mánudagur, nóvember 05, 2007

já sæll já bless ...


já sæll já bless ...
Originally uploaded by aceinn.

Ég fór í ljósmyndaferð á Austurland með meðlimum á www.ljosmyndakeppni.is um helgina. Afskaplega var þetta nú gaman og mikið rosalega er flott þarna fyrir austan. Þegar maður er á rölti með myndavélina og í góðum hóp þá sér maður allt á annan hátt.. smáatriðin koma í ljós, litir, ljós og skuggar.. svo reynir maður að fanga þessi augnablik á réttu augnabliki ásamt því að taka sjálfan sig ekkert og hátíðlegan og gera skemmtilega hluti:) sveimmér þá ef ég hef ekki náð einni eða tveim ágætum skotum þarna hehe
Við gistum á Mjóeyri við Eskifjörð hjá Sævari og Berglindi og ekki er hægt annað en að mæla með þeim og þeirra gistingu.. gargandi snilld þar á ferð.
Heimferðin gekk ekki alveg eins og í sögu.. var á Hilux og bíllinn er nýkominn af verkstæði þar sem allt ventladótið var lagað og uppgert.. bíllinn átti að vera við hestaheilsu en viðgerðin þoldi ekki betur en svo að hann var dreginn frá Steinum að Hvolsvelli þar sem hann bíður þess að vera sóttur og þá þarf að draga hann til Keflavíkur á verkstæðið.. Við Valli ætlum í það núna ..

En snilldar ferð í alla staði og kíkið á Flickr síðuna mína til að sjá fleiri myndir. ... þær detta inn jafnt og þétt.. held að ég hafi tekið um 600 myndir og þarf að fara nett í gegnum þær..
later........

Engin ummæli: