föstudagur, október 05, 2007

Dark shadow


Dark shadow
Originally uploaded by aceinn.

Það var þoka í nótt og ég eitthvað eirðarlaus og andvaka, eins og svo oft áður. Ákvað að stökkva út með vélina og það var þrusustuð bara á kallinum.. ætlaði í kirkjugaðinn á Suðurgötu en þegar ég lagði af stað þá var þokan á undanhaldi neðan úr bænum þannig að ég snéri við og leitaði á hæðsta punkt. Endaði í Fellahverfi og fannst mér helvíti gaman að pæla í hornum, ljósi, skuggum, hraða og ljósopi.
Það merkilega er að áður en hver taka var, (tók ekki nema 27 myndir sem telst annsi lítið á mínum mælikvarða) þá hugsaði ég sögu.. tók mér tíma í að ákveða uppsetningu og pældi aðeins í því sem ég var að gera.
Hvað lærði ég svo á þessu?
Að ljós - Strobe - er eitthvað sem ég vil fara pæla í .. . vera með tvö flöss og transmitter .. jamm það er næst á dagskrá

Fleiri myndir eru á flikkinu mínu..

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið ofboðslega er þetta flott mynd hjá þér elsku nátthrafninn minn ;)