fimmtudagur, júní 01, 2006

Tónhlaða eða MP3 spilari

Var að lesa Moggann 30. maí og þar var skemmtileg grein eftir Árna Johnsen. Þar er að tala um málvernd og að Mogginn ætti að nota orðið Tónhlaða í stað þess að kalla alla stafræna spilara Ipod.. :) Merkilegt nokk þá er ég rosa hrifinn af nafninu Tónhlaða yfir samnefnara á stafrænum spilurum í stað þess að kalla MP3 spilara Ipod eða þvíumlíkt, því það er deginum ljósara að Ipod getur ekki verið samnefnari yfir öll þessi tæki..

Tónhlaða skal það vera og mun ég kalla þessi tæki hér eftir Tónhlaða:)

en ein svona sjálfsmynd í lokinn tekna með Isigth myndavélinni sem er innbyggð í Makkanum:)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

OMG þú fríkkar með hverjum deginum:))Svei mér þá ef það er ekki systkinasvipur með okkur:)

Nafnlaus sagði...

humm! setti inn komment hér í gær!
Ætlaði bara að segja gott að þú fannst út hvernig á að taka fegurðarmyndir á nýju vélinni. Þú ert bara ótrúlega fríður á þessari mynd og það gerist nú ekki oft hehe
kveðja
GHI

*Gunz* sagði...

Þetta er ein heljarinnar mynd ;)