fimmtudagur, mars 08, 2007

kindur við fjöru


kindur við fjöru
Originally uploaded by aceinn.
Hádegisverður í Lónsöræfum (held að þetta sé þar). Var að skoða nokkrar af mínum myndum og fannst þessi vera þessleg til að maður fari að hlakka til sumarsins. Nú fer að styttast í sauðburð og mikið afskaplega væri gaman að ná myndum af nokkrum slímugum nýfæddum lömbum.. spurnig um að hugsa sér til hreyfings bráðum.

Annars gæti það verið erfitt að ná myndum af nýfæddum lömbum í fjárhúsi hjá mér í dag þar sem ég varð fyrir þeirri óprútnu ógæfu að það var stolið af mér micro linsunni og flassinu :( þetta saman kostar reyndar 1 stk handlegg og hálft nýra þannig að ég þarf að spara soldið mikið til að ná í þessar græjur aftur....

Lærdómur minn af þessu er að læsa bílnum og fara aldrei aftur í Árbæinn :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

dí Ási, maður skilur ekki eftir nema tómar gosflöskur í ólæstum bílum!!! Horfðu á auglýsingar frá Securitas núna, þetta dópistalið er að stela úr fyrirtækjum um hábjartan dag án þess að roðna, passaðu þig maður! (ráð frá stóru systur en ekki þessarri elstu sko.:)