mánudagur, október 02, 2006

Tilbúnir í slaginn


Þótt viljinn hafi verið mikill... löng og ströng ganga upp á miðja Jökulsdalsheiði þar sem við settum niður tálbeitur og gerðum okkur bæli við Búrfellsvatn. Kyrrðin þarna er óheyrileg og ég held að ég hafi hreinlega ekki upplifað annað eins... þetta er toppurinn og sveimmér þá held ég að ég fyrirgefi þessum köllum öllum veiðisögum þar sem gæsin detti niður í kippum eingöngu vegna kyrrðarinnar:) En þetta var gaman samt og pottþétt að ég á eftir að fara margar margar margar ferðir aftur.

Frá vinstri : Ási "hunter" Skari "tuska" Aska " le dog" Lassi "gun"

4 ummæli:

Elín sagði...

fjandans vandræði fyrir þig.. þú verður bara að koma við í búð og kaupa nokkrar endur handa mér ;)

*Gunz* sagði...

Nei Ási ! sérðu ekki snilldina í þessu ;) Ég er alveg sammála þér, það sem ég sakna mest við að vera hættur á skytteríi er akkurat þetta.....Kyrðin þegar sólin er að koma upp, falinn í grasi og með sperrt eyrun....Það jafnast ekkert á við það. Kv Livingstone Mávur

Aceinn sagði...

jú heyrðu ég fann fyrir snilldinni og held að móðir jörð hafi náð að snerta mína harðgerðu strengi, í heiðarkyrrð með stjörnum tifandi í himni liggjandi í sefi bísperrtur.

En kæri vin ég ætla að bíða með að lesa þessa bók Livingstone Mávur í nokkuð langan tíma, ég ætla að halda villibráðakvöld og þau nokkur áður :).... spurning að bjóða þér og spúsu og hafa Iðulax á borði ásamt austfirsku hreindýri, norðlenskri gæs og mývatns önd... kannksi svona eins og einum sporði af sunnlenskri belikju :)

Nafnlaus sagði...

hahaha veidduð þið svo ekkert hahahah
Gæsin eitt núll eins og svo oft gerist þegar valur á í hlut hehe