þriðjudagur, júlí 24, 2007
sunnudagur, júlí 15, 2007
föstudagur, júlí 13, 2007
Þingvallavatn
Við bræður ásamt Mörtu fórum í Þingvallavatn til að bleyta í græjunum og athuga hvort allt hafi ekki verið í lagi og við sáum það að allt virkarði eins og skyldi.
Hrikalegt alveg hrikalegt, þarna var staðið í vatninu í nokkra tíma og kastað með flugu eins og maður hafi aldrei gert neitt áður og jú jú við urðum var.... reyndar veiddum við Murtur í gríð og erg.. ekkert sem ætt var en skemmtilegt var að sleppa henni í vatnið svona eftir að það hafi verið búið að heilsa uppá hana.
Sko ég segi eins og þessir kallar sem aldrei veiða.... það skiptir ekki máli að veiða fiskinn.. heldur að kasta með stönginni....
og það er mrgt til í þessu.. jú alltaf er gott að koma heim með í soðið en maður lifandi... að standa útí með stöngina.. hlusta á og horfa á endurnar með ungana sína synda við hlið manni vaðandi vatnið uppað mitti.... mmmmmmm himnenskur unaður
svo ekki klikkaði grillið síðar um kvöldið :)
Birt af
Aceinn
kl.
föstudagur, júlí 13, 2007
0
ummæli
mánudagur, júlí 09, 2007
BRAND NEW....
Fór í hádeginu að skoða þennan nýfæddan fola, sem fæddist í morgun.
Hvað skyldi þessi litur heita? Brún skjöldóttur með hjálm á haus?? :)
Man eftir Roy Roger mynd þar sem einn Indiáninn var á svipuðum hesti.. svona grár með brúnan haus og brúnan skjöld...
Það var eiginlega minn uppáhalds karakter í myndunum þessi indiáni sem ég man ekki hvað heitir en hesturinn var flottur :)
Veit ekkert um svona byggingar en mér skilst að þessi hafi hörku vöðvabyggingu og flottan bóg!? Allavega er hann flottur þessi.
Merkilegt hvað maður verður hálf auðmjúkur að sjá svona nýtt líf í náttúrunni, að fylgjast aðeins með þeim uppgvötva þessar skrýtnu mannverur, vera forvitnar um steina og gras.. skemmtilegt :)
Birt af
Aceinn
kl.
mánudagur, júlí 09, 2007
4
ummæli
sunnudagur, júlí 08, 2007
laugardagur, júlí 07, 2007
Örbrún og Ás
Örbrún og Ás
Originally uploaded by aceinn.
Það er þá opinbert.... Ás frá Reykjavík :)
nafnið á þessum 7 daga fola er Ás og er útskýringin á nafninu sú að blesan sé eins og talan EINN.....
Iss ég gef nú ekkert útá þá útskýringu... þetta er gert mér til heiðurs :)
ofsalega er gaman að þessu hehe
Birt af
Aceinn
kl.
laugardagur, júlí 07, 2007
0
ummæli
Ungur nemur gamall temur
Já gott fólk, allt er breytingum háð og lífið sér um sig sjálft.
Birgitta mín er barnshafandi og verður fegurri með hverjum deginum, og það þýðir náttúrulega að ég er að verða gamall :) Afi skal það vera. Jahá gaman að því :) Birgitta er með vefslóð á barnalandi og uppfærir hana reglulega þessa dagana og ég lét hlekk á þá síðu hér við hliðina. Kíkið á hana og skrifið í gestabókina.
Hún gengur með tvö eineggja börn og því er búist við fjöri á þeim bæ þegar börnin koma í heiminn. Ég sjálfur er sannfærður um að börnin séu tveir drengir en Rakel er á því að þau séu stúlkur :) Meðgangan hefur verið með ágætum í sjálfu sér með nokkrum óvissuþáttum en allt er þetta komið vel á veg og þeim þrem heilsast eins og best verður á kosið. :-)
Já það er gaman að þessu og ég er afar glaður, og ekki er verra að það eru að koma tveir nýjir Valsarar í heiminn.....
Birt af
Aceinn
kl.
laugardagur, júlí 07, 2007
0
ummæli