laugardagur, september 23, 2006

Valsmenn i þriðja sæti

jæja, fór á síðasta leik sumarsins sem var á milli Vals og Kr. Þetta er óþolandi og ég mun elda mér tárasúpu næstu daga!!

Leikurinn var skemmtilegur og bauð uppá gott spil minna manna og voru þeir áberandi betri aðilinn í leiknum. En eins og svo oft áður þá var Egill dómari alveg úti að skíta í leiknum. Á reyndar eftir að sjá það betur í sjónvarpinu en eins og leikurinn sást frá mér í stúkunni áttum við að fá tvö víti og þá sérstaklega í seinna dæminu. Óþolandi finnst mér svo þegar línuvörður er svo seinn á sér að hann geti ekki fylgt eftir liðum eins og sást í þessum leik, þá gagnvart bæði liðum.

En sem sagt Valur þurfti að vinna leikinn til að tryggja sér evrópusæti en Kr nægðu jafntefli. Þegar 3 mín eru liðnar af uppbóta tíma þá skvísa þessir röndóttu halanegrar úr VERSTU bænum jöfnunarmarki sem tryggðu þeim svart hvítu annað sætið og til að segja eins og er þá eru þessir andsk.... í bikarúrslitum og ef þeir vinna þann leik á móti Keflvíkingum þá fá Valsmenn evrópusæti!

En skítt með þetta evrópusæti (sem gæfi félaginu litlar 15 mill í fyrstu tveim leikjum og allt að 30 mill fyrir að komast í aðra umferð) þá eins fyndið sem það er þá er það ekki þess virði að vonast innst inni að Kringar vinni leikinn..... því það er nú þannig að ég hef alltaf litið á KRinga sem höfuð andstæðing og allt sem viðkemur þeim.

Já svona er þetta bara og ég græt mig í svefn í kvöld, rífi mig upp í fyrramál og brosi á móti sól vitandi það að titillinn er okkar á næstu leiktíð.

Myndir hér að neðan eru teknar í kokteilhófi fyrir leik þar sem Hemmi Gunn fór með miklar og skemmtilegar gamansögur af þessum þrem liðum sem urðu íslandsmeistarar árin 1956, 1966 og 1976.. svo luma ég á gullmola sem ég þarf að koma á netið sem allra allra fyrst...

kveð í bili með tár í sinni og fýlu í hjarta
Áfram Valur

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HAHAHA áfram KR

Aceinn sagði...

já já vertu bara úti þú þessi anonymous..... ekta KR-ingur ... liggja í felulitum og feisa ekki heiminn piff

Nafnlaus sagði...

Það hefur nú alltaf verið talið betra að fara um í felulitum heldur en eins og sina um jörð. By the way hvernig var tárasúpan;)