laugardagur, júní 17, 2006

17.júní 2006



Til hamingju með daginn allir sem lesa hér og þar.
Fínn dagur held ég og eilítið blautt að vanda. En ég fór að spá hvaða dagur er þetta annars? Er þetta er sá dagur sem Svíagrýlan verður jörðuð fyrir fullt og allt? Er þetta er sá dagur sem ég verð með bindi? Eða sá dagur sem ég minnist hvítvíns? Kannksi er þetta dagur blaðra og þyrla í öllum regnbogans litum, og dagur barnanna? Þetta er náttúrulega þjóðhátíðardagur okkar en ég þarf þennan dag til að eiga eitthvað spes, minningar mínar eru skemmtilegar á þessum degi t.d skógurinni í Bárðadal (sem ég man ekki hvað heitir en er þarna innst í Bárðadal) þar var farið í leiki og skemmt sér konunglega á hátíð sem var haldin þar í mörg ár (og er enn held ég ) ég man eftir skrúðgöngu í seinni tíma með skátum niður laugaveginn og ég man eftir þessum leiðinlegum og ógeðslega vondu sykurflosi á pappastöng. Ég var að reyna að ryfja upp fyrir mér dansleik á 17. júní og eina sem ég man eru tónleikar á Arnarhóli. Fór samt á tugi dansleikja á þessum degi í denn og merkilegt nokk þeir hafa ekkert skilið eftir sig! :)

Það er þessi dagur sem fær mig til að muna það að vera Íslendingur er frábært og þetta er sá dagur sem maður á að brosa með sínu fólki. En nú er ég farinn til múttu í kaffi og kleinur með bros á vör, og hafið þið það allra best í dag

1 ummæli:

Elín sagði...

Vonandi var dagurinn góður hjá þér.
Ég veit hvernig ég man þennan dag.