mánudagur, nóvember 12, 2007

Valur-Celje Lasko 29-28 :)


Valur-Celje Lasko
Originally uploaded by aceinn.

Jæja.. þarf eitthvað að ræða þetta :)

Valur tók á móti Celje Pivovarna Lasko frá Slóveníu í Meistaradeildinni og unnu þessa skratta með einu marki. Það er talað um að þetta lið sé fimmta besta lið í evrópu og þeir spiluðu úrslitaleikinn á móti Kiel árið 2006, þannig að þetta er ekkert slor lið.

Ég hef ekki verið duglegur að fara á leiki í handboltanum þetta árið, kannski vegna nennuleysis frekar en annað leysi en hef þó farið á tvo leiki og báða í meistaradeildinni, og fjandi gaman bara.
En ástæðan fyrir þessum leik í gær var að Valsarar báðu mig um að taka myndir vegna forfalla Guðna Hirðljósmyndara og gat ég ekki skorist undan því . Fékk lánaða linsu hjá Árna Tryggva af LMK og honum Kára og þessir snillingar sýndu mér að heimurinn er góður :)

Myndatakan var svona lala.. ekki mikið meir en það. Ég var að taka semsagt inni í íþróttahúsi, mjög hraðann leik og var svona að svamla þetta á hundasundi þar sem kunnáttan var ekki mikil. En ég get sagt það að ég kann meir í dag en í gær sko :)

njótið lífsins...

Engin ummæli: