo



Well ég lét verða af því :) gamla tattoo-ið mitt sem ég lét á mig 19-20 ára gamall, er farið! Öss það er ca 16 ár síðan! Það var gert í frekar mikilli "gleði" og eftir nokkur ár fannst mér það alltaf vera frekar ljótt sem það var náttúrulega, skemmt, upphleypt og það vantaði hreinlega í það. Já, já ég var kannksi ekki alveg í standi þá til að láta á mig tattoo. BTW það var gert í kyndikompu í ákveðnu húsi í Smáíbúðarhverfinu og ef heildbrigðisstofnun hefði vitað af þessu þá hefði hann aldrei gert neitt við neinn eftir þetta: ).

Allavega hitti ég gaurinn sem blekaði mig og spurði kauða hvort það væri ekki ábyrgð á þessu og hann hló mikið en sagði að hann væri með ábyrgð tvær vikur eftir dauða, því eftir það þá væri komin svo leiðinleg lykt að manni að hann nennti ekki að standa í því:) ... en svona í stuttumáli þá fórum við að ræða tattoo-ið mitt og kom þá í ljós að ég var í rauninni fyrsti eða annar gaurinn sem hann "blekaði" með lit hahaha. En við fórum að spekulera að laga það en ég er búinn að spekulera í mörg ár að gera eitthvað við það og við byrjuðum að teikna... og teikna... og teikna..... að endingu þá ákvað ég að láta svona Tribal dót á mig og ég er nokkuð sáttur við það, þetta er teikning sem var bara gerð á staðnum eftir miklar pælingar.. ég hélt mér við gamla að hluta til eingöngu til að minna mig á að sumir hlutir fara aldrei frá manni og minningar eru eitthvað sem ávallt skal bera virðingu fyrir. Ég ber virðingu fyrir líferni mínu í den, í sjálfu sér vegna þess að það veitir mér skilning um hver ég er í dag og heldur mér kannksi á jörðinni svona dagsdaglega :) tók þessa mynd á símann minn og fiktaði eilítið í Photoshop.

Engin ummæli: