sunnudagur, mars 25, 2007

Form.


Form.
Originally uploaded by aceinn.
Ég rakst á þennan arkitektur um daginn þegar ég var að prufa linsu 80-400 og þótti gaman að sjá að arkitektar eru að nota hin einföldu fomfræði í húsagerð í dag.

Ég er búinn með tvo kúrsa í formfræði og þótti gaman að, og það er að nýtast mér merkilega nokk í því sem ég geri dagsdaglega og meira að segja þá sé ég form í hverju einasta bletti í náttúrunni... gaman að þessu.

Ef einhver veit hvar þetta er tekið og hvað þetta er þá skutlið þið inn svari og ég skal veita VEGLEG verðlaun að mínum hætti:)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er voðalega Breiðholts eitthvað :D
Þarf maður að vera nákvæmari c",)

Aceinn sagði...

hehe Breiðholts eitthvað... neibb

hint: þetta er staðsett á milli hæða, þar sem mara rennur ljúft.

Í köben væri líklegast ungt fólk flutt í húsið.....

og næsta mynd hjálpar til

Nafnlaus sagði...

Hmm hurð tengist Ráðhúsinu, hvað varstu að flækjast með myndavél inni á klósetti þar ???
Stemmir það ekki ?

kv. Pála pæja

Aceinn sagði...

dísus pálína hehe:) nebb þetta er tekið í bryggjuhverfinu... við Grafarvog...blogga myndina upp

Nafnlaus sagði...

Hahahaha... þið eruð yndisleg ;)