laugardagur, júlí 07, 2007

Ungur nemur gamall temur




Já gott fólk, allt er breytingum háð og lífið sér um sig sjálft.
Birgitta mín er barnshafandi og verður fegurri með hverjum deginum, og það þýðir náttúrulega að ég er að verða gamall :) Afi skal það vera. Jahá gaman að því :) Birgitta er með vefslóð á barnalandi og uppfærir hana reglulega þessa dagana og ég lét hlekk á þá síðu hér við hliðina. Kíkið á hana og skrifið í gestabókina.

Hún gengur með tvö eineggja börn og því er búist við fjöri á þeim bæ þegar börnin koma í heiminn. Ég sjálfur er sannfærður um að börnin séu tveir drengir en Rakel er á því að þau séu stúlkur :) Meðgangan hefur verið með ágætum í sjálfu sér með nokkrum óvissuþáttum en allt er þetta komið vel á veg og þeim þrem heilsast eins og best verður á kosið. :-)

Já það er gaman að þessu og ég er afar glaður, og ekki er verra að það eru að koma tveir nýjir Valsarar í heiminn.....

Engin ummæli: