fimmtudagur, apríl 19, 2007

HOLGA



jahá... Gugga hin Ammríska vill fá sögur og myndir af Holgu fyrirbærinu... Ok ég er semsagt kominn með nýtt leikfang í hendurnar og kallast það Holga.. snilldar vél sem mun án efa veita mér margar gleðistundirnar... eins og (H)olgur eigar að gera :) Gunni Steinn snillingur kom með eina svaða vél handa mér frá Stóra Eplinu um daginn, sú vél er með flassi sem er rautt, blátt, gult eða hvítt.. skemmtilegur gripur, og Gugga Megablóm sendi mér eina sem er án flass... þannig að alltíeinu á ég tvær vinkonur sem fara allt með mér :) Önnur er með svart hvíta filmu 120 mm og hin er með 220 mm lita slide filmu í..

Holga eða "ho gwong" sem þýðir e. very brigh, kannksi á okkar ylhýra mikið ljós?? eins og hún kallaðist upphaflega var framleidd í Hong Kong líklegst 1983 fyrir almúgann í Kína og átti að vera ódýr en notadjúg myndavél. Vélin er úr plasti gríðalega létt og geggjað að fitla við hana :) hún notar 120 mm filmu (media format) sem er yfirleitt notuð af atvinnu ljósmyndurum (filman altso) og kemur svona assgoti vel út hjá mörgum. Mér áskotnaðist nokkrar 220 Fujicrome litfilmur (slides) og með lagni er hægt að nota þá filmu í þessa vél. Myndirnar eru með mikinn karakter og sérstakar vegna mikils "ljósleka" og í raun er engin vél eins, þ.e. myndirnar. Margir hafa farið þá leið að teipa inn í vélarnar og teipa hitt og þetta til að gera meiri effekta í myndirnar.

En nóg um vélina í bili. Ég er semsagt með þessa vél í höndunum alla daga núna, var að klára filmu nr. 1 í svart hvítt í kvöld og ætla að skutla henni í framköllun á föstudag.

Ég er búinn að framkalla fyrstu filmuna sem var 220 mm slides og veit ekki alveg hvað kom útúr því almennilega, sýnist á filmunni að það séu kannksi tvær eða þrjár líklegar myndir og er að leita mér að skanna til að skanna þetta inn... þangað til mér tekst að koma því í gang þá verð ég bara að koma með lookalike myndir sem ég vinn í ps...

síiiiiiðar....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk :)

Gugga hin Ammiríska

Aceinn sagði...

:) you welcome eins og er sagt í henni ammríku