föstudagur, júlí 13, 2007

Þingvallavatn



Við bræður ásamt Mörtu fórum í Þingvallavatn til að bleyta í græjunum og athuga hvort allt hafi ekki verið í lagi og við sáum það að allt virkarði eins og skyldi.

Hrikalegt alveg hrikalegt, þarna var staðið í vatninu í nokkra tíma og kastað með flugu eins og maður hafi aldrei gert neitt áður og jú jú við urðum var.... reyndar veiddum við Murtur í gríð og erg.. ekkert sem ætt var en skemmtilegt var að sleppa henni í vatnið svona eftir að það hafi verið búið að heilsa uppá hana.

Sko ég segi eins og þessir kallar sem aldrei veiða.... það skiptir ekki máli að veiða fiskinn.. heldur að kasta með stönginni....
og það er mrgt til í þessu.. jú alltaf er gott að koma heim með í soðið en maður lifandi... að standa útí með stöngina.. hlusta á og horfa á endurnar með ungana sína synda við hlið manni vaðandi vatnið uppað mitti.... mmmmmmm himnenskur unaður

svo ekki klikkaði grillið síðar um kvöldið :)

Engin ummæli: