laugardagur, september 16, 2006

Sorglegt viðhorf i sorglegum heimi


Ég er sorgmæddur í dag........

þeir sem hafa lesið þessa pósta mína hafa tekið eftir því að ég hef verið að segja frá algjörlega ómerkilegur og prumpi í sjálfu sér og kannski verið að blasta myndum frá mér með smá skilgreiningum sem er meira gert til gamans en hitt. :)

En nú er ég sorgmæddur út í heiminn þar sem hann er fullur af minni skilgreiningu, ( ekki taka þetta bókstaflega um þig) en skilgreining mín er að "FÓLK ER FÍFL og VERÐUR FÍFL" En alltaf hef ég trúað á hið góða í manneskjunni, og verð að koma með háfleyga pælingu.

Svo magnað er það að Benedikt XVI er fífl. Nú múslimar eru líka fífl. Málið er það að þegar ég las í fyrradag minnir mig um einhverja ræðu páfa um að íslamstrú gefi ekkert af sér nema ofbeldi og talaði eitthvað um Allah og Múhameð spámann, þá tók ég um höfuð mitt og sagði upphátt... andskotinn nú fer allt í bál og brand. Múslimar munu gera allt vitlaust.

Í þessu máli ( ef mál skyldi kalla þ.e. múslimar vs kristni/kaþólikkar eða mið-austurlönd vs vesturlönd eða þið skiljið vonandi ) er ég í stöðugri mótsögn við sjálfan mig. Ég segi það að við eigum að bera virðingu fyrir öllum trúarbrögðum heims, hvursu vitlaus sem manni finnst þau vera. Og ég styð málfrelsi og lýðræði eins og ég hefði fundið það upp sjálfur, þ.e.a.s fullt frelsi fyrir mig og þig.

En þegar ég las ummæli páfa þá fannst mér að hann hafi farið yfir strikið sem leiðtogi milljóna manna, (þar er mótsögn við tjáningarfrelsið) og hugsaði svosem að jæja sá vægir sem vit hefur meira! En auðvitað gera múslimar það ekki og gera allt vitlaust með drápum og skipunum á drápi...( önnur mótsögn sem gerir það að verkum að ég get ekki borið virðingu fyrir heitislamstrú )

Nú hefur páfagarður gefið út tilkynningar um að páfi iðrist stórlega og biðst fyrirgefningar á mistúlkunum í hans orðum, sem gerir mig dapran á þann veg að það er hægt að gera einhver afglöp og vonast að allt verði í lagi með að biðjast afsökunar. ( Sem ég geri oft þegar mér verður á, og reyni auk þess í stað að gera eitthvað gott í staðinn til jafnvægis við misgjörðir mínar, þú veist jing og jang :) og stundum verður góðverkið mitt ekki handa þeim aðila sem ég baðst afsökunar heldur einhver Jón eða Gunna útí bæ.. það kemur út á það sama fyrir mér, og þá er það mótsögn í sjálfu sér er það ekki?)

Mér leið þegar ég las um það í mbl að múslimar væru að kveikja í kirkjum og hóta að elta uppi Benedikt XVI páfa og drepa hvar sem í hann næst eins og alheimsvendi sem langaði að taka þessa tvo eða fleiri hópa upp á hnakkadrampi þeirra og segja " tekið hef ég hvolpa tvo og hvað skal við þá gera" og tuska þá aðeins til og gera þeim það ljóst að svona gerir maður ekki :) sem sagt að ala þetta lið upp aðeins. ( þá er ég kominn í þá mótsögn við sjálfan mig um að fólk getur ekki verið fífl og ég get ekki gert þá kröfu um að allir séu eins og ég eða ég sé eins og allir aðrir.)
Mér finnst eins og fólk í miðausturlöndum séu óþroskaðir einstaklingar (þau skilja það sjálfsagt á allt annan hátt) sem eru hreinlega óvitar og vita ekki hvað það er að gera... og mér finnst bjánar eins og Bush, Blair, Osama, Abubukar, Hitler, Stalin og fl. vera óvitar eða spjátrungar sem halda að það samfélagið sé þeirra og þeir eiga að stjórna hver á að lifa og hver á að deyja!

Afhverju getur ekki lífið verið svo einfalt að þegar ég alheimsvöndur og algáfaði segi við þetta fólk, skamm hættið þessu og allt fellur í ljúfa löð eftir það. En ég veit að þetta er ekki svo auðvelt.

Mikaelsfræði er merkilegt fyrirbæri sem byggir á því að sálin lifir í sjö stigum. Útskýri þetta í fáum orðum og einfalda hátt. Í fyrsta stigi er við ungar sálir, hálfgerðir óvitar sem fer í líkamanum þangað til við fræðumst og þroskumst til að komast á annað stig osfr. Þangað til við öðlumst Nirvana, eða fullkomnun í tilvistinni. Þegar við náum svo þessum "stigum" á lífsleiðinni þá deyjum við og endurfæðumst í nýjum líkama. Svo er það svo merkilegt samkv. þessum fræðum að systir mín getur verið bróðir minn í næsta lífi, eða sem sagt að fólk "hangir saman" í grúppum og tilheyrir hvort öðru í gegnum hinar ýmsu jarðneskar myndir kynja og skyldleika. Bróðir gæti orðir mamma í næsta og yfirmaður gæti verið frænka eða frændi í næsta osfr. Til að auðvelda þessa skilgreiningu aðeins...... hefur þú ekki upplifað Deja vú, sagt við sjálfan/sjálfa þig að hmm hér hefur þú verið áður?? Eða hitt manneskju í fyrsta skipti og fundist eins og þú hafir þekkt viðkomandi alla tíð? he he sálarflakkið maður :)


Ég pæli svona stundum til að gera lífið einfaldara og segi við sjálfan mig að ég sé líklegast búinn að lifa einu sálarlífi eða meir en þetta lið sem hagar sér svona eins og fífl til að ég verði ekki sorgmæddur allan daginn........... og svo á ég það til að hitta fólk sem eru svo miklir snillingar að mér finnst eins og þeir eigi mörg sálarlíf á undan mér...:) (vitur öldungur kannksi sem hefur öll svör og er jarðbundinn, rólegur og yfirvegaður á vel við "gamla sál"

og þá í kjölfarið í svona pælingum þá vex ánægjan mín og hið sormædda hverfur eins og dögg fyrir sólu, hið einfalda tekur við og ég hugsa alltaf ...... þetta/það/hún/hann/ á eftir að komast lengra í sálarflakki...ég vona bara að það læri sem fyrst.

kv
Alheimsvaldurinn með töfrasprotann :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er aldeilis pælingin:) Og að sjálfsögðu á "venjulegt" fólk að pæla í þessu, ég segi sama fékk sting þegar maður heyrði þetta páfadæmi... Ég fór í Ráðhúsið í dag og tók þátt í just a minute... Varðandi þetta sálarflakk...sama kenning í Raja yoga.. og ef milljónir manns sameinast í eina mínútu og beina huga sínum í von eftir friði í heiminum...ja...hugsanir rekast á um allan heim og verða auðvitað kröftugri því fleiri sem þær eru á sama tíma.. Algjörlega klárt mál...by the way Ási...við sátt eftir "geymsluævintýrið" hmmmm? Og höldum áfram að pæla í þessu...:)

*Gunz* sagði...

Já Ási fólk er fífl, ég tek undir það......Eins & sagan af djöflinum sem kom til mannsins, (djöfullinn hafði aðeins eitt í huga, að sanna að mannfólk væri illt) og bauð honum að hann mætti óska sér hvers sem væri....En að vinur hans mundi fá það tvöfalt......Maðurinn hugsaði sig vel um, og á endanum óskaði hans sér að hann mundi verða blindur á öðru auga.