föstudagur, apríl 06, 2007

Þingvallavatn


þingvallavatn
Originally uploaded by aceinn.
Við þurfum okkar eigin kyrrðarstund af og til. Sumir fara í kirkjur og aðrir fara á bókasafn, enn aðrir setjast í lótusstellingu og sumir fara að dáðst að mannfólki.

Ég þarfnast stundum kyrrðarstundar og hef fundið fyrir mig eina stórmerkilega. Náttúran er minn kyrrðarstaður. Væri til í að vera mun meir í henni en ég geri.

Ég var frekar stressaður og hugurinn fór á fleygiferð hjá mér einn mánudag fyrir nokkru og ég hreinlega þurfti að kúppla mig út. Hafði tök á því að renna á Þingvelli og þar eyddi ég með sjálfum mér nokkrum góðum kl.tímum. Þvílíkt sem ég tæmdi mig... þetta var gott og ég náði að róa hugann og sjálfan mig um leið.

Ég mæli með þessu að stökkva til hliðar, út frá skarkala Reykjavíkur og stunda þína eigin hugleiðslu, hvernig sem hún er.

Engin ummæli: