laugardagur, mars 24, 2007

Gæs


Gæs
Originally uploaded by aceinn.
Þessi gæs varð á vegi mínu á leið heim í kvöld. Keyrði niður í Elliðardal, við rafstöðina gömlu og þessi var á vaggi þar.

var að prufa svakalega linsu og held að ég fari með hana í smá ferð á suðurlandi á morgun. (ídag)

80-400 linsa VR nikon að sjálfsögðu, gæða linsa og held að hún svínvirki með ágætri lýsingu, jafnvel með litla lýsingu. Hristivörnin er prima og virkar ágætlega held ég sveimmér þá, reyndar þarf aðein að venjast þessari því hún virkar sæmilega þung.

Held að ég reyni við nokkra fugla með þessari :) hef ekki verið annálaður í fuglamyndatöku, nema þá helst fyrir myndina af Akurgæsinni í sumar.....

Talandi um þá gæs, þá er ég hundfúll að vita ekki að þetta hafi verið Akurgæs þegar ég byrjaði að hamflétta kvikindið, því þá hefði ég látið stoppa hana upp því það koma ekki hingað til lands nema kannksi 30-50 fuglar á ári. Afar sjaldgæfir fuglar hér og fáir sem lenda fyrir framan hlaupið. En því miður þá vissi ég ekki fyrr en of seint.

adios

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessi er náttúrulega eins og aðrar gæsir sem þú skítur, alveg sprell a live :)

kveðja frá Kaliforníu

ps
Pakkinn er á leiðinni :)