sunnudagur, október 14, 2007

Landsleikur


2.1.jpg
Originally uploaded by aceinn.

Ok ég fékk símhringingu kl 15:15 um að ég gæti fengið passa til að mynda landsleikinn.. hmm ég var sosum á leið á leikinn en fannst þetta gott challens að vera á hliðarlínunni og mynda leikinn.
Ég hef sosum tekið myndir á leik en eingöngu úr stúku.....

Þetta var stórskemmtiegt alveg, mikið þurfti ég að pæla með stillingar og læti og hraðinn kom mér mest á óvart þarna niðri.. þá meina ég að ekki er auðvelt að ná að frysta akkurat þetta móment sem dettur inn.

Gallinn við svona lagað er að maður fylgist í sjálfu sér ekkert með leiknum þannig séð.. hvetur ekki leikmenn og "aðstoðar" þá ekki með mis gáfulegum orðum úr stúkunni :)

En þetta ætla ég að gera aftur því þetta var stórskemmtilegt, en það vonda við þetta að ég uppgvötvaði að ég þarf nýja linsu ;)

2 ummæli:

*Gunz* sagði...

Híhí algjör vaðandi snilld... ;) Þetta verður dýr mánuður... iPhone OG linsa ;) Muhahaha

Aceinn sagði...

oj er iphone kominn í hendur... össss