föstudagur, nóvember 02, 2007

Hekla Berglind og Katla Bryndís Baldvinsdætur


Hekla Berglind og Katla Bryndís Baldvinsdætur
Originally uploaded by aceinn.

Well.. þessar elskur voru að modelast í rúma þrjá tíma í dag ásamt Ma o Pa.. Þær fóru á Fjölskyldu og Barnaljósmyndun þar sem Guðbjörg Harpa stórljósmyndari ttók á móti.. og afi gamli fékk að fljóta með og var í einskonar "starfskynningu" á stofunni og fékk að taka eina og eina mynd á Nikoninn..

Merkilegt nokk þá er stúdío taka frekar lúmsk á þann hátt að það er ekki hlaupið að því að taka "réttu" andartökin og ljósin skipta ótrúlega miklu máli.. en fjandi er þetta gaman... held að þessar verða mikið fyrir barðinu á mér og Nikoninum

(ég ætla að hugsa mig tvisvar um hvort ég set einhverja af myndunum þar sem ég pósaði fyrir Nikonin)

swing heyrumst.. (nokkrar myndir á flickr)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ótrúlega fallegar stelpur.. Þú mátt alveg vera stoltur.. Hlakka til að sjá þær.. Knús