mánudagur, október 09, 2006

Eitt skot, ein gæs :)



Eins og glöggir lesendur sjá þá er fyrsta gæsin dottin! :)

Ég fór norður í Eyjardalsá til Baldurs og Síssí um helgina á gæsaveiðar og lagði af stað um miðnætti á föstudegi, keyrði alla nóttina og var kominn í morgunflugið í Suðurtúnið strax í bítið á laugardagsmorgun. Í stuttu máli þá veiddi ég ekkert þann morgun og svona eftir á að hyggja gerði ég mörg mistök sem ég get náttúrulega bara skrifað á mig. En það er í lagi líka því ég var að fara í minn annan veiðitúr og í fyrsta sinn sem ég fer einn. Um síðustu helgi fór ég austur á Fáskrúðsfjörð til Óskars og Hröfnu, þar sem var tekið vel á móti mér að vanda, fékk meira að segja flottasta orku-gull steininn hans Bjarka að gjöf frá honum og ætla ég að geyma hann vel. Þar veiddum við ekkert þrátt fyrir góðan vilja og mikla veiðimensku, og það er svo skemmtilegt að segja frá því að mér var í raun alveg sama þótt ég hafi ekki náð að veiða neitt þá því mér finnst aðalmálið að vera í félagsskap góðra manna og fíla útiveruna og náttúruna. eins og er gæti ég sagt að félagsskapurinn og náttúran sé 60% og veiðiskapurinn 40%. Ég var sáttur.

En aftur að þessari helgi. Þau tóku ekki síður vel á móti mér Baldur og Síssí á Eyjardalsá þar sem hefur verið víst óvenjuskrýtin hegðun á gæsinni í haust en þarna er nóg af henni. Þetta virðist vera útum allt land það sama, gæsin er sein fyrir niður á tún og segja gárungar að berjaspretta hafi verið með eindæmum góð í sumar og fuglinn er hreinlega ennþá í berjum og er ekkert að flýta sér á túnin.

Ég er semsagt einn á veiðum þessa helgi, spenntur og glaður, geng töluvert um í fjallinu, læt gæsina hlægja að mér á Suðurtúninu bæði laugardagsmorgun og sunnudagsmorgun, þar sem hún var svo svakalega stygg að ég komst ekki nálægt henni. Engu að síður þá skemmti ég mér konunglega í göngu þarna uppí fjall og niður með á, í fullum skrúða, sveittur og móður :) Eitt orð.......GEGGGJAÐ

Í kvöldfluginu á laugardagskvöldinu, (sem notabene er svo miklu skemmtilegra að eyða kvöldi í heldur en í Sódómu) :) þá kom ég mér fyrir í bugðunni úr fljótinu og þar sem kvíslin rennur og hugsaði með mér að gæsin kæmi þar í litlu sandeyjuna á milli Kvíslarinnar og Eyjadalsár. Ég er mættur kannksi full seint eða um 18:30-19:00 og sé þá fljótlega að hópar eru að koma og setjast á oddann við Fljótið, þannig að ég færi mig og í kjölfarið skýt ég mínu fyrsta skoti á fugl og hvað haldiðið, :) Fuglinn dettur! Gæsin er dauð! víhí tilfinningin var góð, ég var sáttur og í mér fannst þessi fyrirhöfn strax vera búin að borga sig. Ég held að ég hafi farið að hugsa eins og Hellisbúinn, sá fyrir mér fólk í kringum mig éta gæsina með bros á vör, ásamt mér að sjálfsögðu. Næsta skot fór ekk i jafnvel en það var glaður drengur sem gékk af stað heim á leið með hangandi bráð á sér í algjöru myrkri.
Á sunnudeginum skýt ég gæs nr. 2 og var það ekki síðra ævintýri. Ég var kominn í kvöldflugið um 17 eða svo og ákvað að bíða bara og njóta lífsins, sem ég og gerði og toppaði það með að vera búinn að skjóta 6 skotum og ekki hitta einn einasta fugl og var farinn að hugsa um hvort ég hefði bara verið svona svaka heppinn deginum áður, og væri alls ekki svo hittinn :) en þá kom það, tveir fuglar birtast bara allt í einu fyrir ofan mig, ég heyrði ekkert í þeim og sá bara rétt skugga mynd af þeim, skýt á þann fremri og bling dettur med det samme, hinn fær blý á eftir sér og ég er barasta ekki frá því að hann hafi dottið í Skjálfandafljót en það var komið heilmikið myrkur og var ég t.d ca 5 mín að finna hinn fuglinn. Og ég varð sáttur og sá fyrir mér aftur fullt borð af matargestum smjattandi á gæsinni og segjandi sögur af sér og sínum :)

Skotveiði er frábær. Ég finn fyrir sömu tilfinningu og þegar ég er í stangveiði, mögnuð náttúra í sinni einstakri mynd á hverjum tíma, aldrei eins þótt maður hafi komið á hin og þessi svæði áður þá er eins og eitthvað hafi breyst frá því síðast, lífið í gróðri og litur er síbreytilegur. Í þessum aðstæðum þá líður mér vel og sé mig alveg eyða mínum helgum á svona stöðum hér eftir.

Bestu þakkir fyrir afnotin af landinu ykkar Síssí og Baldur og ég mun koma aftur......og aftur... og aftur... :)

6 ummæli:

*Gunz* sagði...

Til hamingju meistari :)

Nafnlaus sagði...

Vá, aldeilis að þetta er að hitta þig í hjartastað:) flott hjá þér. En hmmmm kanntu eitthvað að verka vesalings dýrið...þarf ekki að plokka og svíða þetta??

Aceinn sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Aceinn sagði...

Takk fyrir það Gunni. :) ég var reyndar búinn að skrifa heljar ritgerð um villibráðaborð sem týndist bara:), þar sem væri flott að hafa Iðulax þar með:)... Væri það ekki töff...Norðlenskar gæsir og eftir næstu helgi Mývatns endur, Silungur af vestulandi, Iðulax, Austfirskt hreindýr..... og smá blóðberg með:)

Aceinn sagði...

Hurru Pálína, ég var nú aldeilis í plokkun í gærkvöldi, gasið á lofti og alles..... nú þarf ég bara að koma til þín með stykkin og geyma í frysti þangað til ég set þetta á borð:)

*Gunz* sagði...

Jú ekki spurning....Gæti líka verið gaman að hafa eina vesturbæjar dúfu líka :)