sunnudagur, október 29, 2006

Hvalveiðar eða ekki?


Svona lít ég út þegar ég les fáranleg rök um að Hvalir séu svo afskaplega gáfuð og allt og falleg til að verða veidd. :)

Ég er búinn að vera að fylgjast með umræðum á netinu um hvalveiðar og jafnvel verið að rökræða á LMK um gildi hvalveiða og þessháttar. Svo eftir að hafa lent í rökræðum við einn stórskemmtiegan Náttúrverndasinna og frábæran náttúruljósmyndara þá ákvað ég að loka á allar mínar skoðanir (hvernig sem það er hægt) og fara útúr kassanum til að skoða mig um og athuga hvort ég væribara að bulla með hvalveiðar. En þrátt fyrir það að hafa lesið mikið á netinu um hvali, hvalaskoðun, hvalafriðun, hvaladráp, hvali hitt og hvali þetta þá er ég bara jafn fastur fyrir og jafnvel fastari ef eitthvað er um að hvalaveiðar eiga að viðgangast hér við land og allt þetta tal um að við íslendingar séu að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.
Í fréttum í gær í sjónvarpinu (RÚV) þá kom staðfesting á því sem ég er að tala um hér að neðan. Þar kom fram að þrátt fyrir vísundaveiðar okkar íslendinga og gagnrýni þessa sama ferðamálafrömuðs í Bretlandi fyrir nokkrum árum þá hafa ferðamenn fjölgað helling og gjörsamlega grafið undan hans gagnrýni sem hann viðheldur í garð íslendinga vegna veiða á Langreyð :) En hér er loka pæling mín um þessi mál tekin beint af ljosmyndakeppni.is

Öll rök um að ferðaþjónustan sé að tapa og þessháttar og þetta skaði ímynd okkar íslendinga útá við eru að stórum hluta getgátur og ef við hugsum okkur þetta raunhæft þá vitum við að ferðamenn eru ekki að koma hingað í stríðum straumum til að horfa á hvali synda lengst útá ballarhafi. Þetta er hliðargrein og hrein og klár viðbót við flóru okkar íslendinga og getur fullkomlega átt samleið með veiðum á örfáum stykkjum við Ísland. Við vitum líka að Ísland, þetta frábæra land hefur uppá að bjóða þvílíkt annað eins úrval að fallegri náttúru og aðgengilegri m.a vegna Landsvirkjunar og frábæru gestrisnu fólki að túristar flykkjast ólmir hingað til lands. Ekki eru allir túristar að sigla á miðum landsins til að skoða hvali. Jú rétt er það að mesti uppgangurinn í ferðamannaiðnaðinum á íslandi undanfarin misseri eru hvalaskoðanir. Ætli það sé ekki vegna aukins aðgengis að hvölum þá sérstaklega Hrefnu við íslandsstrendur (vegna sannarlega fjölgunar hennar) og hver skoðun tekur ekki meir en um 2-4 tíma, og snilldar markaðsetningu á manneskjum sem vilja eignast aura þeirra sem vilja eyða þeim?

Mig langar að spyrja ykkur hér... hefur einhver ykkar farið í hvalaskoðunarferð? og ef svo er var þetta ykkar alflottasta og hið mesta "möst" í lífinu?
Ég var lengi til sjós og er búinn að sjá tugi hvala synda í kringum mig, jafnvel tekið nokkrar hnísur um borð þegar þau festust í neti og mér finnst þetta jafnmerkilegt og þegar ég keyri framhjá beljum á túni.

Háværustu raddirnar frá ferðamannaiðnaðinum eru frá eigendum þessara báta og auðvitað eru þeir að verja sína hagsmuni og blanda sér í raðir dýraverndunarsinna, og mér er það til efs að þessir kallar hafa talað um önnur dýr í útrýminingahættu eða barist fyrir því að þetta eða hitt ætti að leyfast eða ekki.

Kommon það eru háværari raddir í sambandi við hvalaveiðar í t.d Bretum heldur vegna stríðs í heiminum og hvað segir það okkur um fáviskuna sem er í gangi. Við skulum spyrja okkur þessara spurninga áður en við flykkjumst í lið með hvalfriðunarsinnum. Ég las í þessum þræði jafnvel hótanir um ofbeldi, hrein og klár hryðjuverk (frá Rusticolor en ég nenni ekki að flétta því upp og quota því) ef við höldum áfram að veiða... Hvað á það að fyrirstilla og hvernig er hægt að réttlæta það með einhverjum hætti að hóta ofbeldi og vitleysu til að verja hvali.

Og þá kemur upp sú spurning hjá mér. Er það eftirsóknarvert að láta undan þrýstingi svona hóps og fá þetta fólk í heimsókn hingað til lands sem er jafn blint á sjálft sig t.d með Sellafield? Og vildi þetta sama samfélag ekki arðræna okkur og komu með herskip hingað inn til að veiða frá okkur þorskinn á sínum tíma? Ég hef ekki áhyggjur af þessum 2-5000 manns sem ætla að "sniðganga" það að heimsækja ísland.

Hver einasti útlendingur sem ég hef hitt hér á landi (og ég hef hitt þá fjölmarga) hefur ekki verið að tala um þá æðuslegu upplifun sem hvalaskoðun var heldur hafa þeir allir talað um hve gaman er að skoða landið og þjóð, smakka Brennivín og Hákarl, sjá sviðahausa og skemmta sér með íslendingum. Þeir finna fyrir hreinleika í lofti, finnast vatnið ómótstæðilegt og tala alltaf um heita vatnið og þessa skrýtnu lykt (brennisteininn) sem finnst af heita vatninu en venjist furðu vel.

Meira að segja svíar öfunda okkur vegna hreina vatnsins.
Ég bjó þar um tíma og var skammaður margoft fyrir að láta kalda vatnið renna á meðan ég tannburstaði mig vegna þess að þessi "lúxus" að eiga gott vatn er ekki til staðar þar. (og svo er það rándýrt).
Það að eiga svona dæmi er merkilegt og eykur skilning okkar á því hve eftirsóknarvert er að koma hingað og upplifa þetta. Án gríns útlendingar lifa á þessu og vilja upplifa þetta og eru nett sama um hvort við erum að veiða hvali eða ekki. Ef yrði gerð skoðanakönnun í heiminum um ísland og fólkið fengi engar leiðbeinandi spurningar um hvað það ætti að svara um ísland þá er ég viss um það hvalveiðar eða ekki kæmu nú annsi sjaldan upp.

Við eigum að nýta allar okkar auðlindir á ábyrgan hátt og ég get bara ekki séð annað en að sú stefna sem hefur verið tekin af Alþingi um nýtingu sjávarfangs hér við land sé ein af þeim alábyrgustu stefnum í heiminum á þessu sviði og margar þjóðir taka okkur til fyrirmyndar í þessum málum. (ef allur heimurinn væri svona skynsamur og við íslendingar þá væri gott að lifa í heiminum í dag )

Og með þessu ætla ég að ljúka minni umræðu um hvalveiðar og fara að njóta þess að vera íslendingur sem lætur ekki bugast af hvalverndunarsinnum sem vilja ekki skilja að réttur þjóðar á að nýta sér auðlindir síns lands er sterkari en bull þeirra með að deyðing dýra sé "ómannúðleg og viðbjóðsleg osfrv."

1 ummæli:

*Gunz* sagði...

Jæja ! Nú sendi ég þér eintak af Jónatan Livingstone.....

Hver sagði að ef það hreyfist að við þurfum að drepa það ? Við þurfum þess ekkert ! Það er stór munur á því að nota auðlindir heimsins til að komast af, en það er engin spurning um það lengur....Nú er þetta bara spurning um að einhverjir kallar sem eru ógeðslega ríkir verði ríkari.....Vissir þú að Kristján Loftson hefur borgað 800þús í hverjum einasta mánuði í 17 ár til að hafa hvalbátana í höfninni ;)
Við þurfum ekkert að drepa þessar skepnur....& bæ ðe way er búið að sanna að hvalir tali saman þvert yfir allan heiminn (hljóð ferðast 4 sinnum hraðar í vatni) og meira að segja er því haldið fram að hvalur sem syngur lag austast í heiminum á föstudegi hafi heyrt lagið frá hvölum vestast í heiminum tveim dögum fyrr.....Og hvers vegna að drepa þessar skepnur sem eru búnar að vera hérna mikið lengur en við ? WHY ???