fimmtudagur, september 14, 2006

BÖRN



Púff.. fór í Bíó þriðjudaginn og sá þessa líka fínu mynd, Börn eftir Ragnar Bragason sem ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki baun í bala til og það sem meira er ég vissi ekki neitt um þessa mynd! Allavega þá fór ég í Háskólabíó og sá einhverja hluta vegna strax í fyrsta atriði að þetta yrði áhugaverð mynd. Svart hvít mynd hræðir mig svolítið stundum en þarna kom það BLING.....Heppnaðist vel en ég fór að hugsa um það eftir myndina að kannksi hafi það ekki verið hugsunin í byrjun en vegna lélegra gæða á lýsingu hafi verið ákveðið að fara út í það að hafa hana svarthvíta sem hreinlega gerir þessa mynd 10 sinnum meira áhugaverðari kvikmynd heldur en í lit.
Myndin er um íslenskan raunveruleika. Íslenskar persónur í rugli og basli. Einstæð móðir sem reynir hvað hún getur til að ná endum saman, handrukkara sem vill komast útúr ruglinu, íslenskan geðhvarfasjúkling og móðir hans, og svona "props" manneskjur til að mynda heild í myndinni.
Ég hef séð allar þessar persónur í einhverri mynd, þótt kryddið sé stundum mikið þá virka þessar persónur á tjaldinu.

Nenni og ætla ekki að fara útí myndina meir en hlakka til að sjá sjálfstætt framhald af þessari mynd "Foreldrar" sem Ragnar er þegar byrjaður á... Vesturport leikhópurinn er merkilegt fyrirbæri og pottþétt mæti ég á sýningar hjá þessum hóp í vetur.

þangað til næst

hheeeeiiiilllllllllsaaaaaa

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

við mamma fórum einmitt á þessa mynd, okkur fannst hún mjög áhrifamikil:) Og þar sem hún er tekin í Fellunum, stigagangurinn og íbúðirnar...mamma samsvaraði sig nú stundum við þetta, sjálf einstæð móðir á sínum tíma með skriljón krakkagrísi:) Og ég fann mér samsvörun frá því ég bjó í kötlufelli og bara þetta,sitja ein til borðs soðinn fiskur og kartöflur og krakkagrísi...:) Christ ég fann nöturleikann... en samt hvað hún var flott mamman...Geggjuð mynd. og by the way Ragnar Braga er fæddur í Súðavík....og ólst þar upp til 9 ára...